Bæjarstjórn - 3332
- Kl. 16:00 - 17:05
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3332
Nefndarmenn
- Geir Kristinn Aðalsteinssonforseti bæjarstjórnar
- Inda Björk Gunnarsdóttir
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Halla Björk Reynisdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Tryggvi Þór Gunnarsson
- Edward Hákon Huijbens
- Logi Már Einarsson
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Sigurður Guðmundsson
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum
Málsnúmer 2010060027Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan aðalmanns í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar:\nSveinn Arnarsson tekur sæti aðalmanns í stjórn í stað Lindu Maríu Ásgeirsdóttur.\n\nLögð fram tillaga frá A-lista, B-lista, D-lista, S-lista og V-lista um breytingu á skipan aðalmanns og áheyrnarfulltrúa í bæjarráði svohljóðandi:\nSigurður Guðmundsson tekur sæti aðalmanns í stað Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.\nGuðmundur Baldvin Guðmundsson tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Sigurðar Guðmundssonar.
<DIV><P> Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.</P></DIV>
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)
Málsnúmer 20120800602. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. desember 2012:\nKarólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynnti reglur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Málið var áður á dagskrá 28. nóvember 2012.\nFélagsmálaráð samþykkir reglur um notendastýrða persónulega aðstoð og vísar þeim til bæjarstjórnar.
<DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>
Iðnaðarsvæði við Austursíðu - deiliskipulag
Málsnúmer 20121102152. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. desember 2012:\nÍ samræmi við bókun skipulagsnefndar dags. 28. janúar 2009 leggur skipulagsstjóri fram skipulagslýsingu vegna deiliskipulags iðnaðarsvæðis við Austursíðu. Skipulagslýsingin er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt frá Arkitektur.is og dags. 12. desember 2012.\nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Hrafnabjörg 1 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu
Málsnúmer 20120501713. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. desember 2012:\nÍ samræmi við bókun skipulagsnefndar dags. 13. júní 2012, leggur Fanney Hauksdóttir arkitekt frá AVH ehf fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu f.h. Viggós Benediktssonar. Tillagan er vegna breytinga á byggingarreit við lóðina nr. 1 við Hrafnabjörg og dags. 12. desember 2012.\nÞar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
<DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>
Rauðamýri 11 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 20121100214. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. desember 2012:\nÍ samræmi við bókun skipulagsnefndar dags. 14. nóvember 2012, leggur Gísli Kristinsson arkitekt frá Arkitektur.is ehf fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Mýrarhverfis f.h. Þorsteins H. Vignissonar. Tillagan er vegna stækkunar bílgeymslu á lóðinni nr. 11 við Rauðumýri og dags. 7. desember 2012.\nÞar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Skammtímavistun fyrir fatlað fólk - reglur
Málsnúmer 20110100453. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. desember 2012:\nAnna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild kynnti reglur um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun fyrir fatlað fólk.\nFélagsmálaráð samþykkir reglur um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun fyrir fatlað fólk og vísar þeim til bæjarstjórnar.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun fyrir fatlað fólk með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa - seinni umræða
Málsnúmer 20090900171. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 4. desember 2012:\n2. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 22. nóvember 2012:\nFarið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa.\nBæjarráð vísar siðareglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.\nBæjarstjórn (4. desember 2012) samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa með 11 samhljóða atkvæðum.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar 2012 - seinni umræða
Málsnúmer 20121101015. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 4. desember 2012:\n1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 29. nóvember 2012:\nTekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 22. nóvember sl. en þá var lögð fram tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.\nBæjarráð vísar tillögu að breytingum á Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.\nBæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Dagvist aldraðra
Málsnúmer 20121210554. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. desember 2012:\nAnna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild kynnti reglur um dagvist aldraðra hjá Akureyrarbæ.\nFélagsmálaráð samþykkir reglur um dagvist aldraðra og vísar þeim til bæjarstjórnar.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um dagvist aldraðra með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Skýrsla bæjarstjóra
Málsnúmer 2010090095Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
<DIV></DIV>