Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 09:15 - 09:45
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 189

Nefndarmenn

    • Oddur Helgi Halldórssonformaður
    • Helgi Snæbjarnarson
    • Sigríður María Hammer
    • Njáll Trausti Friðbertsson
    • Sigfús Arnar Karlsson
    • Guðríður Friðriksdóttir
    • Valþór Brynjarsson
    • Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
  • Sjálfsbjörg Akureyri - aðkoma að verkefnahópum vegna framkvæmda í sveitarfélaginu

    Málsnúmer 2011050042

    Erindi dags. 6. maí 2011 frá Pétri Arnari Péturssyni f.h. Sjálfsbjargar á Akureyri varðandi tillögu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 11. apríl sl.\nBergur Þorri Benjamínsson formaður samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

    <DIV><DIV><DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vill benda á að samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra fer með þessi mál fyrir sveitarfélagið og getur því ekki orðið við erindinu.</DIV></DIV></DIV>

  • Gúmmíkurl á gervigrasvöllum

    Málsnúmer 2011050027

    Rætt um gúmmíkurl sem notað er í gervigrasvöllum. Lögð fram skýrsla frá dönsku umhverfisstofnuninni um áhrif gúmmíkurls sem unnið er úr dekkjum á heilsu og umhverfi. Einnig lögð fram svör umhverfisráðherra við fyrirspurnum Sivjar Friðleifsdóttur um málið.

    <DIV><DIV><DIV><DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar mun fylgja fyrirmælum opinberra aðila um endurnýjun á gúmmíkurli á gervigrasvöllum þegar kemur að eðlilegri endurnýjun gervigrassins.</DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Íþróttahús við Dalsbraut - KA heimili - verðkönnun í endurnýjun á gólfi og bekkjum

    Málsnúmer 2011050051

    Farið yfir stöðuna í endurnýjun á gólfi og bekkjum.

    <DIV><DIV><DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur Valþóri Brynjarssyni verkefnisstjóra viðhalds að vinna áfram að málinu.</DIV></DIV></DIV>

  • Hjúkrunarheimili Vestursíðu

    Málsnúmer 2010050065

    Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 2 fyrir framkvæmdina.

    <DIV><DIV></DIV></DIV>

  • Þrastarlundur 3-5 - viðbygging

    Málsnúmer 2011040037

    Rætt um stöðu á fyrirhugaðri viðbyggingu við sambýlið Þrastarlundi 5.

    <DIV><DIV></DIV></DIV>

  • Lystigarður - kaffihús og minjagripasala

    Málsnúmer 2010110084

    Tekin fyrir að nýju niðurstaða dómnefndar vegna þeirra fjögurra tilboða sem bárust í rekstur kaffihúss og minjagripasölu í Lystigarðinum.\nNjáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

    <DIV><DIV><DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir tillögu dómnefndar um að gengið verði til samninga við Njál Trausta Friðbertsson sem átti tillögu nr. 91969. Tillagan fékk hæstu einkunn dómnefndar og var verðtilboðið einnig það hagstæðasta. </DIV><DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Sigríði Maríu Hammer í verkefnislið fyrir framkvæmdina. </DIV><DIV> </DIV><DIV>Sigfús Karlsson, B-lista, óskar bókað:</DIV><DIV>Eftir allt það sem á undan er gengið í stjórnmálum á Íslandi og þeirri umræðu í þjóðfélaginu að stjórnmálamenn, hvort sem þeir eru í landsmálum eða sveitarstjórnarmálum, um að allt sé gegnsætt og uppi á borðum, er það mín skoðun að þessir aðilar eigi ekki að stofna til nýrra viðskiptasambanda þar sem hagsmunaárekstrar milli stjórnmála og einkareksturs geta komið upp.</DIV><DIV>Þrátt fyrir þessa skoðun mína verður ekki hægt að horfa framhjá að hagstæðasta tilboðið í rekstur kaffihúss og minjagripasölu í Lystigarðinum á Akureyri er það hagstætt og vel unnið í alla staði og gefur afar skýra og greinargóða mynd af þeirri starfsemi sem gengið var út frá að yrði í Lystigarðinum. Einnig er það ljóst að sú fjárfesting sem Fasteignir Akureyrarbæjar hyggjast fara út í mun borga sig með þeim leigugreiðslum sem boðnar eru í hagstæðasta tilboðinu. Á þeim forsendum hversu hagstætt tilboðið er greiði ég atkvæði með tillögu dómnefndar um að taka tillögu nr. 91969 sem kom frá Njáli Trausta Friðbertssyni.</DIV></DIV></DIV>

  • Önnur mál - Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

    Málsnúmer 2011040065

    Farið var í skoðunarferð um bæinn.

    <DIV><DIV></DIV></DIV>