Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 17:00 -
  • Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
  • Fundur nr. 96

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirformaður
    • Helga Mjöll Oddsdóttir
    • Þórarinn Stefánsson
    • Guðrún Þórsdóttir
    • Jóhann Jónsson
    • Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
  • Samstarfssamningur sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál 2011-2013

    Málsnúmer 2011040136

    Lagður fram til staðfestingar samningur sveitarfélaganna sem gerður er í tengslum við samstarfssamning mennta- og menningarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins annars vegar og Eyþings hins vegar um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings kom á fundinn og kynnti samninginn og starfsemi Menningarráðs Eyþings.

    <DIV&gt;Stjórn Akureyrarstofu staðfestir samning sveitarfélaganna&nbsp;fyrir sitt leyti. Jafnframt þakkar stjórnin Ragnheiði Jónu fyrir greinargóða kynningu á starfsemi menningarráðsins og kynningu á samningi Eyþings og ráðuneytanna. Framlag ráðuneytanna er samtals 26,6 mkr. og framlag sveitarfélaganna samtals 10,6 mkr. en þar af greiðir Akureyrarsbær 6,5 mkr.</DIV&gt;

  • Vorkoma stjórnar Akureyrarstofu 2011

    Málsnúmer 2011040138

    Farið yfir undirbúning fyrir Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu sem haldin verður þann 12. maí nk. Venjan er að halda Vorkomuna á sumardaginn fyrsta, en henni var frestað að þessu sinni þar sem sumardaginn bar upp á skírdag. \nHulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir umsóknir um starfslaun og tillögur um heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs og viðurkenningar Húsverndarsjóðs.

    <DIV&gt;Afgreiðslu frestað til næsta fundar.</DIV&gt;

  • Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar í menningarmálum - endurnýjun 2010

    Málsnúmer 2010110047

    Menntamálaráðuneytið gerir það að tillögu sinni að fyrri samningur verði framlengdur um 1 ár óbreyttur í ljósi þess að ekki liggur fyrir hver framlög til nýs samnings á ári 2 og 3 geta orðið. Jafnframt að lengri samningur muni ekki breyta framlögum ársins 2011. Hins vegar verði nýjum samningi lokið fyrir 1. ágúst nk.

    <DIV&gt;Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögu ráðuneytisins fyrir sitt leyti. Stjórnin leggur hins vegar áherslu á að þegar verði látið reyna á hvort ráðuneytið taki yfir&nbsp;kostnað vegna skylduskila sem Amtsbókasafnið annast fyrir hönd ríkisins en Akureyrarbær tekur þátt í að greiða og að nýr 3ja ára samningur liggi fyrir eigi síðar en 1. ágúst nk. eins og&nbsp;endurnýjunartillagan gerir ráð fyrir.</DIV&gt;

  • Skipulagsbreytingar í Listagili - hugmyndavinna 2011

    Málsnúmer 2011040137

    Farið yfir hugmyndir um breytingar í Listagilinu sem fela það m.a. í sér að Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðin í Listagili verði sameinuð.

    <DIV&gt;Umræðu haldið áfram á næsta fundi.</DIV&gt;

  • Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar 2011

    Málsnúmer 2011020012

    Guðrún Þórsdóttir fulltrúi V-lista lagði til að leitað verði formlega til ungmennaráðs Akureyrar um að taka þátt í vinnu við endurskoðun menningarstefnunnar.

    <DIV&gt;Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna og felur Þórgný Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að útfæra leiðir til þess.</DIV&gt;