Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Farið yfir drög að nýjum samningi við LA.
<DIV><DIV><DIV>Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Helena Þ. Karlsdóttir S-lista óskar bókað:</DIV><DIV>Mikilvægt er að á Akureyri sé starfandi atvinnuleikhús. Leikfélag Akureyrar hefur verið lyftistöng menningarlífs í bænum og laðað til sín mikinn fjölda áhorfenda, bæði bæjarbúa sem og gesti. Því tel ég að taka verði hinn mikla fjárhagsvanda LA föstum tökum, rétta eigi af fjárhag félagsins á sem stystum tíma og fara í árangursríkar aðgerðir. Það er mín skoðun að semja hefði átt við LA á grundvelli tillagna sem gerðu ráð fyrir að leikfélagið yrði skuldlaust eftir eitt ár. Samkvæmt fyrirliggjandi samningi er gert ráð fyrir lengri björgunartíma, meiri óvissu og meiri hætta er á að markmiðin náist ekki. Ég tel að bærinn sé í raun að taka á sig skuldir LA án þess að tryggt hafi verið að rekið verði metnaðarfullt atvinnuleikhús í bænum til framtíðar og greiði því ekki atkvæði með samningnum.</DIV></DIV></DIV>
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu fyrir fyrstu 3 mánuði ársins 2012.
<DIV></DIV>
Hannes Sigurðsson forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar kom á fundinn til að ræða hvernig fyrstu mánuðurnir í rekstri Sjónlistamiðstöðvarinnar hafa komið út, hvernig horfurnar eru, hið svonefnda "Plastmál" og kynna nýjasta verkefni miðstöðvarinnar sem kallast Sjónpípan.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hannesi fyrir komuna á fundinn og gagnlegar umræður og óskar Sjónlistamiðatöðinni til hamingju með Sjónpípuna.</DIV>
Skipaður vinnuhópur til að halda utan um næstu skref í vinnu við endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar. Hópurinn undirbúi opinn stefnumótunarfund þar sem unnið verður nánar úr tillögum sem fram komu á hugarflugsfundi með hagsmunaaðilum.
Hildur Tryggvadóttir kom á fundinn kl. 18:15.
Lagt fram til kynningar yfirlit um átaksverkefni sem ákveðin hafa verið og hafa verið sett í gang á yfirstandandi ári.
<DIV></DIV>
Rætt um Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög), 657. mál og Frumvarp til laga um veiðigjöld (heildarlög), 658. mál og möguleg áhrif þeirra á Eyjafjarðarsvæðinu.
<DIV><DIV><SPAN lang=IS><P>Stjórn Akureyrarstofu tekur undir bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 17. apríl sl. og leggur þunga áherslu á að Ríkisstjórn Íslands og Alþingi láti vinna hlutlausa úttekt á áhrifum frumvarpanna á rekstrarskilyrði útgerðarinnar og þar með atvinnu og byggð í landinu. Niðurstöður þessarar úttektar verði gerðar aðgengilegar áður en kemur að endanlegri ákvörðun í málinu.</P></SPAN></DIV></DIV>
Rætt um stöðuna á undirbúningi Vaðlaheiðarganga.
<DIV><DIV><SPAN lang=IS><P>Stjórn Akureyrarstofu skorar á þingmenn að samþykkja frumvarp til laga, sem nú er til umræðu, um heimild til handa ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Vaðlaheiðargöng eru ekki á samgönguáætlun enda eru þau ekki fjármögnuð af ríkissjóði þar sem þau byggja á greiðslu veggjalda. Framkvæmdin getur því ekki tekið fjármagn frá öðrum brýnum vegaframkvæmdum. Stjórnin bendir jafnframt á að engar aðrar framkvæmdir eru á döfinni sem veggjöld geta staðið undir. Stjórn Akureyrarstofu tekur undir brýna þörf fyrir gerð Norðfjarðar- og Dýrafjarðarganga og lýsir yfir stuðningi við þær framkvæmdir.</P></SPAN></DIV></DIV>