Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsett 30. janúar 2025:
Rætt um uppbyggingu á lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.
Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu um lífsgæðakjarna til umræðu í skipulagsráði.
Lögð er fram greining og tillögur til bæjarráðs vegna uppbyggingar á lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara dagsett 15. október 2024.
Karl Erlendsson og Guðmundur Magnússon sátu fundinn undir þessum lið og kynntu hugmyndir um uppbyggingu lífsgæðakjarna.
Skipulagsráð þakkar Karli Erlendssyni og Guðmundi Magnússyni fyrir kynninguna.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem nær til lóðarinnar Naustagötu 13 til samræmis við ákvæði breytingar á aðalskipulagi sem er í ferli. Lýsing aðalskipulagsbreytingar sem felur í sér heimild til að vera með íbúðir á efri hæðum var kynnt í október 2024 og bárust þá engar athugasemdir utan umsagna Norðurorku og Minjastofnunar.
Í deiliskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir að heildarbyggingarmagn verði allt að 4.750 fm þar af verði a.m.k. 1.000 fm nýttir fyrir verslun og þjónustu. Á vesturhluta lóðar er gert ráð fyrir allt að 5 hæða húsi en 2ja hæða á austurhluta, auk bílakjallara.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista vék af fundi undir þessum lið.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna sem drög skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er jafnframt samþykkt að samhliða verði kynnt drög að breytingu á aðalskipulagi til samræmis við ákvæði deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við atkvæðagreiðslu.
Sindri S. Kristjánsson S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska að bóka eftirfarandi:
Við teljum fyrirliggjandi tillögu ekki nægilega vel útfærða, í raun ekki fullunna, til að hægt sé að leggja hana fram sem tillögu skipulagsráðs að framtíðar deiliskipulagi svæðisins. Sem dæmi má nefna að umfjöllun um bílastæði, hæð húsa og einstakra hæða, eru óljósar að okkar mati, auk þess sem við höfum efasemdir um hina miklu aukningu byggingamagns samanborið við gildandi deiliskipulag.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fjögurra deiliskipulagsáætlana sem ná til svæðis meðfram Skarðshlíð frá Glerá að Hlíðarbraut. Í öllum tilvikum er verið að gera breytingar sem fela í sér að gert er ráð fyrir stofnstíg gangandi og hjólandi norðan megin götunnar frá Glerá að Hlíðarbraut.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagðar tillögur að breytingu á deiliskipulagi og að þær verði auglýstar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar að bóka eftirfarandi:
Út frá sjónarmiðum öryggis og greiðfærni tel ég að mun betri kostur væri að leggja hjólreiðastíg samhliða Hörgárbraut frá hringtorgi við Norðurtorg/Byko að brú yfir Glerá.
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Háskólans vegna uppbyggingar á stúdentagörðum eftir samráð við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar. Er tillagan lögð fram með minniháttar breytingum á afmörkun lóða og útfærslu göngustíga til að koma til móts við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með tilgreindum breytingum eftir auglýsingu.
Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 22. janúar 2025 þar sem að Oddur Kristján Finnbjarnarson fh. J.E.Skjanna óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Hafnarstræti 80-82.
Uppfærð gögn hafa borist skipulagssviði þar sem algilt aðgengi hefur verið lagað að útisvæði austan hótelbyggingarinnar.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið með þeirri breytingu sem barst skipulagssviði 6. febrúar 2025. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir íbúum Austurbrúar 10-16.
Árið 2018 var unnin tillaga að rammaskipulagi fyrir íbúðarsvæði merkt ÍB23 sem nær til svæðis vestan Borgarbrautar og norðan Síðubrautar. Í kjölfarið var síðan haldið áfram með gerð deiliskipulags fyrir hluta svæðisins, þ.e. svæðið vestan Borgarbrautar, svæði sem fékk síðar nafnið Móahverfi. Uppbygging á því svæði er komin á fullt og verður í gangi næstu árin.
Er nú lögð fram til kynningar uppfærð tillaga að rammaskipulagi fyrir allt svæði ÍB23 þar sem fyrri tillaga hefur verið aðlöguð að gildandi deiliskipulagi Móahverfis.
Lagt fram að nýju erindi dagsett 6. desember 2021 þar sem Þórdís Katla Einarsdóttir óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Spítalaveg 15.
Óskað er eftir að fá að skipta lóðinni upp í tvær lóðir þar sem að Spítalavegur 15 er að hluta til eignarlóð. Skipulagsráð tók málið fyrir 22. desember 2021 þar sem málið var flutt undir deiliskipulagsbreytingu fyrir Tónatröð og hefur málið ekki verið tekið upp síðan.
Skipulagsráð hafnar erindinu.
Lögð fram til kynningar tillaga að útfærslu grafreitar á um 5,6 ha svæði í Naustaborgum.
