Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Ingi Björnsson fulltrúi Vina Hlíðarfjalls mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við uppsetningu á stólalyftu.
Erindi dagsett 8. maí 2020 frá Ágústi Erni Pálssyni formanni Hjólreiðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um fjallahjólabraut.
Ágúst Örn mætti á fundinn.
Stjórn Hlíðarfjalls felur forstöðumanni að leggja mat á kostnað við þá liði sem snúa að hugsanlegu framlagi Hlíðarfjalls til þessa samstarfs um fjallahjólabraut.
Farið var yfir fjárhagsááætlun 2020 og að auki niðurstöðu ársins 2019.
Starfsmönnum falið að vinna frekari gögn fyrir næsta fund.
Erindi dagsett 28. apríl 2020 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að kaupa gröfu þar sem Vinnueftirlitið hefur bannað notkun á vél, árgerð 1991, sem Hlíðarfjall á. Viðgerðarkostnaður er um 5 milljónir króna.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggur frekari greining á fjárhagsstöðu Hlíðarfjalls.
Umræða um sumaropnun í Hlíðarfjalli 2020.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að halda óbreyttri sumaropnun og felur forstöðumanni að útfæra það á sem hagkvæmastan hátt.
Umræða um hvort endurgreiða eigi vetrarkort vegna COVID-19 eða bregðast við ástandinu með einhverjum öðrum hætti.
Stjórn Hlíðarfjalls leggur til við bæjarráð að veittur verði 30% afsláttur á vetrarkortum 2020 - 2021 til þeirra sem áttu vetrarkort 2019 - 2020. Skilyrði er að kortin verði keypt fyrir 15. október 2020.
Erindi dagsett 25. mars 2020 frá undirbúningsnefnd Andrésar Andar leikanna 2020 þar sem óskað er eftir því að framlag að upphæð 650.000 kr. samkvæmt samningi verði greitt þó svo að leikunum hafi verið aflýst í ljósi COVID-19.
Stjórn Hlíðarfjalls vísar erindinu til bæjarráðs.
Umræða um samning við Skíðafélag Akureyrar vegna aðstöðu í Hlíðarfjalli.
Afgreiðslu frestað.
Farið yfir samningsdrög við Zalibunu ehf.
Stjórn Hlíðarfjalls felur sviðsstjóra og forstöðumanni að fara betur yfir drögin og skoða vel hvernig Zalibuna getur farið saman með uppsetningu hjólabrauta, brettaparks og með gönguleiðum.
Umræða um hvort banna eigi skotveiði í landi Hlíðarfjalls.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að banna alla skotveiði í landi Hlíðarfjalls og felur forstöðumanni að auglýsa það vel.