Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Erindi dagsett 28. janúar 2019 frá Ferðamálafélagi Hríseyjar þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við stjórn Akureyrarstofu jafnframt því sem óskað er eftir því að Akureyrarbær fjármagni 30-50% starf ferðamálafulltrúa í Hrísey.
Fulltrúar Ferðamálafélags Hríseyjar, Linda María Ásgeirsdóttir, Ingimar Ragnarsson og Þröstur Jóhannsson mættu á fundinn.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fulltrúum ferðamálafélagsins fyrir komuna á fundinn. Stjórnin tekur jákvætt í að gerður verði samningur við Ferðamálafélag Hríseyjar og felur deildarstjóra Akureyrarstofu að vinna tillögu að drögum. Stjórnin felur jafnframt starfsmönnum Akureyrarstofu að kanna með leiðir til að sækja um, fyrir verkefni tengd Hrísey, í gegnum byggðaáætlun.
Eva Hrund Einarsdóttir mætti á fundinn kl. 14:20.
Lagt fram til kynningar fjögurra mánaða uppgjör MAk.
Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
MAk óskar eftir því við Akureyrarbæ að rými í kjallara Hofs gegnt salernum verði útbúið þannig að hægt sé að nota það sem æfingarými fyrir starfsemi MAk.
Fyrir liggur minnisblað frá UMSA með kostnaðaráætlun.
Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að farið verði í þessar framkvæmdir þar sem breytingin mun stuðla að bættri nýtingu menningarhússins í þágu barna og ungmenna sem sækja leiklistarskóla LA. Húsnæðið er þegar í eigu Akureyrarbæjar og því þarf ekki að leigja annað húsnæði undir skólann og breytingin eykur möguleika Menningarfélags Akureyrar á tekjuöflun.
Lagt fram minnisblað undirritað af Hlyni Hallssyni safnstjóra Listasafnsins, Mörtu Nordal leikhússtjóra, Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk. Í minnisblaðinu er rakið hve illa hefur gengið að fá fjölmiðla sem vinna á landsvísu, að RÚV undanskildu, til að senda gagnrýnendur til Akureyrar til að sjá og gagnrýna listræn verkefni hér. Þá er lögð fram hugmynd að því hvernig úr þessu megi bæta.
Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu tekur undir mikilvægi þess að fjölmiðlar sem starfa á landsvísu sinni faglegri gagnrýni á listrænum verkefnum með sama hætti á landsbyggðunum og á höfuðborgarsvæðinu. Er starfsmönnum falið að kanna hug fjölmiðlanefndar og menntamálaráðuneytis til þeirrar hugmyndar sem stjórnendurnir lögðu fram.
Erindi ódagsett frá Viðburðastofu Norðurlands þar sem óskað er eftir þriggja ára samningi til að halda vetraríþróttahátíðina Iceland Winter Games / Íslensku Vetrarleikana (IWG).
Stjórn Akureyrarstofu tekur jákvætt í erindið og felur starfsmönnum að gera drög að samningi.
Sem kunnugt er kom blaðamaðurinn Tinni við á Akureyri í sögunni um Dularfullu stjörnuna. Fram hefur komið sú hugmynd að reisa styttu af Tinna og félögum við Torfunefsbryggju, í samstarfi við Hafnasamlag Norðurlands, til minningar um þessa heimsókn.
Stjórn Akureyrarstofu er spennt fyrir því að stytta af Tinna og félögum rísi á Torfunefsbryggju og felur starfsmönnum til að byrja með að kanna hvaða formlegu leiðir þarf að fara gagnvart höfundarrétti og senda formlegt erindi til stjórnar hafnasamlagsins.
Erindi dagsett 31. janúar 2019 frá Bernharði Má Sveinssyni f.h. Exton ehf. þar sem lagt er fram tilboð til Akureyrarbæjar sem felur í sér að gert verði samkomulag milli Akureyrarbæjar og fyrirtækisins um ákveðinn fjölda leiga á sviðsvagni til nota á hátíðum og viðburðum, með það að markmiði að fyrirtækið geti haft vagninn staðsettan á Akureyri árið um kring.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram minnisblað starfshóps þar sem fram kemur með hvaða hætti Akureyrarbær getur komið að listnámi í bænum.
Samkvæmt Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Karl Liljendal Hólmgeirsson sem þróunarleiðtoga jafnréttismála.
Til umræðu hefur verið að Minjasafnið taki við umsjón með Leikfangasýningunni sem boðið er upp á í Friðbjarnarhúsi a.m.k. á meðan samningur Leikfangasýningarinnar og Akureyrarbæjar um afnot af húsnæðinu gildir. Af þessu tilefni hefur borist fyrirspurn til stjórnar Akureyrarstofu frá Minjasafninu um hvort það geti gengið inn í samninginn um afnotin.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir beiðnina.