Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram tillaga að breytingu á nefndarmanni í verkefnisliði vegna byggingar samgöngumiðstöðvar.
Lagt er til að Eiríkur Jónsson S-lista taki sæti Höllu Bjarkar Reynisdóttur L-lista frá og með 1. janúar 2017.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir breytingarnar og leggur til að sá formaður sem tekur við um áramót taki sæti núverandi formanns í þeim verkefnisliðum sem hann starfar í.
Lögð fram stöðuskýrsla 6 fyrir stjórn FA dagsett 8. desember 2016.
Lögð fram til kynningar starfsáætlun FA fyrir árið 2017.
Lagt fram til kynningar útboð á ófyrirséðu viðhaldi hjá FA fyrir árin 2017-2018.
Lagt fram erindi dagsett 26. september 2016 frá íþróttaráði þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa í íþróttamannvirki bæjarins samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir beiðnina og leggur til að búnaðarkaup fyrir Hlíðarfjall og Reiðhöllina verði bókfærð á árinu 2016 en búnaðarkaup fyrir Íþróttamiðstöð Giljaskóla og Sundlaug Glerárskóla verði bókfærð á árinu 2017.
Lögð fram drög að hönnunarsamningi við AVH ehf dagsett 24. nóvember 2016.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir samninginn.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðsluna.
Lögð fram beiðni um endurnýjun á hljóðmixerum í Hofi og staðfesting Akureyrarstofu dagsett 28. nóvember 2016. Áætlaður kostnaður við búnaðarkaupin er um 10 milljónir króna.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir búnaðarkaupin.
Á þessum síðasta fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar vill hún þakka starfsfólki Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir gott og farsælt samstarf.