Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 12:00 - 14:00
  • Fjarfundur
  • Fundur nr. 298

Nefndarmenn

    • Hilda Jana Gísladóttirformaður
    • Anna Fanney Stefánsdóttir
    • Sigfús Arnar Karlsson
    • Eva Hrund Einarsdóttir
    • Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
    • Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu
Finnur Dúa Sigurðsson V-lista boðaði forföll sem og varamaður hans. Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að leita afbrigða við útsenda dagskrá og setja á dagskrá mál nr. 2019030063 Barnamenningarhátíð á Akureyri. Var það samþykkt.
  • Beiðni um stuðning við upptökur á sinfónískri tónlist fyrir alþjóðlegan afþreyingariðnað

    Málsnúmer 2020050065

    Erindi dagsett 30. apríl 2020 frá Þuríði H. Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk og Preben Jóni Péturssyni stjórnarformanni MAk þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 3 milljónir króna til að styðja við upptökur á sinfónískri tónlist fyrir alþjóðlegan afþreyingariðnað.

    Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa erindinu til aukaúthlutunar úr Menningarsjóði sem fyrirhugað er að fara í síðar á árinu.

    Fylgiskjöl
  • Iðnaðarsafnið á Akureyri

    Málsnúmer 2004050105

    Minnisblað deildarstjóra Akureyrarstofu, safnstjóra Minjasafnsins og formanns stjórnar Iðnaðarsafnsins lagt fram til umræðu.

    Sóley Björk Stefánsdóttir formaður stjórnar Iðnaðarsafnsins mætti á fundinn og fór yfir stöðu og framtíð Iðnaðarsafnsins.

    Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir afstöðu bæjarráðs og stjórnar Minjasafnsins til þeirrar tillögu sem kemur fram í framlögðu minnisblaði.

  • Markaðsátak eftir COVID-19

    Málsnúmer 2020040169

    Verklagsreglur vegna úthlutunar úr nýjum viðburða- og vöruþróunarsjóði sem ætlað er að efla framboð afþreyingar á árinu 2020 lagðar fram til samþykktar.

    Stjórn Akureyrarstofu samþykkir verklagsreglurnar.

  • Ferðamálafélag Hríseyjar - beiðni um niðurgreiðslu fargjalda í ferjuna í sumar

    Málsnúmer 2020050123

    Fundargerð Hverfisráðs Hríseyjar nr. 135 frá 30. apríl sl. var lögð fyrir bæjarráð þann 7. maí sl. Í fyrsta fundarlið er tekið fyrir innkomið bréf frá Ferðamálafélagi Hríseyjar og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu í Hrísey þar sem kemur fram að rekstraraðilar í ferðaþjónustu hafi miklar áhyggjur af komandi sumri. Í Hrísey er hafin vinna við að búa til skemmtilegar pakkaferðir til Hríseyjar með góðum afsláttum fyrir fólk sem kýs að nota hér ferðaávísun, sem ríkisstjórnin ætlar að gefa út. Jafnframt kemur fram:

    Til að styðja við þetta átak okkar og renna styrkari stoðum undir atvinnulífið í eyjunni, förum við þess á leit við Akureyrarbæ að hann styrki okkur með því

    að greiða fargjöld í Hríseyjarferjuna fyrir alla í einn mánuð í sumar. Slík ráðstöfun myndi skila miklu til eyjarinnar og yrði gott markaðsátak sem hægt

    væri að ráðast í vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Við erum þess fullviss að margir íbúar á Norðurlandi sem ekki hafa komið í Hrísey myndu nýta sér þetta tilboð og einnig aðrir landsmenn.

    Hverfisráð styður erindið heilshugar og vísar því áfram til bæjarráðs.

    Niðurstaða bæjarráðs var að vísa erindinu til stjórnar Akureyrarstofu.

    Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa erindinu í nýjan viðburða- og vöruþróunarsjóð sem hefur það að markmiði að vega á móti neikvæðum afleiðingum COVID-19.

