Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Erindi dags. 28. mars 2012 frá Svavari Alfreð Jónssyni sóknarpresti í Akureyrarkirkju og Rafni Sveinssyni formanni sóknarnefndar Akureyrarkirkju þar sem fram kemur að síðustu ár hafi Akureyrarkirkja lengt opnunartíma kirkjunnar til kl. 20:00 á kvöldin, haft opið um helgar og ráðið ferðamannaprest í hlutastarf á sumrin. Leitað hefur verið eftir stuðningi nokkurra aðila við þessa þjónustu og þar á meðal stjórnar Akureyrarstofu.
<DIV><DIV>Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til að kirkjan geti verið opinn ferðamönnum lengur en ella hefði verið í sumar. </DIV><DIV>Hildur Friðriksdóttir V-lista og Jóhann Jónsson S-lista óska bókað:</DIV><DIV><SPAN style="FONT-FAMILY: " AR-SA? mso-bidi-language: EN-GB; mso-fareast-language: mso-ansi-language: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 12pt; FONT-SIZE: Times>Þar sem við teljum óeðlilegt að Akureyrarbær leggi til fjármagn til að standa straum af kostnaði við prestþjónustu greiðum við atkvæði gegn þessari styrkveitingu.</SPAN></DIV></DIV>
Lögð fram tillaga vinnuhóps sem skipaður var á síðasta fundi um hvernig vinnu verður haldið áfram við endurskoðunina. Í grófum dráttum er tímaáætlun hópsins með eftirfarandi hætti:\n\nMaí 2012: Lokið við úrvinnslu á þeim tillögum sem fram komu á opnum hugarflugsfundi í nóvember sl. og skýrslum vinnuhópa um sama efni.\nJúníbyrjun 2012: Lögð fram frumdrög að nýrri stefnu í stjórn Akureyrarstofu og þau send ólíkum aðilum til umsagnar.\nSeptember 2012: Unnið úr umsögnum og mögulegum breytingatillögum stjórnar Akureyrastofu. Drögin lögð fram á opnum stefnumótunarfundi 15. september.\nNóvember 2012: Lok vinnunnar og stefna lögð fram í bæjarstjórn Akureyrar.\n
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi tímaáætlun.</DIV>
Lagt fram til kynningar minnisblað um störf verkefnisstjóra atvinnumála. Í því eru teknar saman upplýsingar sem svara spurningum sem fulltrúi S-lista lagði fram í stjórn Akureyrarstofu þann 12. janúar 2012, að því leyti sem þær koma ekki fram í áfangaskýrslu verkefnisstjórnar um atvinnumál sem lögð var fram á síðasta fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 2. maí sl.
<DIV></DIV>
Stjórn Leikfélags Akureyrar hefur boðið stjórn Akureyrarstofu að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu á fundum stjórnar LA fram að næsta aðalfundi félagsins og á meðan undirbúnar eru tillögur um að breyta LA í sjálfseignarstofnun.
Lögð fram til afgreiðslu samþykkt fyrir Héraðsskjalasafnið á Akureyri. Hún hefur verið endurskoðuð með hliðsjón af breyttri skipan sveitarfélaga, en er efnislega óbreytt frá fyrri samþykkt.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti.</DIV>
Farið var í heimsókn á Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið á Akureyri. Aðalbjörg Sigmarsdóttir héraðsskjalavörður og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður tóku á móti stjórninni og kynntu starfsemina á söfnunum og leiddu skoðunarferð um húsið.\n\nMeðal þess sem fram kom um Amtsbókasafnið var að gestafjöldi hefur lítillega dregist saman eftir að hafa náð ákveðnu hámarki árið 2009. Hins vegar hafa útlán aukist úr um 186 þús. árið 2005 í um 230 þús. árið 2011. Rekstrarkostnaður að frádreginni húsaleigu hefur staðið í stað eða lækkað þannig að marmkið um aðhald í rekstri hafa gengið eftir. \n \nMeðal þess sem fram kom um Héraðsskjalsafnið var að það þjónar 5 sveitarfélögum í Eyjafirði og eru allar skrifstofur, stofnanir, nefndir og fyrirtæki á vegum þeirra skyldug til að afhenda skjöl sín til safnsins. Rekstrarkostnaður safnsins hefur að mestu staðið í stað ef frá er dregin húsaleiga. Hins vegar hefur ríkið dregið úr framlögum til skjalasafna á landinu og Fjallabyggð dró sig út úr samstarfi um Héraðsskjalasafnið og því hefur hlutur sveitarfélaganna í rekstrinum aukist nokkuð á síðustu árum. Starfsmenn safnsins eru 2 og 2.173 skjalanúmer voru lánuð til 653 gesta á lestrarsal á síðasta ári.
<DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Aðalbjörgu og Hólmkeli afar gagnlegar og upplýsandi umræður og upplýsingar sem kynntar voru á fundinum.</DIV></DIV>