Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 17:00 - 19:00
  • Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
  • Fundur nr. 106

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirformaður
    • Jón Hjaltason
    • Sigmundur Ófeigsson
    • Helena Þuríður Karlsdóttir
    • Sóley Björk Stefánsdóttir
    • Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
  • Leikfélag Akureyrar - stuðningur við rekstur 2011-2012

    Málsnúmer 2011090120

    Lagður fram til kynningar samningur við Leikfélag Akureyrar sem undirritaður var þann 26. september 2011. Samkvæmt honum munu samningsaðilar í sameiningu kanna rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar og leggja fram tillögu að framtíðarskipulagi atvinnuleikhúss á Akureyri. Skipaðir verða tveir fulltrúar úr stjórn Akureyrarstofu og tveir fulltrúar LA í starfshóp sem munu í sameiningu stýra og gera áætlun fyrir þá vinnu sem framundan er.

    <DIV>Stjórn Akureyrarstofu skipar Höllu Björk Reynisdóttur L-lista og Sóleyju Björk Stefánsdóttur V-lista í starfshópinn fyrir sína hönd.</DIV>

  • Leikfélag Akureyrar - tilnefning í uppstillingarnefnd

    Málsnúmer 2011090120

    Erindi dags. 5. október 2011 frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur fh. stjórnar Leikfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær skipi fulltrúa í uppstillingarnefnd félagsins í samræmi við lög þess.

    <DIV>Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa framkvæmdastjóra Akureyrarstofu fyrir sína hönd í uppstillingarnefndina.</DIV>

  • Menningarfélagið Hof ses - ósk um endurnýjun samstarfssamnings félagsins og Akureyrarbæjar

    Málsnúmer 2011030188

    Farið yfir drög að samkomulagi við Menningarfélagið Hof ses.

    <DIV></DIV>

  • Skipulagsbreytingar í Listagili - ráðning forstöðumanns nýrrar menningarmiðstöðvar

    Málsnúmer 2011040137

    Farið yfir niðurstöður á mati á umsóknum og viðtölum við umsækjendur. Búið er að ræða einu sinni við þá umsækjendur sem til greina þóttu koma og þeir tveir sem metnir voru hæfastir hafa komið í annað viðtal. Í því tóku þátt auk ráðgjafa frá Capacent framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og tveir fulltrúar úr stjórn Akureyrarstofu.\nSóley Björk Stefánsdóttir V-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

    <DIV>Framkvæmdastjóra Akureyrarstofu falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.</DIV>

  • AIM Festival - styrkbeiðni 2011

    Málsnúmer 2011090108

    Erindi dags. 4. september 2011 frá Jóni Hlöðveri Áskelssyni f.h. AIM festival þar sem óskað er eftir stuðningi og aðstoð við frágang á málum hátíðarinnar hjá BYR.

    <DIV><DIV><DIV>Stjórnin felur framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að ræða við hagsmunaaðila í þessu máli áður en það verður tekið fyrir að nýju.</DIV></DIV></DIV>

  • Eyþing - aðalfundur 2011

    Málsnúmer 2011090004

    Rætt um atvinnumál almennt á svæði Eyþings og farið yfir þau viðfangsefni aðalfundarins sem snerta málaflokka stjórnar Akureyrarstofu.

    <DIV></DIV>

  • Sveitarstjórnarlög samþykkt á Alþingi 17. september 2011

    Málsnúmer 2011040087

    Rætt um ný sveitarstjórnarlög og áhrif þeirra á stjórnsýslu sveitarfélaganna.\nLagt fram til kynningar minnisblað dags. 30. september 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um málið.

    <DIV><DIV><DIV><DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Leiklistarsamband Íslands - ályktun um málefni Leikfélags Akureyrar

    Málsnúmer 2011100014

    Lögð fram til kynningar ályktun Leiklistarsambands Íslands dags. 26. september 2011 um málefni Leikfélags Akureyrar þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að standa vörð um starfsemi félagsins.

    <DIV></DIV>

  • Háskólinn á Akureyri - prófessorsstaða í norðurslóðafræðum

    Málsnúmer 2011100020

    Þann 29. september 2011 undirrituðu Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Íslands samkomulag um að Norðmenn kosti stöðu prófessors í norðurslóðafræðum við Háskólann Akureyri, svonefnda Nansenstöðu. Auk þess nær samkomulagið til margskonar samvinnu HA við norska Háskóla.

    <DIV>Stjórn Akureyrarstofu fagnar sérstaklega þessum stuðningi Norðmanna sem styrkir enn frekar stöðu Norðurlands og Akureyrar sem miðstöð norðurslóðamálefna á Íslandi.</DIV>