Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Svava Þórhildur Hjaltalín og Anna Kristín Arnarsdóttir kennarar í Giljaskóla kynntu aðferð í lestrarkennslu.
Skólanefnd þakkar fyrir kynninguna.
Umræður um gjaldskrár í tengslum við fjárhagsáætlanagerð 2016.
Skólanefnd frestar ákvarðanatöku um gjaldskrárbreytingar.
Fyrir fundinn var lögð tillaga að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2016. Tillagan gerði ráð fyrir því að það vanti 45.039.000 kr. upp á að rekstur ársins rúmist innan útgefins ramma sem er kr. 5.823.389.000. Tillagan gerði ekki ráð fyrir neinum breytingum á þjónustustigi skólanna og þeir yrðu reknir með sambærilegum hætti og verið hefur undangengin ár. Frestað var ákvörðun um gjaldskrárbreytingar.
Áætlunin gerði þó ráð fyrir að leikskólanum Sunnubóli yrði lokað frá og með miðju næsta ári og þá var ekki gert ráð fyrir starfrækslu leikskóladeildar í Grímsey. Þessar breytingar leiða til ríflega 27 m.kr. lægri kostnaðar á næsta ári.
Lagt var til að eftirtaldir þættir yrðu teknir inn í ramma: 6.000 þús.kr. vegna aukningar um 1,85 stöðugildi námsráðgjafa í grunnskólunum frá 1. ágúst 2016, 9.000 þús.kr. vegna tölvuumsjónar í grunnskólunum (50% staða í stærri skólunum frá 1. ágúst 2016), 8.000 þús.kr. vegna ráðningar mannauðstjóra í fullt starf á skóladeild, 17.200 þús.kr. vegna sumarlokana leikskóla (2ja vikna lokun), 4.000 þús.kr. vegna húsvörslu í leikskólunum, 10.000 þús.kr. vegna nútímavæðingar náms og kennslu og 15.000 þús.kr. vegna aukins svigrúms leik- og grunnskóla.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 og vísar henni til bæjarráðs.