  • Hríseyjarhátíð 2020

    Málsnúmer 2020050152

    Erindi dagsett 27. febrúar 2020 frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur f.h. undirbúningshóps að Hríseyjarhátíð 2020 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000 vegna Hríseyjarhátíðar 2020.

    Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 300.000 til Hríseyjarhátíðar 2020.

  • Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

    Málsnúmer 2011060107

    Skýrsla Flugklasans, staða mars 2020, lögð fram til kynningar.

  • Menningarsjóður 2020

    Málsnúmer 2020030481

    Á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu sem fram fór á netinu á sumardaginn fyrsta voru opinberaðar eftirfarandi viðurkenningar stjórnar Akureyrarstofu.



    Heiðursviðurkenningar menningarsjóðs:

    Gestur Einar Jónasson leikari, fjölmiðla- og safnamaður.



    Viðurkenning Húsverndarsjóðs:

    Snorri Guðvarðsson málarameistari fyrir ævistarf.



    Byggingarlistaverðlaun Akureyrar árið 2020:

    Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt FAÍ, hjá arkitektastofunni AVH ehf. og Bergfesta byggingarfélag fyrir útfærslu fjölbýlishúsaíbúa við Halldóruhaga 8-14.



    Starfslaun listamanna 2020:

    Ásdís Arnardóttir sellóleikari.

    Stjórn Akureyrarstofu óskar viðurkenningarhöfum og bæjarlistamanni innilega til hamingju.

  • Gásakaupstaður - framtíð sjálfseignarstofnunarinnar og Miðaldadaga

    Málsnúmer 2019030230

    Erindi dagsett 7. maí 2020 frá Kristínu Sóleyju Björnsdóttur formanni stjórnar Gásakaupstaðar ses, þar sem tilkynnt er að Miðaldadagar 2020 verða ekki haldnir sökum COVID-19.

  • Ársskýrsla samfélagssviðs

    Málsnúmer 2020050003

    Ársskýrsla samfélagssviðs fyrir árið 2019 lögð fram til kynningar.

  • Uppbygging vegna sögutengdrar ferðaþjónustu

    Málsnúmer 2020050017

    Erindi dagsett 4. maí 2020 frá Birni H. Reynissyni verkefnastjóra á Markaðsstofu Norðurlands þar sem vakin er athygli á möguleikum til uppbyggingar á sögutengdri ferðaþjónustu.

  • Úthlutun úr Safnasjóði 2020

    Málsnúmer 2020050185

    Lagðar fram til kynningar upplýsingar um úthlutun úr Safnasjóði til Listasafnsins á Akureyri og Minjasafnsins á Akureyri.

    Listasafnið fékk samtals 10,9 milljónir króna og Minjasafnið 15 milljónir króna.

    Stjórn Akureyrarstofu fagnar þeim styrkveitingum sem söfnin fengu úthlutað úr Safnasjóði og óskar starfsfólki þeirra til hamingju með árangurinn.

    Fylgiskjöl
  • Barnamenningarhátíð á Akureyri

    Málsnúmer 2019030063

    Vegna COVID-19 faraldursins þurfti að fresta Barnamenningarhátíð sem halda átti í apríl. Akureyrarstofa og samstarfsaðilar leggja til að hátíðin verði haldin í október, þannig að viðburðir verði allar helgar þann mánuð.

    Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að Barnamenningarhátíð fari fram og samþykkir tillöguna.

  • Sigurhæðir - leiga húsnæðis

    Málsnúmer 2019090404

    Erindi dagsett 14. maí 2020 frá Davíð Smárasyni framkvæmdastjóra Hótels Akureyri þar sem tilkynnt er að vegna gjörbreyttra rekstraraðstæðna sé fallið frá tilboði í leigu á Sigurhæðum.

    Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnun að skoða með framhald málsins í ljósi stöðunnar.