Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 14:00 - 17:00
  • Hlíð - samkomusalur
  • Fundur nr. 1121

Nefndarmenn

    • Inda Björk Gunnarsdóttirformaður
    • Dagur Fannar Dagsson
    • Jóhann Ásmundsson
    • Oktavía Jóhannesdóttir
    • Sif Sigurðardóttir
    • Margrét Guðjónsdóttirfundarritari
  • Öldrunarheimili Akureyrar - Smiðjan verkstæði í Hlíð 2011

    Málsnúmer 2011040039

    Félagsmálaráð heimsótti Smiðjuna og fékk kynningu frá Aðalheiði Sigfúsdóttir starfsmanni í dagþjónustu á þessu nýja verkstæði í Hlíð. Smiðjan var útbúin í í samstarfi við íbúa og dagþjónustugesti og er staðsett í gamla eldhúsinu í Hlíð. Mikil ánægja er með Smiðjuna og þar er útbúið ýmislegt handverk og unnið úr tré og grófari efnum.\nBrit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA mætti á fundinn undir þessum lið.

    <DIV&gt;</DIV&gt;

  • Öldrunarheimili Akureyrar - "Edentest"

    Málsnúmer 2011040040

    Félagsmálaráð tók svokallað "Edentest" sem eru könnun sem gerð er á ÖA til þess að fá upplýsingar um upplifun gesta sem heimsækja öldrunarheimilin. Ýmsir gestir hafa tekið þessa könnun, m.a. menntaskólanemar sem eru í samstarfsverkefni með íbúum öldrunarheimila og dagþjónustugesta á hverju vori. Niðurstöðurnar eru nýttar til að bæta þjónustuna og styrkja þróun í starfi.\nBrit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

    <DIV&gt;</DIV&gt;

  • Fjölskyldudeild félagsþjónusta - beiðni um auka mönnun í félagsþjónustu

    Málsnúmer 2011040032

    Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið og lagði fram gögn um þörf fyrir aukna mönnun í félagsþjónustu. Framundan eru breytingar í starfmannamálum og æskilegt væri að bæta við stöðubroti til að geta betur tekist á við aukin verkefni, m.a. vegna erfiðra skuldamála.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila aukningu í&nbsp;félagsþjónustu á fjölskyldudeild sem nemur 60% stöðu í eitt ár frá 1. ágúst nk. Málinu vísað til bæjarráðs.</DIV&gt;<DIV&gt;Félagsmálaráð lýsir jafnframt yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi Umboðsmanns skuldara sem ekki hefur svarað áskorunum um starfsmann á Norðurlandi. </DIV&gt;<DIV&gt;Starfsmönnum er falið að að ítreka erindi til Umboðsmanns skuldara og Velferðaráðherra til að mæta brýnni þörf þeirra sem eiga í erfiðum skuldavanda á Norður- og Austurlandi.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • Styrkir til breytinga á húsnæði vegna fötlunar

    Málsnúmer 2011030148

    Kristín S. Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti drög að reglum dags. 11. apríl 2011 um styrki til breytinga á húsnæði vegna fötlunar barna.\nGuðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.

    <DIV&gt;</DIV&gt;

  • Öldrunarrými - staða biðlista 2011

    Málsnúmer 2011010134

    Kristín S. Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Nína Hrönn Gunnarsdóttir forstöðumaður heimahjúkrunar kynntu stöðu biðlista í öldrunarrými. Samantekt á fjölda vistrýma á hverja 1000 íbúa á svæði HAK er það sama og landsmeðaltal. 22 einstaklingar bíða eftir hjúkrunarrými og 10 eru í bið eftir dvalarrými. Að jafnaði bíða um 35 manns eftir því að komast í skammtímadvöl. Einnig bíða um 10 manns eftir því að komast að í dagvist og aðrir 10 eftir aukinni dagvist.\nHelga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

    <DIV&gt;</DIV&gt;

  • Starfsendurhæfing Norðurlands - fyrirspurn

    Málsnúmer 2011040079

    Jóhann Ásmundsson VG óskaði eftir umræðu um stöðu Starfsendurhæfingu Norðurlands (SN). \nGuðrún Sigurðardóttir sat fundinn undir þessum lið og kynnti stöðuna, en útlit er fyrir að samningar ríkisins við starfsendurhæfingastöðvar verði ekki endurnýjaðar. Núverandi samningur rennur út í maí og fyrirséð er verulegur samdráttur. Líkur eru á að framvegis verði fjármunum ríkisins beint í Starfsendurhæfingarsjóðinn Virk sem ætlað er að stýra kaupum á starfsendurhæfingu. Hlutverk Virk er að sjá um endurhæfingu fyrir vinnumarkaðinn en útaf stendur starfsendurhæfing þyngsta hópsins sem Starfsendurhæfing Norðurlands hefur séð um og ekki er í forgangshópi Virk. Viðbúið er að ef starfsemi SN hætti þá muni hluti þess fólks sem þar er þurfa að leita til félagsþjónustunnar. Árangur af starfsendurhæfingu SN er um 80%, ýmist í námi eða starfi. Félagsmálaráð mun fylgjast með þessu máli áfram.

    <DIV&gt;</DIV&gt;

  • Hjúkrunarheimili Vestursíðu

    Málsnúmer 2010050065

    Fanney Hauksdóttir arkitekt kynnti teikningar á nýju hjúkrunarheimili við Vestursíðu.\nBrit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.

    <DIV&gt;Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju með hönnunina og þykir vel hafa tekist til.</DIV&gt;

  • Öldrunarheimili Akureyrar - markviss verkefni

    Málsnúmer 2011030072

    Öldrunarheimili Akureyrar hafa gert samning við Markviss um þarfagreiningu og gerð fræðsluáætlunar fyrir starfsfólk öldrunarheimilanna til tveggja ára. Styrkir hafa fengist úr Sveitamennt og Mannauðsjóði Kjalar til greiðslu á verkefninu. Nú er verið að gera könnun á óskum og þörfum allra starfsmanna sem fræðsluáætlunin mun síðan byggjast á.\nBrit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.

    <DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri - fjölskylduráðgjöf

    Málsnúmer 2011040080

    Jóhann Ásmundsson VG óskaði eftir upplýsingum varðandi stöðuna í fjölskylduráðgjöf HAK. Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri heilsugæslunnar upplýsti um veikindaleyfi fjölskylduráðgjafa sem fyrirséð er að standi í amk. mánuð til viðbótar. Fagfólk á HAK er mjög vakandi yfir mögulegu neyðarástandi sem af þessu kann að stafa. Fólki var boðinn tími hjá sálfræðingi sem margir þáðu en aðrir kusu að bíða eftir að veikindaleyfi fjölskylduráðgjafa lyki. Ef starfsfólk HAK metur ástæðu til annara úrræða þá verður við því brugðist.

    <DIV&gt;</DIV&gt;

  • Strætisvagnar Akureyrar - fyrirspurn um helgarlokun á sumartíma

    Málsnúmer 2011040081

    Jóhann Ásmundsson VG lýsti yfir áhyggjum af fyrirhugaðri sumarlokun hjá strætisvögnum um helgar en almenningssamgöngur eru mikilvægur þáttur í að allir getir tekið þátt í samfélaginu, um helgar sem og á öðrum tímum. Samgöngumál voru rædd sem hluti af velferðarþjónustu bæjarins.

    <DIV&gt;</DIV&gt;