Umrætt svæði liggur upp að svæði þar sem nú er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarsvæðis, þ.e. svæði milli Kjarnagötu og Naustaborga.
Að mati skipulagsráðs er æskilegt að skipulag svæðis fyrir grafreit verði hluti af skipulagi fyrir nýtt íbúðarsvæði og hluta af útivistarsvæði Naustaborga. Er skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við undirbúning að gerð deiliskipulags á þessu svæði til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu og nýsamþykkta húsnæðisáætlun.
Erindi dagsett 4. febrúar 2025 þar sem Ásdís Helga Ágústsdóttir fh. SS Byggis sækir um að fá að reisa glerskála, B3,7xL4,6xH2,5, á þaksvölum efstu hæðar Þursaholts 5-7-9.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jón Hjaltason óflokksbundinn á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.
Jón Hjaltason óflokksbundinn vék af fundi undir þessum lið.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi með vísan í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Erindi dagsett 30. janúar 2025 þar sem að Sigurður Sigurðsson fh. AJS fasteigna ehf. óskar eftir að fá að deila Brekkugötu 7 upp í tvö fasteignanúmer þar sem framtíðaráform eru uppi um að útbúa gistiaðstöðu í bakhúsi.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að bakhús lóðar Brekkugötu 7b verði breytt í gististað, með fyrirvara um að húsið standist kröfur þar um. Ráðið hafnar því að Brekkugötu 7b verði skipt upp í tvö fasteignanúmer.
Erindi dagsett 17. janúar 2025 þar sem Baldur Jónsson fh. Ofar ehf. sækir um uppsetningu á snjallboxi fyrir utan verslun Ofar ehf. í Skipagötu 16 eða annars staðar í miðbænum.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Þórhallur Jónsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.
Þórhallur Jónsson D-lista vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem sótt er um að staðsetja snjallbox utan lóðarmarka.
Nýtt deiliskipulag fyrir Austurveg 15 - 21 í Hrísey tók gildi með samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda 9. september 2024 og er unnið að gerð mæliblaðs og breyttri skráningu lóða til samræmis.
Skipulagsráð samþykkir að lóðirnar Austurvegur 15 - 21 verði auglýstar lausar til úthlutunar. Er miðað við að ef fleiri en ein umsókn berst um ákveðna lóð skuli útdrætti beitt við úthlutun. Til samræmis við reglur um lóðaúthlutun hafa einstaklingar forgang um úthlutun einbýlishúsalóða.
Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr útboði á lóðum í 2. áfanga Móahverfis en útboðinu lauk 30. janúar sl.
Rætt um hvort breyta eigi fyrirkomulagi sumarlokunar Hafnarstrætis (göngugötu) fyrir sumarið 2025 en gatan var lokuð sumarið 2024 frá 1. júní til 30. ágúst.
Þá er lagt fram erindi Halldórs Kristins Harðarsonar dagsett 3. febrúar 2025 þar sem óskað er eftir að hluta Skipagötu verði jafnframt lokað fyrir bílaumferð á sumrin.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.
Liður 2 í fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dagsettri 6. febrúar 2025:
Erindi dagsett 30. janúar 2025 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson f.h. AJS fasteigna ehf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 13 við Strandgötu. Innkomin gögn eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Fyrir liggur að umsækjandi er með tvær íbúðir í húsinu í skammtímaleigu sem ekki er rekstrarleyfi fyrir.
Að mati skipulagsráðs samræmist það aðal- og deiliskipulagi að vera með íbúðir til skammtímaleigu á efri hæðum í þessu húsi. Skipulagsráð samþykkir þó ekki að veitt verði leyfi fyrir breytingum nema að samtímis verði sótt um leyfi fyrir þeim breytingum sem þegar hafa verið gerðar á húsnæðinu.
Lagt fram erindi Péturs Ólafssonar dagsett 7. febrúar 2025, fh. Hafnasamlags Norðurlands bs., um tímabundið bann við lagningu bíla á ákveðnum svæðum við Oddeyrarbryggju og Tangabryggju og umferðarstýringu á Strandgötu austan Hjalteyrargötu. Þá er lagt til að bæjaryfirvöld fylgist vel með umferð og lagningu ökutækja á svæðinu í tengslum við komu skipa þar sem töluvert er um að ökutækjum sé lagt á gangstéttum á svæðinu. Þá er að lokum óskað eftir að Hafnasamlagið fái umboð til að stjórna og stýra hvernig þjónustu við ferðaþega verði háttað við afmarkað svæði sem liggur upp að hafnarsvæðinu.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og Vegagerðarinnar. Er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa í Lögbirtingablaði ákvörðun um tímabundið bann við akstri austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og tímabundið bann við lagningu ökutækja.
Lögð fram til kynningar fundargerð 1002. fundar, dagsett 30. janúar 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 1003. fundar, dagsett 6. febrúar 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.