Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:00 - 11:00
  • Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 310

Nefndarmenn

    • Tryggvi Már Ingvarssonformaður
    • Helgi Snæbjarnarson
    • Ólína Freysteinsdóttir
    • Arnfríður Kjartansdóttir
    • Þórhallur Jónsson
    • Helgi Sveinbjörn Jóhannssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Pétur Ingi Haraldssonsviðsstjóri skipulagssviðs
    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
Tryggvi Már Ingvarsson formaður ráðsins bar upp ósk um að bæta við útsenda dagskrá máli 17, kostnaðar- og sviðsmyndagreining um uppbyggingu íþróttamannvirkja, og var það samþykkt.
  • Jafnréttisstefna - skipan þróunarleiðtoga

    Málsnúmer 2018110171

    Samkvæmt Jafnréttistefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.

    Skipulagsráð samþykkir að Helgi Snæbjarnarson L-lista verði þróunarleiðtogi jafnréttismála.

    Arnfríður Kjartansdóttir V-lista, Þórhallur Jónsson D-lista og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista óska bókað:

    Þróun jafnréttismála hjá Akureyrarbæ er mikilvægt og allt um lykjandi verkefni. Því er eðlilegt að launaður starfsmaður hafi umsjón með málaflokknum frekar en að kjörnir fulltrúar taki að sér verkefnið í sjálfboðavinnu.

  • Kynningaráætlanir sviða 2019

    Málsnúmer 2019020253

    Lögð fram tillaga að kynningaráætlun skipulagssviðs í samræmi við aðgerðaráætlun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

    Skipulagsráð samþykkir kynningaráætlunina.

  • Þjónustukönnun Gallup 2018 - kynning í ráðum

    Málsnúmer 2019020200

    Lögð fram til kynningar þjónustukönnun sem Gallup gerði í 19 stærstu sveitarfélögum landsins í lok árs 2018.

  • Gatnagerðargjöld - endurskoðun á reglum 2019

    Málsnúmer 2019020277

    Á fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var samþykkt að óska eftir tillögum frá skipulagsráði um afslátt á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. febrúar 2019.

    Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði tímabundinn afsláttur upp á 50%, til tveggja ára, vegna gatnagerðargjalda á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum.



    Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

  • Þórunnarstræti - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri lögn

    Málsnúmer 2019020305

    Erindi dagsett 18. febrúar 2019 þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar lagna í Þórunnarstræti. Framkvæmdin er hluti af Hjalteyrarverkefninu og áætlaður framkvæmdatími er frá byrjun maí og fram í ágúst 2019. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.

    Afgreiðslu frestað milli funda.

  • Hrísey - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar, lagningu fráveitu, neysluvatns- og raflagna

    Málsnúmer 2019020345

    Erindi dagsett 20. febrúar 2019 þar sem Anna Bragadóttir hjá Eflu fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, Norðurorku hf., kt. 550978-0169, og Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar, lagningu fráveitu-, neysluvatns- og raflagna í Hrísey. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir og verklýsing.

    Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

    Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

    Fylgiskjöl
  • Naustagata - ósk um lækkaðan hámarkshraða

    Málsnúmer 2017090033

    Lögð fram umsögn skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um erindi íbúa Vörðutúns 2 þar sem óskað er eftir að hámarkshraði verði lækkaður úr 50 km/klst í 30 km/klst. Kemur þar fram að ekki sé talin ástæða til að lækka umferðarhraða í götunni.

    Skipulagsráð harmar hversu langan tíma hefur tekið að svara erindinu. Ekki er gerð athugasemd við umsögnina og er sviðsstjóra falið að svara umsækjanda í samræmi við hana.

  • Hesjuvellir - beiðni um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

    Málsnúmer 2018120185

    Erindi lagt fram að nýju eftir umsögn Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir skýringum bæjarstjórnar á þörf fyrir breytingunni og rökstuðningi fyrir því hvers vegna breytingin telst vera óveruleg.

