Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Birna M. Svanbjörnsdóttir forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar HA fór yfir helstu samstarfsverkefni miðstöðvarinnar og skóladeildar.
Fjöldi samstarfsverkefna hefur verið í gangi milli háskólans og skóla Akureyrarbæjar. Meðal þeirra eru:
Byrjendalæsi
Undirbúningur og kynning á Læsi til náms
Innleiðing aðalnámsskrár og leiðsagnarmat
Stærðfræði
Foreldrar og læsi barna
Eineltis- og samskiptamál í skólum
Þróunarverkefni í leikskólum
Mótun lærdómssamfélags á báðum skólastigum
Læsisstefna
Viðhorfakannanir
Endurskoðun skólastefnu
Ráðstefnur
Meðal þeirra verkefna sem framundan er að vinna er að þróa enn frekar lestrar- og læsiskennslu í samræmi við læsisstefnu sem er í mótun, endurskoðun á skólastefnu bæjarins, þróa leiðir til að efla líðan og samskipti í skólum Akureyrarbæjar, efla færni kennara í notkun upplýsingatækni í skólastarfi með nemendum og fleira.
Skólanefnd þakkar Birnu fyrir kynninguna.
Sigurbjörg Rún Jónsdóttir verkefnastjóri á skóladeild kynnti verklagsreglur um auglýsingar í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar.
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á skóladeild fóru yfir spá um þróun nemendafjölda í leik- og grunnskólum Akureyrar á næstu 10 árum.
Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri kynnti hugmyndir um uppbyggingu skólatónleika og listsýninga í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar.
Fræðslustjóra falið að vinna áfram að málinu.