Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Á fundinn mættu leikskólastjórar leikskólanna Pálmholts og Hulduheima. Þær kynntu skýrslur sem teknar hafa verið saman um sameiningarferlið í þessum leikskólum.
<DIV><DIV>Skólanefnd þakkar Ernu Rós Ingvarsdóttur leikskólastjóra í Pálmholti og Snjólaugu Pálsdóttur leikskólastjóra í Hulduheimum fyrir framlag þeirra til sameiningar leikskólanna og fyrir kynninguna.</DIV></DIV>
Fyrir fundinn var lögð tillaga að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2014 til seinni umræðu í skólanefnd. Tillagan gerir ráð fyrir því að rekstur ársins rúmist innan útgefins ramma. Í tillögunni felst að gjaldskrár hækki um 6% frá næstu áramótum og að þjónustustig skólanna verði með sambærilegum hætti og verið hefur undangengin ár.
<DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti.</DIV>
Erindi dags. 7. nóvember 2013 frá Gesti Guðrúnarsyni f.h. foreldrafélags marimbasveitar Giljaskóla og Ástu Magnúsdóttur f.h. Giljaskóla. Óskað er eftir styrk frá skólanefnd vegna námsferðar marimbasveitarinnar til Malmö í Svíþjóð dagana 30. apríl - 5. maí 2014. Fram kemur að heildarkostnaður er áætlaður 120.000 kr. á mann, en hópurinn sem fer samanstendur af 13 nemendum, kennara og fararstjóra.
<DIV>Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu.</DIV>
Lagt fram til kynningar erindi dags. 1. nóvember 2013 sem bæjarráð vísar til skólanefndar. \nElís Pétur Sigurðsson Smárahlíð 16, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.\nBúinn að vera á Húna II frá því að báturinn fór að sigla hér með ferðamenn og skólabörn. Húnamenn hafa verið að taka 6. bekkinga grunnskóla í nám með styrk frá bænum. Vill að þetta starf verði eflt og að saga útgerðarmanna verði sýnd í bátnum. Mikið fuglalíf á Pollinum og börnin þekkja enga fugla eða fjölda nafna sem margir fuglar bera. Vill aukið samstarf við skólana um þessa dagskrá.
<DIV> </DIV>
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 1. nóvember 2013 frá Samtökunum ´78. Þar kemur fram að Samtökin ´78 hafa í nokkur ár veitt fræðslu til nemenda í skólum landsins. Fræðslustarfið felur í sér að fræða og upplýsa nemendur, kennara og annað starfsfólk grunnskólanna/framhaldsskólanna um það hvað það er að vera hinsegin (m.a. samkynhneigð/ur, tvíkynhneigð/ur, trans*) og hvernig beri að taka á umræðu um hinsegin fólk.\nBoðið er upp á jafningjafræðslu gegn vægu gjaldi til að standa undir kostnaði þar sem félagar Samtakanna ´78 heimsækja bekkjardeildir, halda fyrirlestur, leiða umræður og svara spurningum. Ef viðkomandi sveitarfélag er með þjónustusamning við Samtökin ´78 þá er fræðslan sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Lögð er áhersla á að fundirnir séu líflegir og fræðandi í senn. Einnig er boðið upp á fræðslufyrirlestra fyrir kennara og annað starfsfólk skóla.\nSamtökin ´78 hvetja alla til að sýna málefnum hinsegin fólks um heim allan stuðning með því að flagga regnbogafána föstudaginn 17. maí 2014.
<DIV><DIV> </DIV></DIV>
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 5. nóvember 2013 frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar kemur fram að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur falið Capacent ehf að gera könnun meðal skólastjóra grunnskóla um framkvæmd reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.
<DIV><DIV> </DIV></DIV>