Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á svæði sem nær til B-áfanga Krossaneshaga. Svæðið er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem athafnasvæði en miðað við núverandi og fyrirhugaða starfsemi væri æskilegra að svæðið yrði skilgreint sem iðnaðarsvæði.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að láta vinna lýsingu aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Erindi dagsett 8. ágúst 2018 frá Haraldi S. Árnasyni þar sem hann fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, lóðarhafa Njarðarness 12 sækir um eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi er gilda fyrir lóðina og í framhaldi af því verði erindið grenndarkynnt.
1) Lóð hússins verði stækkuð um hluta af göngustíg er liggur vestan við lóð. Lóðarstækkun er 120,5 m² og verður því heildarlóð hússins 4186,2 m².
2) Þak hússins verði gert einhalla með mestu vegghæð 12,5 m en minnsta vegghæð 9,2 m. Samkvæmt skilmálum er mesta vegghæð 9,0 m og mesta mænishæð/þakhæð 12,5 m.
3) Nýting lóðar verði 0,55 í stað 0,50.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjenda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsókn.
Skipulagsráð telur þó að skoða þurfi sérstaklega hvaða áhrif breytingin hefur á fyrirhugaðan göngustíg.
Á fundi skipulagsráðs 30. maí sl. var samþykkt að heimila eiganda Hafnarstrætis 73 að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina í samræmi við umsókn um hækkun núverandi húss um eina hæð. Er tillaga Landslags ehf. um breytingu á deiliskipulagi nú lögð fram og felst hún í að skilmálum verði breytt á þann veg að heimilt verði að bæta hæð ofan á núverandi hús, að vegghæð verði allt að 11 m í stað 8,4 m og mænishæð 13,2 m í stað 10,6 m. Byggingarmagn eykst úr 568 fm í 780 fm og nýtingarhlutfall verður 1,30 í stað 0,95.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindi dagsett 8. ágúst 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hótels Akureyri ehf., kt. 640912-0220, óskar eftir umsögn skipulagsráðs um meðfylgjandi tillöguteikningar af stækkun hótelbyggingar á lóð nr. 67-69 við Hafnarstræti.
Jafnfram er óskað eftir heimild til að hefja framkvæmdir við jarðvegsskipti á lóðinni vegna viðbyggingarinnar.
Skipulagsráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi tillöguteikningar og vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.
Erindi dagsett 7. ágúst 2018 þar sem Magnús Snorri Magnússon og Erla Björnsdóttir leggja inn fyrirspurn um hvort leyfi fáist til að byggja bílskúr við hús nr. 11 við Kringlumýri skv. meðfylgjandi mynd.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindi um bílskúr þegar umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir ásamt fullnægjandi hönnunargögnum.
Lagt fram að nýju erindi Jóns Björnssonar dags. 29. júní 2018 fyrir hönd Verkvals ehf., kt. 530887-1709, þar sem sótt er um leyfi til að setja upp olíugeymi og dælubúnað til hreinsunar olíumengaðs vatns auk safntanks og gáms til afvötnunar fitu úr fituskiljum á lóðinni nr. 4 við Miðhúsaveg. Meðfylgjandi er umsögn Norðurorku dagsett 28. júní 2018.
Var afgreiðslu málsins frestað á fundi skipulagsráðs 11. júlí og í kjölfarið var óskað eftir áliti Skipulagsstofnunar á því hvort fyrirhuguð starfsemi samræmist skipulagi svæðisins. Liggur svar Skipulagsstofnunar fyrir í tölvupósti dags. 27. júlí 2018.
Skipulagsráð telur að umfang olíu- og fitugeyma og hreinsibúnaðar, miðað við fyrirliggjandi umsókn, sé ekki það mikið að starfsemin þurfi að vera á skilgreindu iðnaðarsvæði í aðalskipulagi.
Skipulagsráð samþykkir að umsóknin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga.
Erindi dagsett 31. júlí 2018 þar sem Sviatlana Tsiutchanka sækir um að íbúð á neðri hæð í húsi nr. 2 við Grænugötu verði skráð sem atvinnuhúsnæði til að nýta fyrir skammtímaleigu. Meðfylgjandi er greinargerð og samþykki meðeiganda.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem í aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að rekstrarleyfisskyld skammtímaleiga er óheimil á íbúðarsvæðum nema kveðið sé á um það í aðalskipulagi viðkomandi landnotkunarreits (bls. 34 í greinargerð aðalskipulagsins).
Erindi dagsett 2. ágúst 2018 þar sem Haraldur Hrafnsson og Sólveig Einarsdóttir sækja um að gerður verður nýr lóðarleigusamningur fyrir lóðina Austurvegur lóð, lnr. 175494, í Hrísey. Á lóðinni er skúr/hlaða sem er 16,3 m² og er núverandi lóð 20 m² að stærð. Er óskað eftir stækkun lóðarinnar.
Skipulagsráð hafnar því að gerður verður nýr lóðarleigusamningur sem felur í sér stækkun núverandi lóðar. Að mati ráðsins er ekkert því til fyrirstöðu að lóðarhafar endurgeri hlöðuna byggt á þeim samningi sem nú er í gildi.
Erindi dagsett 23. júlí 2018 þar sem Björn Heiðar Pálsson fyrir hönd Vaðlaheiðar ehf., kt. 681212-1670, sækir um lóð nr. 3 við Oddeyrarbót. Fram kemur í umsókn að gert er ráð fyrir uppbyggingu þjónustumiðstöðvar og afgreiðslu bílaleigunnar Akureyri rent a car. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Umsókn um lóð er hafnað þar sem fyrirhuguð uppbygging er í ósamræmi við ákvæði aðalskipulags um að á þessu svæði(merkt H1) skuli vera aðstaða fyrir hafnsækna ferðaþjónustu.
Lögð fram til kynningar fundargerð 685. fundar, dagsett 23. júlí 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/afgreidslufundur-byggingarfulltrua
Lögð fram til kynningar fundargerð 686. fundar, dagsett 1. ágúst 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 17 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/afgreidslufundur-byggingarfulltrua