Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 1. september sl. var samþykkt að skoðað yrði með útboð á einstaka þáttum í starfsemi Hlíðarfjalls, s.s. skíðakennsla, veitingarekstur, snjótroðsla og skíðaleiga.
Lögð fram drög að samningi vegna veitingareksturs í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að ganga til samninga við óstofnað hlutafélag Sölva Antonssonar um veitingarekstur í Hlíðarfjalli og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá samningi.
Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 1. september sl. var samþykkt að skoðað yrði með útboð á einstaka þáttum í starfsemi Hlíðarfjalls, s.s. skíðakennsla, veitingarekstur, snjótroðsla og skíðaleiga.
Lögð fram drög að samningi vegna reksturs skíðaleigu í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að ganga til samninga við Stoðtæki ehf. og Fjallakofann ehf. með skíðaleigu í Hlíðarfjalli og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ganga frá samningi.
Farið yfir stöðu lyftumannvirkja í Hlíðarfjalli.
Stjórn Hlíðarfjalls felur forstöðumanni viðhalds hjá umhverfis- og mannvirkjasviði að fylgja eftir verklokum og lokaúttekt á lyftumannvirkjum í Hlíðarfjalli.
Framlenging forsöluafsláttar vetrarkorta tekin fyrir.
Sjórn Hlíðarfjalls samþykkir að framlengja forsöluafslátt vetrarkorta til og með 1. janúar 2022.