Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:00 - 11:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 191

Nefndarmenn

    • Tryggvi Már Ingvarssonformaður
    • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
    • Ólína Freysteinsdóttir
    • Sigurjón Jóhannesson
    • Vilberg Helgason
    • Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
Vilberg Helgason V-lista mætti í forföllum Edwards H. Huijbens kl. 08:20. Formaður bar upp ósk um að fá að taka fyrir lið nr. 12, "Norður - Brekka, neðri hluti - deiliskipulag", sem ekki var í útsendri dagskrá og var það samþykkt.
  • Stefnumörkun skipulagsnefndar

    Málsnúmer 2014090150

    Formaður skipulagsnefndar, Tryggvi Már Ingvarsson lagði fram stefnumörkun skipulagsnefndar á kjörtímabilinu.

    Skipulagsnefnd samþykkir stefnumörkun skipulagsnefndar fyrir kjörtímabilið 2014-2018.

  • Naustahverfi 1. áfangi - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna Ásatúns 28-32

    Málsnúmer 2014100086

    Erindi dagsett 8. október 2014 þar sem Haraldur Árnason f.h. Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um breytingu á deiliskipulagi við Ásatún 28-32 í 1. áfanga Naustahverfis. \nÓskað er eftir að íbúðum verði fjölgað úr 14 í 17 og að bílastæðum norðan Ásatúns verði fjölgað um tvö. \nSkipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. og er dagsett 12. nóvember 2014.

    Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Naustahverfi 1. áfangi - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna Ásatúns 40-48

    Málsnúmer 2014100070

    Erindi dagsett 8. október 2014 þar sem Sævar Helgason f.h. Ásatúns ehf., kt. 410914-1660, sækir um breytingu á deiliskipulagi við Ásatún 40-48 í 1. áfanga Naustahverfis. \nBreytingarnar felast m.a. í að byggingarreitum verði hnikað til innan lóðar, lóð stækkuð um 2m til norðurs, kvöð um bílgeymsluhæð verði felld niður og hæðin nýtt undir íbúðir sem fjölgar úr 46 í 60. Bílastæðakrafa helst óbreytt og hámarkshæð húsanna breytist ekki.\nSkipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. og er dagsett 12. nóvember 2014.

    Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Njarðarnes 3-7 - umsókn um stækkun byggingarreits

    Málsnúmer 2014100034

    Erindi dagsett 3. október 2014 þar sem Alexander Benediktsson f.h. Barkar ehf., kt. 630186-1619, sækir um stækkun byggingarreits við Njarðarnes 3-7.\nSkipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf. og er dagsett 12. nóvember 2014.

    Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Álfabyggð 4 - fyrirspurn um viðbyggingu

    Málsnúmer 2014100348

    Erindi dagsett 29. október 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Reglu Karmelsystra, kt. 410601-3380, leggur fram fyrirspurn vegna viðbyggingar við Álfabyggð 4. Meðfylgjandi eru uppdrættir og skýringarteikningar.

    Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Rangárvellir 4 (landnr. 150126) - fyrirspurn um breytta notkun

    Málsnúmer 2014100291

    Erindi dagsett 23. október 2014 þar sem Haraldur Árnason f.h. Sigurðar Eiríkssonar eiganda mannvirkja á Rangárvöllum 4 (landnr. 150126), sem áður hýsti vararafstöð Landsvirkjunar á Akureyri, óskar eftir því við skipulagsnefnd að hún heimili breytingu á skipulagi svæðisins þannig að á lóðinni megi byggja upp aðstöðu fyrir gistingu ferðamanna.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Umrædd lóð er á skilgreindu iðnaðarsvæði og í miklu návígi við spennivirki Landsvirkjunar og RARIK. Skipulagsnefnd telur ferðaþjónustustarfsemi ekki eiga samleið með núverandi starfsemi svæðisins og hafnar því fyrirspurninni.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Aðalskipulagsbreyting, fyrirspurn - Síðuhverfi svæði 1.24.11 Íb/S

    Málsnúmer 2014110020

    Erindi dagsett 3. nóvember 2014 þar sem hverfisnefnd Síðuhverfis sendir inn fyrirspurn um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar varðandi svæði 1.24.11 Íb/S.

