Atvinnumálanefnd - 4
- Kl. 13:00 - 14:45
- Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 4
Nefndarmenn
- Matthías Rögnvaldssonformaður
- Jóhann Jónsson
- Erla Björg Guðmundsdóttir
- Elías Gunnar Þorbjörnsson
- Margrét Kristín Helgadóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Atvinnumálanefnd - kynjuð fjárhagsáætlun
Málsnúmer 2015040049Rætt um möguleg verkefni atvinnumálanefndar í tengslum við kynjaða fjárhagsáætlanagerð sveitarfélagsins.
Atvinnumálanefnd samþykkir að farið verði í tvö verkefni sem tengjast kynjaðari fjárhagsáætlun. Annars vegar verður skoðuð kynjaskipting eigenda/stofnenda fyrirtækja á Akureyri og hins vegar greina stöðu kynja hvað varðar úthlutanir á viðurkenningum frá atvinnumálanefnd. Atvinnufulltrúa falið að hefja gagnasöfnun og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki
Málsnúmer 2003010019Farið var yfir reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki sem hafa verið í gildi hjá Akureyrarkaupstað frá árinu 2003, þá var sömuleiðis farið yfir þau fyrirtæki sem hafa fengið stuðning.
Atvinnufulltrúa falið að afla upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir síðar.
Vistorka
Málsnúmer 2015030145Rætt var um stofnun Vistorku á vegum Norðurorku. Guðmundur Haukur Sigurðarson nýráðinn framkvæmdastjóri Vistorku mætti á fundinn kl. 14.00.
Atvinnumálanefnd fagnar stofnun Vistorku og þakkar Guðmundi Hauki fyrir kynninguna.