Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:15 - 18:00
  • Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
  • Fundur nr. 179

Nefndarmenn

    • Logi Már Einarssonformaður
    • Elvar Smári Sævarsson
    • Anna Hildur Guðmundsdóttir
    • Eva Hrund Einarsdóttir
    • Hildur Friðriksdóttir
    • Eva Dögg Fjölnisdóttiráheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Skúli Gautasonframkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
  • Samstarfssamningar um menningarmál

    Málsnúmer 2014120052

    Stjórn Akureyrarstofu hefur á undanförnum árum gert samninga við ýmis félagasamtök um menningarstarf. Slíkir samningar eru iðulega gerðir til tveggja - þriggja ára.

    Stjórn Akureyrarstofu felur verkefnisstjóra viðburða og menningarmála að móta tillögur að reglum um samstarfssamninga til menningarmála fyrir næsta fund.

  • Atvinnu- og nýsköpunarhelgin 2012-2015

    Málsnúmer 2013040093

    Atvinnu- og nýsköpunarhelgin verður haldin í Háskólanum 13.- 15. febrúar 2015. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnisstjóri atvinnumála kom á fundinn og sagði frá vinnu við undirbúning helgarinnar.

    Stjórn Akureyrarstofu þakkar Albertínu fyrir komuna.

  • Hjartað í heiðinni

    Málsnúmer 2015010144

    Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála kom á fundinn og greindi frá hugmyndum um að koma ljósaverkinu "Hjartanu í heiðinni" upp að nýju.

    Stjórn Akureyrarstofu þakkar Huldu Sif fyrir komuna. Stjórnin felur starfsmönnum Akureyrarstofu að leita leiða til að koma verkefninu af stað.

  • Akureyrarstofa 2015

    Málsnúmer 2015010035

    Lögð var fram fundaáætlun til vors 2015.

  • Ferðamálastefna

    Málsnúmer 2014110220

    Stjórn Akureyrarstofu þarf að tilnefna tvo fulltrúa í stýrihóp við gerð ferðamálastefnu.

    Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.