Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 14:00 - 17:00
  • Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
  • Fundur nr. 10

Nefndarmenn

    • Preben Jón Péturssonformaður
    • Sigríður María Hammer
    • Tryggvi Þór Gunnarsson
    • Helgi Vilberg Hermannsson
    • Logi Már Einarsson
    • Hjörtur Narfasonáheyrnarfulltrúi
    • Ingibjörg Salóme Egilsdóttiráheyrnarfulltrúi
    • Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
    • Helga Hauksdóttirfulltrúi skólastjóra
    • varamaður grunnskólakennara
    • Vilborg Þórarinsdóttirfulltrúi foreldra grunnskólabarna
    • Kristlaug Þ Svavarsdóttirfulltrúi leikskólastjóra
    • Helga María Harðardóttirfulltrúi leikskólakennara
    • Sigrún Vésteinsdóttirfulltrúi foreldra leikskólabarna
    • Gunnar Gíslasonfræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Tölvubúnaður í grunnskólum

    Málsnúmer 2012010259

    Á fundinn mættu Bergþóra Þórhallsdóttir og Jón Baldvin Hannesson sem fulltrúar skólastjórnenda í grunnskólum bæjarins og kynntu hugmyndir hópsins um tölvu- og spjaldtölvuvæðingu skólanna á næstu árum, en þessar hugmyndir ganga einnig út á breytingar á starfsháttum í skólunum.

    <DIV><DIV>Skólanefnd þakkar hópnum fyrir þá vinnu sem kynnt var á fundinum og felur fræðslustjóra að sjá til þess að hugmyndirnar verði kostnaðarreiknaðar.</DIV></DIV>

  • Móttaka innflytjenda á skólaaldri í grunnskóla Akureyrarbæjar

    Málsnúmer 2012050018

    Starfshópur um endurskoðun á móttöku nemenda með íslensku sem annað mál í grunnskólum Akureyrar hefur skilað skýrslu og tillögum. Starfshópurinn var þannig skipaður:\nHelga Hauksdóttir skólastjóri Oddeyrarskóla\nHrafnhildur Guðjónsdóttir ráðgjafi í móttökudeild innflytjenda Oddeyrarskóla\nJóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri Brekkuskóla\nSigurbjörg Bjarnadóttir kennari Síðuskóla\nÞorgerður Sigurðardóttir skólastjóri Lundarskóla\nElín Magnúsdóttir deildarstjóri Glerárskóla\nÞorgerður J. Guðlaugsdóttir aðstoðarskólastjóri Giljaskóla\nAðalheiður Skúladóttir námsráðgjafi Naustaskóla\nHelga Vilhjálmsdóttir sálfræðingur í skólateymi fjölskyldudeildar\nIngibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri stýrði vinnunni.\nÍ tillögum starfshópsin er gert ráð fyrir því að núverandi fyrirkomulag með sérstakri móttökudeild í Oddeyrarskóla verði lagt af og móttaka nemenda með íslensku sem annað tungumál verði skipulögð í hverjum skóla fyrir sig. Lagt er til að ráðinn verði kennsluráðgjafi sem sé sérfræðingur á þessu sviði og sinni almennri kennsluráðgjöf til þeirra kennara sem sinna þessum nemendum. Í dag er gert ráð fyrir um 40 kennslustundum í verkefnið, eða u.þ.b. 9.000.000 króna. Starfshópurinn telur að það verði að auka við þessa þjónustu þannig að kostnaður vegna kennsluráðgjafans komi til viðbótar því fjármagni sem nú þegar er ætlað til að sinna þessari þjónustu/kennslu.

    <DIV>Skólanefnd þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu og felur fræðslustjóra að ræða við Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri um möguleika þeirra til að taka að sér þá ráðgjöf sem rætt er um í skýrslunni. Skólanefnd óskar eftir tillögum að útfærslu fyrir næsta skólanefndarfund.</DIV>

  • Nemendaspá 2013-2018

    Málsnúmer 2012030022

    Fyrir fundinn er lögð nemendaspá leikskóla til ársins 2018. Forsendur eru þær að meðaltalsfjöldi barna í árgangi verði a.m.k. 270 að jafnaði næstu ár og er þá tekið mið af reynslu undanfarinna ára. Miðað við þessa spá er lagt til að leikskólinn Sunnuból verði rekinn til ársins 2017 eða þar til nýr leikskóli rís í Naustahverfi, en þá verði starfsemi Sunnubóls flutt þangað. Þessi tillaga kemur til þar sem fyrir liggur að leigusamningur vegna þess húsnæðis sem Sunnuból er í er gildur til ársins 2017.

