Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 19:00
  • Hótel KEA
  • Fundur nr. 111

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirformaður
    • Jón Hjaltason
    • Sigmundur Ófeigsson
    • Helena Þuríður Karlsdóttir
    • Sóley Björk Stefánsdóttir
    • Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
  • Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar í menningarmálum - endurnýjun 2012-2014

    Málsnúmer 2010110047

    Lögð fram til umræðu drög að endurnýjuðum samningi sem gert er ráð fyrir að gildi til næstu þriggja ára.

    <DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að nú er lagt upp með að gera samning til þriggja ára en gerir athugasemdir við fjárhæðir í þeim drögum sem fyrir liggja. Framkvæmdastjóra Akureyrarstofu og formanni stjórnar falið að koma þeim athugasemdum á framfæri við mennta- og menningarmálaráðuneytið og halda áfram viðræðum . Að öðru leyti telur stjórnin mikilvægt að ljúka samningum sem allra fyrst.</DIV></DIV>

  • Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - samningur um starfsemi 2012-2014

    Málsnúmer 2011120063

    Rætt um áherslur í nýjum samningi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands en nú er stefnt að því að gera aftur þriggja ára samning við hljómsveitina.

    <DIV>Framkvæmdastjóra Akureyrarstofu og formanni stjórnar falið að halda áfram samningaviðræðum við fulltrúa SN með það að markmiði að samningum ljúki sem allra fyrst.</DIV>

  • Akureyrarstofa - rekstraryfirlit 2011

    Málsnúmer 2011040139

    Lagt fram til kynningar 11 mánaða rekstraryfirlit fyrir menningarmál og atvinnumál.

    <DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar framkvæmdastjóra fyrir yfirferðina en útlit er fyrir að fjárhagsáætlun standist í meginatriðum.</DIV>

  • Fjárhagsáætlun 2012 - Akureyrarstofa

    Málsnúmer 2011080087

    Afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 var lokið í bæjarstjórn þann 6. desember sl. Farið yfir helstu niðurstöður.

    <DIV> </DIV>

  • Áheyrnarfulltrúar skv. nýjum sveitarstjórnarlögum

    Málsnúmer 2011120022

    Formaður fór yfir hugmyndir um skipun áheyrnarfulltrúa í stjórn Akureyrarstofu skv. nýjum sveitarstjórnarlögum en samkvæmt þeim mun öllum flokkum sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn bjóðast að skipa áheyrnarfulltrúa í nefndir og ráð þar sem þeir eiga ekki fasta fulltrúa.

    <DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að öllum flokkum verður gert kleift að koma að umræðum um verkefni stjórnarinnar.</DIV></DIV>

  • Verkefnisstjórn um mótun atvinnustefnu

    Málsnúmer 2011110167

    Sigmundur Ófeigsson formaður verkefnisstjórnarinnar og Sævar Pétursson verkefnisstjóri atvinnumála fóru yfir stöðu mála og greindu frá næstu skrefum í vinnunni. Verkefnisstjórnin stefnir að því að skila stjórn Akureyrastofu áfangaskýrslu með tillögum um áframhaldið í lok janúar 2012.

    <DIV> </DIV>

  • Atvinnuátaksverkefni Akureyrarbæjar og Vinnumálastofnunar 2011

    Málsnúmer 2011010068

    Lagt fram yfirlit um atvinnuátaksverkefni sem Akureyrarstofa hefur komið að á árinu 2011. Jafnframt rætt um áherslur í atvinnuátaksverkefnum á næsta ári. All fjölbreytt verkefni hafa verið í gangi á þessu ári en alls eru það 12 aðilar sem hafa staðið fyrir átaksverkefnum með stuðningi frá stjórn Akureyrarstofu.\nSævar Pétursson verkefnisstjóri atvinnumála á Akureyrarstofu kom á fundinn og gerði grein fyrir verkefnum og fjárhagsstöðu átaksverkefnanna.

    <DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sævari greinargóðar upplýsingar og umræður.</DIV>

  • Leiga húsnæðis grunnskóla og æskulýðs- og íþróttamannvirkja til gistihópa

    Málsnúmer 2011110096

    6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. nóvember 2011:\nFyrir fundinn voru lagðar reglur um leigu húsnæðis grunnskóla og æskulýðs- og íþróttamannvirkja til endurskoðunar, en þessar reglur voru síðast endurskoðaðar árið 2008.\nSkólanefnd samþykkir að stofna vinnuhóp til að endurskoða reglurnar og að hópurinn verði þannig skipaður að í honum eigi skólanefnd, íþróttaráð, samfélags- og mannréttindaráð, Akureyrarstofa, skólastjórar grunnskóla og ÍBA fulltrúa. Skólanefnd samþykkir að fulltrúi nefndarinnar verði Preben Jón Pétursson og verður hann formaður vinnuhópsins.

    Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Helenu Þ. Karlsdóttur í starfshópinn fyrir sína hönd og Jón Hjaltason til vara.

  • Þrettándagleði Þórs 2012 - styrkbeiðni

    Málsnúmer 2011120055

    Ódags. erindi frá Páli Jóhannessyni f.h. Körfuknattleiksdeildar Þórs, þar sem óskað er eftir að Akureyrarstofa styðji við Þrettándagleði Þórs með svipuðum hætti og undanfarin ár.

    <DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja hátíðina um 150 þús. kr. eins og undanfarin ár.</DIV></DIV>

  • Hátíðahöld um verslunarmannahelgina - samningur við Vini Akureyrar

    Málsnúmer 2011120061

    Í vinnu við undirbúning fyrir hátíðahöld um verslunarmannahelgar síðustu ára hefur komið upp sú hugmynd að Akureyrarbær og félagið Vinir Akureyrar geri með sér samning um framkvæmd hátíðahaldanna 2-3 ár fram í tímann. Í tengslum við undirbúning fyrir hátíðina á næsta ári var ákveðið að hefja vinna við samningsdrög.

    <DIV>Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum Akureyrarstofu að vinna áfram að samningnum.</DIV>