Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:15 - 17:40
  • Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 328

Nefndarmenn

    • Hilda Jana Gísladóttirformaður
    • Sigfús Arnar Karlsson
    • Anna Fanney Stefánsdóttir
    • Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson
    • Finnur Sigurðsson
    • Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Þórgnýr Dýrfjörðforstöðumaður Akureyrarstofu ritaði fundargerð
    • Sumarliði Guðmar Helgason
  • Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2022

    Málsnúmer 2021060306

    Teknar fyrir að nýju tillögur stjórnar Akueyrarstofu að hagræðingaraðgerðum vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

    Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi starfs- og fjárhagsáætlun vegna ársins 2022.

    Finnur Dúa Sigurðsson V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

  • Safnastefna Akureyrarbæjar

    Málsnúmer 2014110087

    Bæjarráð hefur lokið umfjöllun um safnastefnu Akureyrarbæjar og á henni hafa orðið nokkrar breytingar bæði vegna stjórnkerfisbreytinga en einnig vegna hagræðingar í rekstri.

    Lagt fram til kynningar.

  • Styrkbeiðni - Iðnaðarsafnið á Akureyri

    Málsnúmer 2021102304

    Lagt fram erindi dagsett 21. október 2021 frá Iðnaðarsafninu á Akureyri þar sem óskað er eftir að gerður verði styrktarsamningur við safnið til 5 ára.

    Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er ekki gert ráð fyrir framlögum til reksturs Iðnaðarsafnsins og getur stjórn Akureyrarstofu því ekki orðið við erindinu. Í drögum að safnastefnu Akureyrarbæjar sem bæjarráð hefur samþykkt kemur fram að kannaður verði fýsileiki þess að Iðnaðarsafnið verði hluti af sameinuðu sögu- og minjasafni eða sameinist Minjasafninu á Akureyri verði fyrrnefndi kosturinn ekki að veruleika. Markmiðið er að vernda einstaka iðnaðar- og atvinnusögu Akureyrar sem Iðnaðarsafnið hefur haldið utan um og miðlað. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við varðveislu og sýnileik þessarar sögu til framtíðar.

  • Samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Akureyrarakademíunnar

    Málsnúmer 2019040047

    Lögð fram til kynningar greinargerð Akureyrarakademíunnar um framkvæmd samstarfssamnings við Akureyrarbæ frá 25. maí 2021.