Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:30 - 15:16
  • Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
  • Fundur nr. 5

Nefndarmenn

    • Bjarki Ármann Oddssonformaður
    • Dagný Þóra Baldursdóttir
    • Siguróli Magni Sigurðsson
    • Hanna Dögg Maronsdóttir
    • Preben Jón Pétursson
    • Anna María Hjálmarsdóttiráheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Soffía Vagnsdóttirfræðslustjóri ritaði fundargerð
    • Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
    • Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
Hanna Dögg Maronsdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.[line]
  • Ytra mat á grunnskólum - Síðuskóli

    Málsnúmer 2014010235

    Ólöf Andrésdóttir skólastjóri Síðuskóla kynnti helstu niðurstöður af ytra mati á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis á Síðuskóla og umbótaáætlun því tengdu sem þegar er farið að vinna eftir.

    Skólanefnd þakkar Ólöfu fyrir kynninguna.

  • Sumarlokun leikskóla 2015 - athugasemdir

    Málsnúmer 2014120030

    Svar við fyrirspurn í 3. lið fundargerðar viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. febrúar 2015.

    Varðandi sumarlokanir leikskóla sumarið 2015 er vísað í 2. lið fundargerðar skólanefndar frá 8. desember 2014.

    Í langtímaáætlun liggur fyrir samþykkt um að um tveggja vikna sumarlokanir leikskóla verði að ræða. Það gefur svigrúm til um 8-10 vikna tímabils sumarlokana.

    Langtímaáætlun er háð fjárhagsáætlun hverju sinni.

  • Skólastefna - endurskoðun

    Málsnúmer 2014010001

    Vinnulag við endurskoðun skólastefnu Akureyrarbæjar.

    Skólanefnd mun hefja endurskoðun skólastefnu með nokkrum vinnufundum nefndarinnar. Síðan verða aðilar kallaðir að eftir því sem líður á vinnuna.

  • Ungmennaráð - starfsemi

    Málsnúmer 2011030133

    Anna Guðlaug Gísladóttir umsjónarmaður ungmennaráðs Akureyrar kynnti hlutverk ráðsins og helstu verkefni.

    Skólanefnd þakkar Önnu Guðlaugu fyrir góða kynningu á starfsemi ráðsins.

  • Sparkvellir/upphitun - athugasemdir

    Málsnúmer 2015010188

    Svar við fyrirspurn í 3. lið fundargerðar viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 15. janúar 2015 um upphitun sparkvalla.

    Allir sparkvellir Akureyrarbæjar eru upphitaðir allt árið. Ef mikið hefur snjóað og tíðarfar erfitt, hefur snjóbræðslan ekki undan.