    Skipulagsráð telur að staðsetning fyrirhugaðs íbúðarhúss á jörðinni Hesjuvöllum hafi ekki áhrif á neina aðra hagsmunaaðila en umsækjendur sjálfa. Um er að ræða nýtt íbúðarhús á jörð sem er skráð sem lögbýli í einkaeigu. Fram kemur í umsókn eigenda jarðarinnar að ástand núverandi húss á jörðinni sé bágborið og því má líta á málið sem eðlilega endurnýjun mannvirkja á jörðinni. Skipulagsráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

  • Aðalskipulag Akureyrarbæjar - Hólasandslína

    Málsnúmer 2018030073

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 20. febrúar 2019 þar sem fram kemur að stofnunin geti fallist á að breyting á aðalskipulagi sem varðar færslu Hólasandslínu 3 sunnan flugvallar sé óveruleg en að bæjarstjórn þurfi að taka efnislega afstöðu til þeirra atriða sem fram koma í fyrirliggjandi umsögnum. Umsagnirnar lagðar fram að nýju ásamt tillögu að viðbrögðum við efnisatriðum þeirra.

    Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að umsögn um efnisatriðin verði samþykkt og að skipulagssviði verði falið að senda lagfærð gögn til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

  • Miðhúsavegur 4 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2018070085

    Lagt fram að nýju erindi Jóns Björnssonar dagsett 29. júní 2018 fyrir hönd Verkvals ehf., kt. 530887-1709, þar sem sótt er um leyfi til að setja upp olíugeymi og dælubúnað til hreinsunar olíumengaðs vatns auk safntanks og gáms, til afvötnunar fitu úr fituskiljum, á lóðinni nr. 4 við Miðhúsaveg. Innkomin umsögn Norðurorku dagsett 28. júní 2018.

    Endurnýjað erindi dagsett 20. febrúar 2019 þar sem Anna Bragadóttir hjá Eflu fyrir hönd Verkvals ehf., kt. 530887-1709, leggur inn ný gögn. Lögð eru inn fundargerð Heilbrigðisnefndar, minnisblað Eflu dagsett 12. febrúar 2019 um fyrirhugaða starfsemi, kynning Verkvals og teikningar.

    Erindið var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 20. ágúst með fresti til að gera athugasemdir til 18. september 2018. Ein athugasemd barst dagsett 20. september 2018 frá Hjalta Gestssyni f.h HGT ehf.

    Skipulagsráð telur, miðað við framlögð gögn, að ekki sé hætta á lyktarmengun frá starfseminni og telur að umbeðin starfsemi sé innan skipulagsákvæða aðalskipulags. Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi.

    Fylgiskjöl
  • Oddagata 11 - fyrirspurn vegna bílskúrs

    Málsnúmer 2019010294

    Erindi dagsett 24. janúar 2019 þar sem Ágúst Leifsson leggur inn fyrirspurn varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna möguleika á byggingu bílskúrs við hús nr. 11 við Oddagötu. Meðfylgjandi er skýringarmynd. Innkomin ný gögn 19. febrúar 2019.

    Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Að mati ráðsins er um óverulega breytingu að ræða og felur skipulagssviði að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga þegar gögn hafa borist.

  • Goðanes 7 - umsókn um lóð

    Málsnúmer 2019020296

    Erindi dagsett 14. febrúar 2019 þar sem Gunnar Sigtryggsson fyrir hönd Akurbergs ehf., kt. 460804-2210, sækir um lóð nr. 7 við Goðanes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.

    Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

  • Kjarnagata 55 - umsókn um lóð

    Málsnúmer 2019020188

    Erindi dagsett 6. febrúar 2019 þar sem Ásgeir Már Ásgeirsson fyrir hönd Naustagötu 13 ehf., kt.480218-1080, sækir um lóð nr. 55 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.

    Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

    Málsnúmer 2019010038

    Lögð fram til kynningar fundargerð 708. fundar, dagsett 31. janúar 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

    Málsnúmer 2019010038

    Lögð fram til kynningar fundargerð 709. fundar, dagsett 7. febrúar 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

    Málsnúmer 2019010038

    Lögð fram til kynningar fundargerð 710. fundar, dagsett 14. febrúar 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

  • Kostnaðar- og sviðsmyndagreining um uppbyggingu íþróttamannvirkja

    Málsnúmer 2019020227

    Erindi í tölvupósti dagsettum 26. febrúar 2019 þar sem Andri Teitsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjaráðs óskar eftir að skipulagsráð tilnefni tvo menn í starfshóp um mat á kostnaði og sviðsmyndum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri.

    Skipulagsráð samþykkir að Tryggvi Már Ingvarsson B-lista og Helgi Snæbjarnarson L-lista verði fulltrúar skipulagsráðs.