Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Gunnar Frímannsson formaður stjórnar SN kom á fundinn og fór yfir rekstraráætlun hljómsveitarinnar, ársskýrslu fyrir árið 2011 og þau mál sem efst eru á baugi hjá hljómsveitinni. Nokkur halli var á rekstri hljómsveitarinnar á síðasta ári og miðar áætlanagerð stjórnarinnar við að ná saman þeim halla á sem skemmstum tíma um leið og stefnt er að uppbyggingu og áframhaldandi metnaðarfullri starfsemi.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar Gunnari greinargóðar upplýsingar og óskar hljómsveitinni velfarnaðar í starfi sínu.</DIV>
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Hofs og Karl Frímannsson formaður stjórnar komu á fundinn til að fara yfir rekstur félagsins, starfsemina á síðasta ári og þau mál sem efst eru á baugi um þessar mundir. Fram kom að rekstur félagsins gekk mjög vel á fyrsta starfsárinu og gestafjöldi um 200.000 talsins eins og áður hefur komið fram.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar Ingibjörgu og Karli fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.</DIV>
Á síðasta ári breytti Alþingi lögum um almenningsbókasöfn og lutu breytingarnar m.a. að því að ráðherra mennta- og menningarmála gefi út gjaldskrá um dagsektir og bætur fyrir afnot safnaefnis fram yfir skilafrest og að samanlagðar dagsektir fyrir afnot safnaefnis fram yfir skilafrest á hvern lánþega og bætur vegna skemmds eða glataðs safnakosts skuli ákveðnar í reglugerð. Ekki var leitað álits sveitarfélaganna og höfðu sveitarfélögin enga aðkomu að ákvörðuninni. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 er stjórnvöldum gert að taka ávallt mið af sjálfstjórn sveitarfélaga og sérstaklega getið um það að sveitarfélög hafa sjálfstæða tekjustofna og sjálfsforræði á gjaldskrám sem þeim er heimilt að setja. \nÞakið var ákveðið kr. 4.000 og er óháð því hversu mikil vanskil fólks eru á bókum og öðrum safnkosti. Þessi regla um hámarkssektir hefur komið mjög niður á tekjuöflun Amtsbókasafnsins á Akureyri.
<DIV><SPAN lang=EN><P>Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir óánægju með að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga hafi ekki verið virtur þegar breytingar á lögum um almenningsbókasöfn nr. 36/1997 voru samþykktar á Alþingi þann 7. júní 2011. </P><P>Við framlagningu frumvarpsins á Alþingi var ekki gert ráð fyrir að lögin kvæðu á um hámark sekta og bóta en svo virðist sem ákveðins misskilnings hafi gætt í meðförum Alþingis um að um innheimtu sekta og bóta færi samkvæmt sömu viðmiðum og um þjónustugjöld. Stjórn Akureyrarstofu telur það miður að fullrúum sveitarfélaganna hafi ekki verið gefinn kostur á að koma fyrir Alþingi til að ræða breytingarnar á frumvarpinu. Engar skýringar eru fyrirliggjandi um hvernig hámarksfjárhæðin var ákveðin. </P><P>Það er álit stjórnar Akureyrarstofu að það orki tvímælis að ráðherra sé ætlað að fjalla um sektir og bætur sveitarfélaga, eins og hér um ræðir, í gjaldskrá og reglugerð þar sem það samræmist ekki sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga að ríkisvaldið grípi með þeim hætti inn í fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og stofnana þeirra.</P><P>Stjórn Akureyrarstofu hvetur Alþingi til að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og taka umrætt lagaákvæði til endurskoðunar.</P></SPAN></DIV>
Formaður fór yfir stöðuna á vinnu við endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar.
<DIV></DIV>
Rætt um undirbúning vegna starfslauna listamanna fyrir árið 2012 og um ráðgjafahóp sem fari yfir umsóknir um starfslaun listamanna.
Athafna- og nýsköpunarverðlaun stjórnar Akureyrarstofu verða afhent þriðja sinni. Skipað í ráðgjafahóp innan stjórnarinnar sem undirbýr valið í báðum flokkum.