Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:15 - 11:10
  • Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 379

Nefndarmenn

    • Þórhallur Jónssonformaður
    • Sindri S. Kristjánsson
    • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
    • Ólöf Inga Andrésdóttir
    • Arnfríður Kjartansdóttir
    • Helgi Sveinbjörn Jóhannssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Pétur Ingi Haraldssonforstöðumaður skipulagsmála
    • María Markúsdóttirfundarritari
  • Geislagata 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2022020917

    Erindi dagsett 21. mars 2022 þar sem Ásgeir Ásgeirsson fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um breytt deiliskipulag fyrir lóð nr. 5 við Geislagötu. Fyrirhugað er að breyta 1. hæð í aðstöðu fyrir þjónustu, útbúa íbúðir á efri hæðum og bæta við tveimur inndregnum hæðum. Meðfylgjandi er uppdráttur.

    Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en tillagan verður auglýst þarf að gera minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa.

  • Sunnuhlíð 12 - nýtt deiliskipulag

    Málsnúmer 2022010984

    Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir Sunnuhlíð 12, unnin af AVH arkitektum ehf. Kynningu skipulagslýsingar lauk þann 4. mars sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Minjastofnun Íslands og eru þær lagðar fram til kynningar.

    Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og að hún verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgiskjöl
  • Hulduholt 2 - fyrirspurn varðandi breytt skipulag

    Málsnúmer 2022040003

    Erindi dagsett 1. apríl 2022 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Byggingafélagsins Hyrnu ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi breytt skipulag á lóð nr. 2 við Hulduholt. Meðfylgjandi er greinargerð og uppdráttur.

    Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir fjölbýlishúsi með inndregna efstu hæð á þrjá vegu og er það vilji meirihluta ráðsins að því formi verði haldið. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

    Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista og Sindri Kristjánsson S-lista greiða atkvæði á móti tillögunni og óska bókað:

    Undirrituð lýsa yfir vonbrigðum með afstöðu meirihluta skipulagsráðs í þessu máli. Í málinu hefur verið óskað eftir minniháttar breytingu á deiliskipulagi til að koma til móts við hóp eldra fólks í bænum sem upplifir skort á hentugu húsnæði fyrir sig. Að okkar mati væri rétt að samþykkja þessa ósk um breytingu með það að leiðarljósi að tryggja sem fjölbreyttasta samsetningu íbúa í nýju Holtahverfi norður.

    Fylgiskjöl
  • Leikskóli og hjúkrunarheimili - breyting á deiliskipulagi Síðuskóla

    Málsnúmer 2022010712

    Lagðar fram tillögur Landslags ehf. að afmörkun lóða fyrir nýtt hjúkrunarheimili annarsvegar og nýjan leikskóla og stækkun Síðuskóla hinsvegar.



    Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

    Skipulagsráð frestar afgreiðslu. Er skipulagsfulltrúa falið að kynna tillögurnar fyrir fræðslu- og lýðheilsusviði, umhverfis- og mannvirkjasviði og Framkvæmdasýslu - Ríkiseignum og óska eftir viðbrögðum fyrir næsta fund ráðsins.

  • Móahverfi - götuheiti

    Málsnúmer 2018010050

    Fyrir liggja tvær tillögur frá nemendum í Síðuskóla að götuheitum í Móahverfi.

    Skipulagsráð lýsir yfir ánægju sinni með framkomnar tillögur og þakkar nemendum Síðuskóla fyrir metnaðarfullt framlag. Ráðið vísar tillögunum til nafnanefndar til umsagnar.

    Fylgiskjöl
  • Ystibær - Miðbær 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahús

    Málsnúmer 2022031012

    Erindi byggingarfulltrúa dagsett 31. mars 2022 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs um fyrirhuguð áform um byggingu gestahúss við Ystabæ - Miðbæ 2 í Hrísey.

    Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu en í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir frístundabyggð á þessum stað. Skipulagsráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu byggingaráforma í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Erindinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Fylgiskjöl
  • Ystibær - Miðbær 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluhús

    Málsnúmer 2022031064

    Erindi byggingarfulltrúa dagsett 31. mars 2022 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs um fyrirhuguð áform um byggingu geymslushúss við Ystabæ - Miðbæ 3 í Hrísey.

    Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu en í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir frístundabyggð á þessum stað. Skipulagsráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu byggingaráforma í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Erindinu er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Fylgiskjöl
  • Holtahverfi norður - auglýsing lóða: Álfaholt 4-6

    Málsnúmer 2021070119

    Skipulagsfulltrúi óskar eftir heimild skipulagsráðs til að auglýsa parhúsalóðina Álfaholt 4-6 lausa til umsóknar. Minniháttar breytingar hafa verið gerðar á afmörkun og stærð lóðarinnar.

    Skipulagsráð samþykkir að lóðin verði auglýst í samræmi við gildandi reglur um lóðaveitingar.

    Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

  • Holtahverfi norður - Auglýsing lóða: Miðholt

    Málsnúmer 2021070119

    Skipulagsfulltrúi óskar eftir heimild skipulagsráðs til að auglýsa fimm fjölbýlishúsalóðir við Miðholt lausar til úthlutunar. Eru lögð fram drög að úthlutunarskilmálum fyrir umræddar lóðir.

    Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi úthlutunarskilmála og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa lóðirnar í samræmi við þá. Ráðið samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að vinna að breytingum á staðföngum í Miðholti til samræmis við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga.

    Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

  • Holtahverfi norður - auglýsing lóða: Þursaholt 2-10

    Málsnúmer 2021070119

    Lagt fram erindi Búfesti hsf. dagsett 1. apríl 2022 þar sem óskað er eftir formlegri úthlutun lóðarinnar Þursaholts 2-10 til samræmis við viljayfirlýsingu bæjarstjórnar frá 4. maí 2021. Er miðað við að fyrsti áfangi framkvæmdar verði uppbygging bílakjallara auk húsa 2, 4 og 6 og stefnt skuli að framkvæmdum sem fyrst.

    Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til Búfesti hsf. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

    Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

    Ákvörðun um skiptingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.

  • Goðanes 1 - umsókn um lóð

    Málsnúmer 2022031316

    Erindi dagsett 29. mars 2022 þar sem P3 fasteignir ehf. sækja um lóð nr. 1 við Goðanes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og byggingaráform.

    Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

    Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

  • Tryggvabraut - Hvannavellir - umsókn um framkvæmdaleyfi

    Málsnúmer 2022041859

    Lögð fram umsókn Jónasar Valdimarssonar dagsett 1. apríl 2022 fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar um framkvæmdaleyfi fyrir eftirfarandi:

    - endurgerð Tryggvabrautar frá gatnamótum við Glerárgötu/Hörgárbraut að Hvannavöllum

    - gerð stofnstígs fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur meðfram Tryggvabraut á sama svæði

    - gerð hringtorgs á gatnamótum Hvannavalla og Tryggvabrautar

    - endurgerð nyrðri hluta Hvannavalla

    - endurgerð veitna á öllu framkvæmdasvæðinu

    - endurnýjun götulýsingar og stjórnun umferðarljósa.



    Meðfylgjandi eru uppdrættir sem fylgdu útboðsgögnum.

    Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

    Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

    Fylgiskjöl
  • Kotárgerði - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir fráveitu

    Málsnúmer 2022030871

    Erindi dagsett 20. mars 2022 þar sem Svavar Sigmundsson fyrir hönd FS22 ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir tengingu fráveitu í Kotárgerði. Meðfylgjandi er greinargerð og skýringaruppdráttur.

    Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

    Er samþykkið með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar um lagnaleið.

    Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

    Fylgiskjöl
  • Strandgata 49 - fyrirspurn vegna bílastæða

    Málsnúmer 2022031360

    Erindi dagsett 31. mars 2022 þar sem Róbert Häsler Aðalsteinsson leggur inn fyrirspurn varðandi bílastæði fyrir framan veitingastað sinn við Strandgötu 49. Í kjölfar gjaldskyldu á bílastæðum í miðbænum eru stæðin framan við húsið mikið nýtt. Spurt er hvort leigja megi þessi stæði og merkja þau Strandgötu 49 eða hvort ekki sé hægt að hafa þessi stæði gjaldskyld.

    Að mati skipulagsráðs er æskilegt að umrædd bílastæði séu gjaldskyld. Er skipulagsfulltrúa falið að vinna að málinu í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið bæjarins.

  • Ráðhústorg - fyrirspurn varðandi lokun götu á góðviðrisdögum

    Málsnúmer 2022031122

    Erindi dagsett 24. mars 2022 þar sem Halldór Kristinn Harðarson fyrir hönd VAMOS AEY leggur inn fyrirspurn varðandi hugsanlega lokun Skipagötu og Strandgötu á góðviðrisdögum yfir sumartímann. Hugmyndin er að loka Strandgötu frá Hofsbót 2 að Skipagötu 8.

    Þar sem um er að ræða vistgötu tekur skipulagsráð jákvætt í hugmyndir um lokanir á svæðinu yfir sumartímann. Ráðið bendir þó á að umræddar lokanir eru ekki í samræmi við gildandi samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur vegna tímabundinna lokana gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Samþykktin er í endurskoðun og þar til þeirri vinnu lýkur leggur skipulagsráð til að skipulagsfulltrúi skoði í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið hvort ekki megi útbúa svæði á Ráðhústorgi fyrir rekstraraðila umhverfis torgið til notkunar á góðviðrisdögum.

  • Hólabraut 18 - fyrirspurn um rekstarleyfisskylda gististarfsemi

    Málsnúmer 2022030860

    Erindi dagsett 19. mars 2022 þar sem Guðrún Erla Jónsdóttir fyrir hönd Karelíu ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi gistileyfi í húsnæði við Hólabraut 18, rýmisnr. 10 0102 og breytta skráningu úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði.

    Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gefið verði út leyfi fyrir rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi til samræmis við erindið en bendir á að samþykki meðeigenda þarf fyrir fyrirhugaðri starfsemi.

    Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa.

  • Blöndulína 3 - beiðni um umsögn vegna umhverfismats

    Málsnúmer 2020060983

    Erindi Skipulagsstofnunar dagsett 24. mars 2022 þar sem farið er fram á að Akureyrarbær veiti umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar við Blöndulínu 3. Umsagnarfrestur er veittur til 16. maí 2022.

    Meðfylgjandi er umhverfismatsskýrsla ásamt viðaukum og myndaheftum og eru þau lögð fram til kynningar.

    Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn um umhverfismatsskýrsluna og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

    Sindri Kristjánsson S-lista vék af fundi kl. 10:48.

    Fylgiskjöl