Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Formaður bauð nefndarmenn velkomna til 1. fundar$line$$line$Bæjarstjórn hefur á fundi sínum 18. júní 2014 kosið aðal- og varamenn í skólanefnd til fjögurra ára:$line$Aðalmenn:$line$Bjarki Ármann Oddsson formaður$line$Dagný Þóra Baldursdóttir varaformaður$line$Siguróli Magni Sigurðsson$line$Eva Hrund Einarsdóttir$line$Preben Jón Pétursson$line$Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi$line$$line$Varamenn:$line$Pétur Maack Þorsteinsson$line$Tryggvi Þór Gunnarsson$line$Ingibjörg Ólöf Isaksen$line$Hanna Dögg Maronsdóttir$line$Áshildur Hlín Valtýsdóttir$line$Inga Sigrún Atladóttir varaáheyrnarfulltrúi$line$$line$Formaður óskaði eftir samþykki nefndarmanna fyrir því að taka inn á fundinn nýjan dagskrárlið nr. 8 Fræðslustjóri - uppsögn úr starfi. Var það samþykkt.$line$
Á fundinum var nefndarmönnum afhent handbók skólanefndar sem inniheldur þau grunngögn sem nauðsynleg eru fyrir nefndarmenn.
<DIV><DIV>Samþykkt var að fundir verði haldnir að jafnaði fyrsta og þriðja mánudag í mánuði kl. 14.00 og að næsti fundur verði haldinn 11. ágúst.</DIV></DIV>
Fyrir fundinn var lögð tillaga að skiptingu fjármagns til búnaðarkaupa fyrir leik-, grunn-, og Tónlistarskóla árið 2014.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna kaupanna.</DIV></DIV>
Fræðslustjóri gerði grein fyrir ráðningarferli í stöðu skólastjóra við leikskólann Hulduheima. Staðan var auglýst í maí 2014. Ein umsókn barst um stöðuna. Við mat á umsækjanda var skráðu ráðningarferli fylgt, tekið var viðtal við umsækjanda og leitað umsagna hjá nokkrum aðilum. Þar sem umsækjandi hefur verið starfsmaður á skóladeild voru utanaðkomandi aðilar fengnir til að sinna ráðningarferlinu og leggja mat á hæfni umsækjanda.\nFræðslustjóri leggur til að tillögu matshóps, að Snjólaug Brjánsdóttir verði ráðin í stöðu skólastjóra leikskólans Hulduheima.
<DIV>Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og felur fræðslustjóra að ganga frá ráðningu í samræmi við umræður á fundinum.</DIV>
Erindi dagsett 25. júní 2014 frá stjórn Dagvistar. Þar eru áhyggjur dagforeldra reifaðar vegna þess hve fá börn eru skráð hjá þeim á næsta starfsári. Er óskað eftir viðræðum um endurskoðun á ákvæði í samningi við dagforeldra vegna tryggingagjalds, en það átti að endurskoða að ári liðnu frá undirritun samnings.
<DIV><DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir í samræmi við gildandi samning um daggæslu í heimahúsum, að endurskoða grein 5 um launatryggingu og aðrar greiðslur. Skólanefnd felur formanni, Evu Hrund Einarsdóttur sem fulltrúa minnihlutans, fræðslustjóra og daggæsluráðgjafa að hafa tal af fulltrúum dagforeldra.</DIV></DIV></DIV>
Tillaga var lögð fyrir fundinn um að leggja göngudeildarþjónustu við Hlíðarskóla af og taka upp sambærilega þjónustu við skóladeild.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.</DIV></DIV>
Lögð fyrir fundinn til kynningar áður samþykkt langtímaáætlun skólanefndar.
Hvítbók um umbætur í menntun hefur verið gefin út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og var lögð fram á fundinum til kynningar.
<DIV><DIV></DIV></DIV>
Fræðslustjóri Akureyrarbæjar, Gunnar Gíslason hefur með bréfi dagsettu 2. júní 2014 sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara. Ástæða uppsagnar er að hann hefur verið kjörinn bæjarfulltrúi á Akureyri.
Skólanefnd þakkar Gunnari fyrir vel unnin störf. Jafnframt óskar skólanefnd eftir því að starfið verði auglýst sem fyrst.