Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Tölvupóstur dags. 22. apríl 2014 frá Bryndísi Elfu Valdemarsdóttur sem er svohljóðandi: \nÉg óska eftir því að erindið hér að neðan verði tekið fyrir á skólanefndarfundi.\n"Nú er auglýst eftir verkefnisstjóra í PMTO foreldrafærni og SMT styðjandi skólafærni. Mig langar til að kanna hvort einhver úttekt hafi verið gerð á árangri SMT kerfisins í grunnskólum og leikskólum. Sem foreldri hef ég aðeins rætt óformlega við starfsfólk í einstaka skólum og samkvæmt þeim er enginn árangur í agamálum vegna þessa kerfis.\n\na) Hefur bærinn aðrar niðurstöður úr einhverjum úttektum? \n\nb) Hvað hefur innleiðing og rekstur við kerfið kostað bæjarfélagið frá því að það var innleitt í þeim skólum og leikskólum bæjarins sem kusu svo?" \n\nFyrir fundinn voru lagðar umbeðnar upplýsingar sem teknar voru saman af verkefnastjóra PMTO/SMT og rekstrarstjóra.\nVerkefnastjóri PMTO/SMT mætti á fundinn og fór yfir þær upplýsingar sem lágu fyrir fundinum.
<DIV><DIV><DIV>Skólanefnd þakkar Bryndísi fyrir fyrirspurnina og verkefnastjóra PMTO/SMT fyrir greinargóðar upplýsingar og felur verkefnastjóra og fræðslustjóra að svara erindinu.</DIV></DIV></DIV>
Fyrir fundinn var lagt minnisblað frá leikskólafulltrúa þar sem farið er yfir stöðuna í sérkennslu leikskólanna. Leikskólafulltrúi metur stöðuna þannig að það þurfi að bæta við kr. 7.600.000 í málaflokkinn svo hægt verði að sinna þeim börnum sem hafa nú metna sérkennsluþörf í leikskólunum.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi beiðni fyrir sitt leyti og óskar eftir samþykki bæjarráðs fyrir aukinni fjárveitingu sem nemur kr. 7.600.000 á þessu fjárhagsári.</DIV></DIV>
Erindi dags. 17. mars 2014 frá Grétu Kristínu Hilmarsdóttur, deildarstjóra í leikskólanum Naustatjörn. Óskað er eftir því að skólanefnd fjalli um réttmæti þeirrar reglu í Naustatjörn að börn starfsmanna fá ekki pláss í leikskólanum.\nFormaður skólanefndar ásamt fræðslustjóra og leikskólafulltrúa áttu fund með Grétu 7. apríl 2014 vegna þesa erindis þar sem leitað var leiða til lausnar.
<DIV><DIV>Skólanefnd gerir ekki athugasemdir við þá reglu sem hér um ræðir enda hefur verið sýnt fram á að hún brýtur ekki í bága við lög og almennar reglur um starfsmannamál. Skólanefnd samþykkir að fela leikskólafulltrúa að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.</DIV></DIV>
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 6. maí 2014 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem tilkynnt er um að málþing sambandsins um skólamál verður haldið 8. september 2014. Áhersla þingsins verður á árangur skólastarfs með fókus á námsárangur.
<DIV> </DIV>
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 14. maí 2014 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar er minnt á hlutverk undanþágunefndar grunnskóla. Hún metur umsóknir skólastjóra um heimild til að lausráða starfsmann, sem ekki hefur leyfi mennta- og menningarmálaráðherra til að nota starfsheitið grunnskólakennari og til að starfa sem slíkur hér á landi við grunnskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla, skv. 1. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og reglugerð um störf og starfshætti undanþágunefndar grunnskóla nr. 440/2010.
<DIV> </DIV>