Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:15 - 18:45
  • Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
  • Fundur nr. 200

Nefndarmenn

    • Unnar Jónssonformaður
    • Anna Hildur Guðmundsdóttir
    • Sigfús Arnar Karlsson
    • Eva Hrund Einarsdóttir
    • Hildur Friðriksdóttir
    • Eva Dögg Fjölnisdóttiráheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Þórgnýr Dýrfjörðframkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
  • Listasafn - endurbætur

    Málsnúmer 2014010168

    Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri mættu á fundinn og fóru yfir fyrirhugaðar endurbætur á húsnæði Listasafnsins.

    Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Hlyni og Guðríði fyrir greinargóða kynningu og gagnlegar umræður.

    Þegar hér var komið í dagskránni vék Sigfús Arnar Karlsson B-lista af fundi kl. 17:10.

  • Listasafnið á Akureyri - sýningaráætlun 2016

    Málsnúmer 2015120070

    Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á á Akureyri mætti á fundinn og kynnti sýningaráæltun og dagskrá ársins 2016.

    Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hlyni greinargóða kynningu og óskar Listasafninu til hamingju með spennandi sýningarár framundan.

  • Staðsetning og ástand útilistaverka - vinnuhópur 2014

    Málsnúmer 2014070158

    Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti helstu niðurstöður hópsins.

    Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hlyni greinargóða kynningu.

  • Listasumar 2016

    Málsnúmer 2014080143

    Rætt um fyrirkomulag og verkefnisstjórnun Listasumars 2016.

  • Dynheimar - tónlistarhús

    Málsnúmer 2015110005

    Lagt fram til kynningar erindi ódagsett frá Finni Inga Erlendssyni f.h. hóps sem ritað hefur undir áskorun um að nýta Hafnarstræti 73 sem tónlistarhús og endurvekja tónlistarmenningu Akureyrar.

  • Norðurlands Jakinn - aflraunamót 2016 - styrkbeiðni

    Málsnúmer 2015100156

    Erindi í tölvupósti dagsett 26. október 2015 frá Magnúsi Ver Magnússyni fyrir hönd Félags íslenskra kraftamanna þar sem óskað er eftir styrk til að halda aflraunamótið Norðurlands Jakinn víðsvegar um Norðurland í ágúst 2016.

    Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 80.000 til verkefnisins.