Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 14:00 - 16:30
  • Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
  • Fundur nr. 14

Nefndarmenn

    • Sigurveig Bergsteinsdóttirformaður
    • Preben Jón Pétursson
    • Sigrún Björk Sigurðardóttir
    • Helgi Vilberg Hermannsson
    • Logi Már Einarsson
    • Björg Sigurvinsdóttir
    • Hafþór Einarsson
    • áheyrnarfulltrúi
    • áheyrnarfulltrúi
    • áheyrnarfulltrúi
    • Gunnar Gíslasonfundarritari
  • Innritun í leikskóla 2010

    Málsnúmer 2010040040

    Fyrir fundinn var lagt yfirlit yfir stöðuna í innritun í leikskóla eins og hún liggur fyrir núna, ásamt tillögum til lausna. Þar kemur fram að að sex leikskólar geta bætt við sig 13 börnum á aldrinum 18 mánaða til 4 ára, án þess að bæta þurfi við stöðugildum. Þá eru þrír leikskólar tilbúnir til að fjölga um 13 börn hjá sér en til þess þarf að bæta við 2,52 stöðugildum. Kostnaður vegna þessa er áætlaður tæpar tvær milljónir á þessu ári en rúmar sex milljónir á ársgrundvelli árið 2011. Ef þessi fjölgun gengur eftir verður búið að innrita tæp 55% 18 mánaða barnanna. Það er heldur hærra eða svipað hlutfall og undangengin 5 ár.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 1.995.000 á fjárhagsárinu 2010, til þess að geta bætt við 13 rýmum við þrjá leikskóla.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2011

    Málsnúmer 2010070048

    Lagt fram til kynningar minnisblað um fjárhagsáætlunarferli 2010 sem samþykkt hefur verið í bæjarráði.

    <DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;

  • Lundarskóli - tengigangur milli lausra skólastofa

    Málsnúmer 2010080026

    Ósk frá Lundarskóla og skóladeild um að settur verði upp tengigangur milli þriggja lausra kennslustofa sem standa á lóð skólans. Samkvæmt mati Fasteigna Akureyrarbæjar er áætlaður kostnaður um 3 milljónir króna.\nÍ rökstuðningi fyrir þessari framkvæmd kemur fram að til þess að hægt sé að vinna sameiginlega með hópa verði að vera innangengt á milli stofanna, hvort sem í stofunum verði starfsemi frístundar eða kennsla. Teymisvinna og mikið flæði milli hópa er einkenni starfshátta í Lundarskóla og er því nauðsynlegt að hafa innangengt á milli stofanna, ásamt því að hagræði í starfmannahaldi verður meira.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Skólanefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • Skólabyrjun 2010

    Málsnúmer 2010080027

    Helstu þættir sem snúa að skólabyrjun haustið 2010.

    <DIV&gt;Umfjöllun frestað til næsta fundar.</DIV&gt;

  • Aflið - systursamtök Stígamóta - styrkbeiðni 2010

    Málsnúmer 2010010001

    Á fundi sínum 30. júní sl. samþykkti félagsmálaráð að óska eftir umsögn skólanefndar um drög að samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Aflsins. Samningurinn var lagður fyrir fundinn til umsagnar, þá sérstaklega kaflinn um forvarnir, fræðslu og kynningarstarf.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Skólanefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • Hjallastefnan ehf - samningur um rekstur leikskóla

    Málsnúmer 2009120021

    Fyrir fundinn var lögð tillaga að endurnýjuðum samningi við Hjallastefnuna ehf um rekstur leikskólans Hólmasólar. Í tillögunni er fallið frá vísitölubindingu 20% af rekstrarkostnaði og í staðinn tekið upp viðmið við meðaltalskostnað 7 leikskóla Akureyrarbæjar og breytist því kostnaðarviðmið samningsins samfara breytingum í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi með fyrirvara um að niðurstaða ársreiknings Hjallastefnunnar ehf sé með eðlilegum hætti.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda - beiðni um styrk

    Málsnúmer 2010080023

    Ódagsett erindi frá Nýsköpunarsamkeppni grunnskólanemenda, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000 - 200.000 eftir stærð sveitarfélaga, svo hægt sé að halda rekstri keppninnar áfram.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Skólanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum

    Málsnúmer 2010080024

    Reglugerðin hefur verið gefin út og var lögð fyrir fundinn til kynningar.

    <DIV&gt;Skólanefnd felur fræðslustjóra að kynna reglugerðina fyrir leik- og grunnskólastjórum, Skólaþróunarsviði HA og skólateymi fjölskyldudeildar.</DIV&gt;

  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið - aðalnámskrá grunnskóla

    Málsnúmer 2010070080

    Fyrir fundinn voru lögð drög að aðalnámskrá grunnskóla. Drögin hafa nýlega verið send út til umsagnar og er umsagnarfrestur auglýstur til 1. október nk.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Lagt fram til kynningar og umræðu og afgreiðslu frestað.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • Reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla

    Málsnúmer 2010080024

    Reglugerðin hefur verið gefin út og var lögð fyrir til kynningar.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Skólanefnd felur fræðslustjóra að kynna reglugerðina fyrir&nbsp;skólastjórum grunnskóla, Skólaþróunarsviði HA og skólateymi fjölskyldudeildar.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • Greinargerð um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum

    Málsnúmer 2010080025

    Lögð fram til kynningar og umræðu skýrsla sem unnin var á fyrri hluta þessa árs að frumkvæði heilbrigðisráðherra í samstarfi heilbrigðisráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Skýrslan er afrakstur vinnu þar sem leitast er við að svara því hvernig bregðast megi með skýrum og markvissum hætti við auknu einelti í íslensku samfélagi.

    <DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;

  • Ráðning í stöður stjórnenda og kennara í leikskólum án auglýsinga

    Málsnúmer 2010060110

    Lagt fram til kynningar bréf dags. 15. júní 2010 frá formönnum Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla, þar sem áréttað er ákvæði kjarasamnings KÍ og LN um að öll störf skuli auglýst laus til umsóknar á opinberum vettvangi. Þá er bent á að eina undanþágan frá þessari skyldu sé þegar um tímabundin afleysingastörf sé að ræða.

    <DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;

  • Námsgagnasjóður - úthlutun 2010

    Málsnúmer 2010060132

    Lagt fram til kynningar bréf dags. 25. júní 2010 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, þar sem tilkynnt er um framlög úr Námsgagnasjóði til grunnskóla í Akureyrarbæ og að heildarframlög sjóðsins á landsvísu hafi verið skert um 40 milljónir, farið úr 100 milljónum í 60 milljónir.

    <DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;