Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Fræðslustjóri gerði grein fyrir ráðningarferli í stöðu skólastjóra Lundarskóla.\nFræðslustjóri lagði fram tillögu að ráðningu skólastjóra Lundarskóla, en staðan var auglýst 2. mars 2013. Ein umsókn barst um stöðuna frá Elíasi Gunnari Þorbjörnssyni. Við mat á hæfni Elíasar Gunnars var skráðu ráðningarferli fylgt, tekin voru tvö viðtöl og leitað umsagna. Einnig ræddi skólanefnd við Elías Gunnar.\nFræðslustjóri gerir að tillögu sinni að Elías verði ráðinn sem skólastjóri Lundarskóla frá og með 1. ágúst 2013.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir tillögu fræðslustjóra og felur honum að ganga frá ráðningu.<FONT size=3></DIV></FONT></DIV></DIV></DIV>
Erindi frá hópi kennara á unglingastigi Glerárskóla dags. 11. apríl 2013 vegna stöðu tölvumála hjá kennurum skólans.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 var gert ráð fyrir 10 milljónum króna til endunýjunar á tölvubúnaði í grunnskólum sveitarfélagsins. Jafnframt gerir skólanefnd ráð fyrir sömu upphæð til skólanna árið 2014 og 2015. Samkvæmt niðurstöðu úttektarskýrslu á endurnýjunarþörf í tölvumálum grunnskólanna sem unnin var fyrrihluta árs 2012 er áætlað að þetta sé heildarþörf á fjármagni til verksins.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Erindi frá fræðslustjóra dags. 18. mars 2013 með ósk um samþykki skólanefndar fyrir framkvæmdum við sérdeild Giljaskóla sumarið 2013.
<DIV><DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir erindið og vísar því til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.</DIV></DIV></DIV>
Erindi frá fræðslustjóra dags. 2. apríl 2013 með ósk um að heildarendurskoðun fari fram á þjónustusamningi við dagforeldra og foreldra.
<DIV><DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir að farið verði í heildarendurskoðun á þjónustusamningi við dagforeldra og foreldra. Lagt er til að formaður skólanefndar og tveir starfsmenn af skóladeild sitji í viðræðunefnd af hálfu skólanefndar.</DIV></DIV></DIV>
Erindi frá Jóni Einari Jóhannssyni í viðtalstímum bæjarfulltrúa 14. mars 2013, sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 21. mars sl. til skólanefndar, vegna stöðu nemenda í Oddeyrarskóla.\nHeimir Eggerz Jóhannsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna vék af fundi við afgreiðslu og umræður málsins.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skólanefnd þakkar fyrir erindið og felur fræðslustjóra og skólastjóra Oddeyrarskóla að svara því.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Erindi frá leikskólafulltrúa dags. 18. apríl 2013 með ósk um samþykki skólanefndar fyrir framkvæmdum á Pálmholti sumarið 2013.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir erindið og vísar því til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar. </DIV><DIV>Leikskólafulltrúa er falið að vinna áfram að málinu.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Skóladagatöl grunnskólanna 2013-2014 lögð fram til kynningar og samþykktar.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skólanefnd staðfestir skóladagatöl grunnskólanna fyrir skólaárið 2013-2014.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Kynning á skýrslu samfélags- og mannréttindaráðs um staðalímyndir í grunnskólum.
<DIV><DIV>Málinu frestað til næsta fundar.</DIV></DIV>