    <DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.</DIV>

  • Hollvinafélag Húna II - styrkbeiðni

    Málsnúmer 2011080032

    Fyrir fundinn var lögð tillaga að samningi Akureyrarbæjar við Hollvinafélag Húna II. Skóladeild og Akureyrarstofa eru aðilar að samningnum fyrir hönd Akureyrarbæjar. Markmið verkefnisins sem samningurinn nær til er að auka áhuga og skilning nemenda í 6. bekkjum grunnskólanna á Akureyri á lífríki hafsins, sjómennsku og á hollustu sjávarfangs. Jafnframt er markmiðið að festa í sessi þátttöku Hollvina Húna II í menningarlífinu á Akureyri þannig að Akureyrarbær geti gert ráð fyrir henni til lengri tíma og að Hollvinir Húna geti gert áætlanir fram í tímann með hliðsjón af því.

    <DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.</DIV>

  • Ræsting í leikskólum

    Málsnúmer 2012050144

    Farið var yfir ræstingarmál leikskólanna og lögð fram tillaga um að bjóða ræstingar út í 8 leikskólum og Hlíðarskóla til þriggja ára, en tveir leikskólar hafa óskað eftir því að gera tilraun með blönduð störf, sambærilegt því sem viðhaft er í grunnskólunum.

    <DIV><DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir fyirirliggjandi tillögu.</DIV></DIV></DIV>

  • Tónlistarskólinn á Akureyri - gjaldskrá og innheimtumál

    Málsnúmer 2012050028

    Hjörtur Narfason og Vilborg Þórarinsdóttir yfirgáfu fundinn kl. 15:45.$line$

    Önnur umræða um breytingar á gjaldskrá Tónlistarskólans á Akureyri, en tillögur þar um voru kynntar á síðasta fundi nefndarinnar.

    <DIV>Skólanefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir því að skólastjóri mæti á næsta fund og svari spurningum sem upp komu í umræðum á fundinum.</DIV>

  • Daggæsla í heimahúsi - leyfisveiting

    Málsnúmer 2012050142

    Erindi dags. 14. maí 2012 frá Sigurbjörgu Rún Jónsdóttur verkefnastjóra á skóladeild og Sólveigu Fríðu Kjærnested ráðgjafa á fjölskyldudeild, þar sem lagt er til að breyting verði gerð á viðtalsblaði félagsráðgjafa fjölskyldudeildar vegna umsóknar um daggæslu í heimahúsi. Umrædd breyting er að umsækjandi heimili að afla megi upplýsinga um hann hjá barnavernd.

    <DIV>Skólanefnd samþykkir erindið.</DIV>

  • Sameinaður leikskóli - Pálmholt og Flúðir

    Málsnúmer 2012050019

    Umsóknarfrestur um stöðu leikskólastjóra við sameinaðan leikskóla Pálmholts og Flúða er liðinn og liggur fyrir ein umsókn frá Ernu Rós Ingvarsdóttur.

    <DIV><DIV>Samþykkt var að boða umsækjanda til viðtals við skólanefnd miðvikudaginn 30. maí nk.</DIV></DIV>

  • Aðalnámskrá grunnskóla - innleiðing

    Málsnúmer 2012050143

    Sigrún Vésteinsdóttir yfirgaf fundinn kl. 16:00.$line$$line$

    Fyrir fundinn var lögð til kynningar áætlun um innleiðingu aðlanámskrár grunnskóla, en skóladeild ásamt grunnskólunum hafa fengið styrk úr Sprotasjóði til verkefnisins að upphæð kr. 3.000.000.

    <DIV><DIV></DIV></DIV>

  • Viðurkenningar skólanefndar 2012

    Málsnúmer 2012050030

    Farið var yfir stöðu málsins, en Samtaka hefur tilnefnt Guðjón Hrein Hauksson sem sinn fulltrúa í valnefndina og Jenný Gunnbjörnsdóttir verður fulltrúi Miðstöðvar skólaþróunar HA.

    <DIV></DIV>