Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Formaður bauð nýja fulltrúa leikskólakennara og grunnskólakennara velkomna.$line$Skólanefnd samþykkti að fresta 5. lið til næsta fundar vegna veikinda leikskólafulltrúa.$line$$line$
Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisfulltrúi mætti á fundinn og lagði fram tillögu að verkefni í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar sem snýr að skólunum og skólastjórum og fræðslustjóra er ætlað að bera ábyrgð á.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir að fela jafnréttisfulltrúa og fræðslustjóra að koma með tillögu að framkvæmd verkefnis í jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar fyrir næsta fund.</DIV></DIV>
Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi og Sigurbjörg Rún Jónsdóttir verkefnastjóri mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir stöðuna.\nÍ byrjun september eru 40 dagforeldrar starfandi. Eitt dagforeldri kemur úr veikindaleyfi í byrjun október og verið er að vinna við leyfisveitingu fyrir eitt dagforeldri. Þegar það verður búið verða dagforeldrar 42 og barnafjöldi hjá þeim 200 börn.\nDagforeldrar á fyrsta starfsári mega hafa fjögur börn, en eftir að fyrsta starfsári lýkur og allt hefur gengið vel, er leyfilegt að fjölga í fimm börn. Nú er staðan sú hér á Akureyri að eftirspurn eftir daggæslu er mun meiri en framboð hæfra dagforeldra. Því var gripið til þess ráðs að fjölga börnum í fimm hjá þeim dagforeldrum sem fengu leyfi í janúar sl. Þeir hafa því fengið inn fimmta barnið fjórum mánuðum fyrr en gert var ráð fyrir eða sex börn í heildina.\nÖll pláss í daggæslu eru nú setin og á biðlista á skóladeild eru sjö foreldrar sem óska eftir daggæslu sem fyrst og einnig eru á lista tíu foreldrar sem óska eftir daggæslu um áramót eða síðar.
<DIV><DIV></DIV></DIV>
Farið var yfir helstu atriði í kjarasamningum Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda í leikskólum og félagsmanna Einigar-Iðju í leikskólum.
<DIV></DIV>
Jóhannes G. Bjarnason fulltrúi grunnskólakennara yfirgaf fundinn kl. 15:50.
Lagt var fram 8 mánaða uppgjör yfir rekstur málaflokksins á árinu og sérstakt yfirlit yfir skólaakstur. Þá var farið yfir helstu atriði sem snúa að endurskoðun áætlunar 2011 með hliðsjón af fyrri áætlunum um hagræðingu á árinu.
<DIV>Skólanefnd þakkar greinargóðar upplýsingar og leggur áherslu á að stjórnendur leggi sitt af mörkum við að halda vel utan um reksturinn, eins og undanfarin ár.</DIV>
Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi kl. 16:10.
Farið yfir stöðu mála í sérkennslu í leikskólum eins og hún liggur nú fyrir.
<DIV><DIV>Þessum lið er frestað til næsta fundar.</DIV></DIV>
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 8. september 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem tilkynnt er að svarfrestur sveitarfélaga um þátttöku í Skólavoginni er framlengdur til 15. desember 2011.
<P> </P>
Fyrir fundinn var lagður sá samningur dags. 25. ágúst 2011 sem formaður og fræðslustjóri gerðu við Hollvinafélag Húna II á grundvelli umræðna um málið í skólanefnd í ágúst 2011.
<DIV>Skólanefnd samþykkir samninginn.</DIV>
Tölvupóstur dags. 24. ágúst 2011 frá Söndru Rebekku Dudziak, þar sem hún bendir á meint misræmi í reglum um afsláttargjöld þegar foreldrar eru í námi og/eða atvinnulausir.
<DIV>Skólanefnd þakkar Söndru fyrir ábendinguna og bendir á að ef foreldrar eru þannig settir að annað er atvinnulaust og hitt í fullu námi greiða þeir lægra leikskólagjaldið. </DIV><DIV>Skólanefnd felur leikskólafulltrúa að koma með tillögu að breytingu á reglum um afslætti til foreldra sem eru í fullu námi.</DIV>