    Samkvæmt samstarfssamningi meirihlutaflokka bæjarstjórnar Akureyrar er gert ráð fyrir að farið verði í heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á kjörtímabilinu og á öðrum aðalskipulagsáætlunum sem í gildi eru. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við undirbúning þeirrar vinnu á árinu 2015 en að aðalvinnsla þess muni þó fara fram á árunum 2016-2017.
    Fyrirspurninni er því vísað í endurskoðun aðalskipulagsins.

  • Harðangur - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2014110026

    Erindi dagsett 3. október 2014 þar sem Aðalgeir Sigurðsson sækir um leyfi til að byggja 2 til 4 gistihýsi, 20-30 m² að stærð, á lóð Harðangurs við Háhlíð. Meðfylgjandi er uppdráttur móttekinn 5. nóvember 2014.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd telur hugmyndir um byggingu gistihýsa á lóðinni ekki samræmast áætlunum um framtíðarþróun svæðisins og um þéttingu byggðar reitsins (1.33.17 Íb). </DIV><DIV><DIV>Erindinu er því hafnað.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Orlofsbyggð norðan Kjarnalundar (Gata sólarinnar) deiliskipulag

    Málsnúmer 2013060226

    Erindi dagsett 27. október 2014 frá Félagi sumarhúsaeigenda í Kjarnabyggð, þar sem gerð er athugasemd við að ekki hafi verið leitað umsagnar félagsins við gerð deiliskipulags 2. áfanga orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar og að ekkert samráð eða kynning hafi átt sér stað.

    Skipulagslýsing vegna tveggja breytinga á Aðalskipulagi Akureyrar var auglýst þann 5. júní 2013 á vef Akureyrarbæjar. Tilllaga að aðalskipulagsbreytingu vegna stækkunar sumarbústaðasvæðisins norðan Kjarnalundar var auglýst í Fréttablaðinu, Lögbirtingablaðinu og Dagskránni þann 14. ágúst 2013, þar sem m.a. kom fram að hægt væri að gera athugasemdir við tillöguna innan sex vikna frá birtingu auglýsingar.
    Tillaga að deiliskipulagi orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar var auglýst frá 4. september í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu með athugasemdafresti til 16. október 2013. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun.
    Því er ljóst að farið var að gildandi reglum um auglýsingu skipulags sem er í samræmi við lög og reglugerðir. Bent er á að umrætt svæði var skilgreint sem íbúðasvæði og því alltaf gert ráð fyrir byggð ofan orlofsbyggðarinnar. Hluta þess svæðis var síðan breytt í orlofssvæði sem er utan lóðar núverandi orlofsbyggðar og ætti því ekki skerða gæði núverandi byggðar.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

    Málsnúmer 2014010005

    Fundargerð dagsett 29. október 2014. Lögð var fram fundargerð 515. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.

    Lagt fram til kynningar.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

    Málsnúmer 2014010005

    Fundargerð dagsett 6. nóvember 2014. Lögð var fram fundargerð 516. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.

    Lagt fram til kynningar.

  • Norður-Brekka, neðri hluti - deiliskipulag

    Málsnúmer 2014030299

    Skipulagstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi Norður-Brekku, neðri hluta, dagsetta 24. september 2014. Með tillögunni fylgir greinargerð og húsakönnun fyrir svæðið, dagsett 24. september 2014.\nTillagan er unnin af Ómari og Ingvari Ívarssonum frá Landslagi ehf.\nHaldinn var íbúafundur þann 5. nóvember 2014 í ráðhúsi Akureyrar þar sem tillagan var kynnt. Ýmsar tillögur komu fram á fundinum sem höfundar skipulagsins kynntu.

    <DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd þakkar höfundum skipulagsins fyrir kynninguna. Afgreiðslu frestað.</DIV></DIV></DIV>