Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:00 - 09:30
  • Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
  • Fundur nr. 102

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirformaður
    • Helga Mjöll Oddsdóttir
    • Þórarinn Stefánsson
    • Guðrún Þórsdóttir
    • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Skipulagsbreytingar í Listagili - hugmyndavinna 2011

    Málsnúmer 2011040137

    Framhald umræðna af síðasta fundi stjórnar. Farið var yfir stöðu mála og formaður lagði fram tillögu um næstu skref í skipulagsbreytingunum. Tillagan er eftirfarandi: \nLagt er til að Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðin í Listagili verði sameinuð í eina stofnun. Markmið breytinganna er að efla Listagilið sem miðstöð sjónlista utan höfuðborgarsvæðisins þar sem meðal annars verði lögð aukin áhersla á grasrótarstarf og fræðslu- og uppeldisstarf. Starf forstöðumanns sameiginlegrar stofnunar verði auglýst laust til umsóknar og rekstur hennar verði á höndum bæjarins.

    <P&gt;Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra að fara í þær skipulagsbreytingar sem lagðar eru til. Stjórnin telur að með þessari breytingu náist það markmið að Gilið birtist sem ein heild sem styrkir aftur ímynd Akureyrar. </P&gt;<P&gt;Helena Karlsdóttir fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:&nbsp;<BR&gt;Listagilið þjónar mikilvægu hlutverki sem staður viðburða, sköpunar og tilrauna. Ég samþykki fyrirliggjandi tillögu um sameiningu Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í Listagilinu í eina stofnun á þeim forsendum og í trausti þess að unnið verði í samræmi við niðurstöðu skýrslu grasrótarhóps listamanna í Gilinu "Skapandi sókn í Listagilinu", að áformum um menningar-, fræðslu- og uppeldisstarf á sviði sjónlista verði fylgt eftir og að ná megi fram hagræðingu með sameiningunni. Ég legg áherslu á að hin nýja stofnun verði á vegum Akureyrarbæjar og að öll störf verði auglýst og faglega staðið að ráðningum. Listagilið býður upp á mikla möguleika og er mikilvægur þáttur í ferðamannabænum Akureyri. Ég treysti því að með sameiningu stofnananna muni starfsemin eflast og dafna og vera bakhjarl starfandi listafólks á Akureyri.</P&gt;

  • Icelandair Hótel Akureyri - atvinnu- og ferðamál

    Málsnúmer 2011070020

    Icelandair Hótel Akureyri er nýtt hótel sem opnaði á Akureyri þann 10. júní 2011. Hótelið mun bjóða upp á 101 herbergi alls og hafa um 25 manns hafið þar störf.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Stjórn Akureyrarstofu óskar Icelandair Hotels til hamingju með nýja hótelið og fagnar fjölgun stöðugilda á Akureyri.</DIV&gt;</DIV&gt;