Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Haraldur Þór Egilsson forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri mætti á fundinn og fór yfir rekstur safnsins og starfsemi. Þá leiddi hann stutta umræðu um framtíðarsýn í safnamálum á Eyjafjarðarsvæðinu. Fram kom að ný safnalög taka gildi um næstu áramót og í því sambandi benti Haraldur á mikilvægi þess að sameining og samvinna safna verði styrkt sérstaklega þegar að því kemur að útdeila opinberum fjármunum til þeirra. Þá nefndi hann þá hugmynd að Akureyri gerist tilraunasveitarfélag í nýjum leiðum og aðferðum í skipulagi safnamála.
<DIV><DIV>Stjórnin þakkar Haraldi fyrir afar fróðlega yfirferð og gagnlega umræðu um framtíðarsýn í safnamálum. Stjórnin tekur undir það sjónarmið að sameiningar og samstarf safna verði styrkt sérstaklega. Þá felur stjórnin framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að koma hugmynd Haraldar um tilraunaverkefni á framfæri, í samstarfi við hann.</DIV></DIV>
Farið yfir drög að samþykkt fyrir Sjónlistamiðstöðina.\nLagt fram til kynningar en áfram unnið að samþykktinni.
<DIV> </DIV>
Erindi dags. 13. september 2012 frá Balvini Zophoníassyni f.h. Zeta Productions ehf þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000 til 1.000.000 til styrktar þriðju þáttaraðar "Hæ gosa".
<DIV>Stjórn Akureyrastofu getur ekki orðið við erindinu en felur Akureyrarstofu að bjóða fram aðra aðstoð eins og gert hefur verið fram að þessu. </DIV>
Erindi móttekið 3. október 2012 frá Hvanndalsbræðrum sf þar sem óskað er eftir styrk vegna 10 ára afmælisveislu hljómsveitarinnar.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.</DIV>
Akureyrarbær skipar fulltrúa í stjórn Menningarfélagsins Hofs ses til tveggja ára. Ganga þarf frá skipun þeirra fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður þann 11. október 2012 kl. 11:30.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Hildi Eir Bolladóttur sem aðalfulltrúa í stjórnina og Höllu Björk Reynisdóttur til vara.