Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 18:00
  • Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
  • Fundur nr. 91

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirformaður
    • Sigmundur Ófeigsson
    • Jón Hjaltason
    • Jóhann Jónsson
    • Sóley Björk Stefánsdóttir
    • Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
  • Starfshópur Akureyrarstofu um atvinnumál

    Málsnúmer 2010060120

    Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og skilað skýrslu um vinnu sína. \nGeir Kristinn Aðalsteinsson formaður starfshópsins mætti á fundinn og gerði ásamt Sigmundi Ófeigssyni grein fyrir niðurstöðunum. \nMeginatriði í tillögum hópsins eru:\nað nauðsynlegt sé að aðkoma bæjaryfirvalda að atvinnumálum sé þverpólitísk, að atvinnustefna nái yfir meira en eitt kjörtímabil, að málaflokkurinn verði í umsjón stjórnar Akureyrarstofu og verkefnisstjóri atvinnumála staðsettur á Akureyrarstofu. Auka þarf tengsl bæjaryfirvalda við atvinnulífið og efla þarf þekkingu á atvinnulífinu á Akureyri og greina betur samsetningu þess. Hópurinn leggur til að fulltrúum í stjórn Akureyrarstofu verði fjölgað þannig að allir flokkar eigi þar fulltrúa. Viðbótarfulltrúarnir verði áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt.

    <DIV&gt;Stjórn Akureyrarstofu þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og greinargóða skýrslu. Stjórnin mun taka tillögur hópsins til umfjöllunar og frekari úrvinnslu.</DIV&gt;

    Formaður vék af fundi kl. 17:15 og varaformaður tók við stjórn.

  • Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2011-2014

    Málsnúmer 2011010071

    Kynnt var staða í vinnu við starfsáætlun og farið yfir efnisatriði hennar. Jafnframt var kynnt nýtt form frá því sem áður var.

    <DIV&gt;Stjórn Akureyrarstofu samþykkir þau efnisatriði sem fram koma í starfsáætluninni og felur formanni og framkvæmdastjóra að ljúka við frágang hennar.</DIV&gt;