Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Fulltrúar aðgerðarhóps bæjarstjórnar komu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir tillögum hópsins, sem samþykktar voru í bæjarráði 19. maí 2016.
Fundinn sátu undir þessum lið Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Magnús Kristjánsson ráðgjafi frá KPMG.
Auk þess sátu eftirfarandi starfsmenn fundinn: María Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri ferðamála, Aðalbjörg Sigmarsdóttir héraðsskjalavörður, Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnisstjóri markaðs- og kynningarmála, Þórhildur Gísladóttir umsjónarmaður upplýsingamiðstöðvarinnar, Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar gestum fyrir komuna og greinargóða kynningu.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár var gert ráð fyrir að tekinn yrði upp aðgangseyrir á Listasafninu á Akureyri.
Hlynur Hallsson forstöðumaður safnsins mætti á fundinn til að fara yfir nánari útfærslu.
Til að byrja með verður innheimtur aðgangseyrir í sumar í tilraunaskyni.
Almennt verð verður kr. 1.000. Frítt fyrir 18 ára og yngri og 67 ára og eldri. Einnig frítt fyrir námsmenn og öryrkja. Eftirtalda daga í sumar verður aðgangur ókeypis í safnið:
11. júní - opnun sýningarinnar Nautn - Conspiracy of Pleasure.
23. júní - Jónsmessa, opið alla nóttina.
16. júlí - opnun Listasumars.
27. og 28. ágúst - Akureyrarvaka og opnun sýningarinnar Formsins vegna - Gunnar Kr.
Óskað er eftir umsögn stjórnar Akureyrarstofu um mannauðsstefnu Akureyrarbæjar.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju sinni með drögin, uppsetning er góð, ábyrgð víðast hvar skýr en til bóta væri að stytta textann og sameina kafla ef kostur er. Framkvæmdastjóra falið að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 19. maí 2016 og skýrsla frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem kynnt er staða verkefna flugklasans AIR66.
Bréf dagsett 30. mars 2016 frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur f.h. undirbúningsnefndar Hríseyjarhátíðar 2016, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 til hátíðarinnar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 300.000 til hátíðarinnar.
Með auknum fjölda ferðamanna hefur mjög færst í vöxt að gestir gisti í ferðabílum af öllu tagi á ýmsum almennum bílastæðum bæjarins. Samkvæmt Lögreglusamþykkt Akureyrar er þetta óheimilt en þar segir í 10. gr.: "Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri innan lögsagnarumdæmis Akureyrarbæjar, utan sérmerktra svæða."
Aðstaða fyrir húsbíla og hjólhýsi sem opin er allt árið er til staðar á tjaldsvæði bæjarins við Hamra og því réttast að beina gestum þangað.
Stjórn Akureyrarstofu hvetur til þess að spornað verði við þessari þróun og felur starfsfólki Akureyrarstofu að boða til fundar þá aðila sem með málið hafa að gera þannig að skilgreina megi þær leiðir sem gera lögreglunni kleift að grípa inn í og beina gestum á réttar slóðir.