Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram tillaga að deilskipulagi 3. áfanga Naustahverfis. Árni Ólafsson arkitekt frá Teiknistofu arkitekta ehf. kynnti tillöguna.
Tillaga að deiliskipulagi orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar var auglýst frá 4. september með athugasemdarfresti til 16. október í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun.\n\nBeiðnir um umsagnir voru sendar til 8 umsagnaraðila: Rarik, Minjastofnunar Íslands, Norðurorku, Umhverfisstofnunar, Skipulagsstofnunar, Eyjafjarðarsveitar, hverfisnefndar Naustahverfis og Hörgársveitar.\n\nTvær umsagnir bárust frá:\n1) Norðurorku, dagsett 12. september 2013.\nUm landið liggja tvær lagnir á vegum Norðurorku hf., þ.e. háspennulögn og vatnslögn. \nNorðurorka ítrekar að ef gera þarf breytingar á ofangreindum lögnum verða þær færðar á kostnað þess sem þeirra óskar.\n2) Umhverfisstofnun, dagsett 18. október 2013. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemd við tillöguna. \n\nTvær athugasemdir bárust frá:\n1) Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar dagsett 26. september 2013 sem gerir athugasemdir vegna rotþróar og fráveitu. Einnig þarf að athuga hljóðvist vegna fyrirhugaðrar tengibrautar.\n2) Úrbótamönnum ehf, dagsett 16. október 2013, en þeir telja að möguleiki þurfi að vera til að stækka grunnflöt húsanna í 110m2 vegna aukinnar eftirspurnar eftir stærri orlofshúsum.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, unna af Teiknum á lofti ehf. og dagsetta 25. október 2013.\nMeð bréfi dagsettu 7. ágúst 2013 samþykkti Skipulagsstofnun að aðalskipulagstillagan vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis yrði auglýst þar sem búið var að gera viðeigandi lagfæringar á aðalskipulagsuppdrætti vegna athugasemda Skipulagsstofnunar sem fram komu í bréfi dagsettu 12. júní 2013. Nú hafa einnig verið færðar viðeigandi skýringar inn í greinargerð sem fram komu í athugasemd í 3. lið sama bréfs.
Erindi dagsett 6. september 2013 þar sem Meltuvinnslan ehf., kt. 571297-3029, sækir um lóð nr. 3 við Glerárgötu.\nMeðfylgjandi er yfirlýsing Landsbankans hf. dagsett 15. október 2013 þar sem fram kemur að byggingarframkvæmdirnar séu til skoðunar hjá bankanum og verður erindið tekið fyrir að nýju í Lánanefnd bankans þegar allar forsendur fyrirhugaðs verkefnis liggja fyrir.\nEinnig liggur fyrir samkomulag Fjarðarvers ehf. og Meltuvinnslunnar ehf. um fjármögnun og uppbyggingu verkefnisins í heild.
Erindi dagsett 9. október 2013 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni og Hólmgeir Valdemarssyni þar sem þeir f.h. Hestamannafélagsins Léttis, kt. 430269-6749, óska eftir að fá að reisa minnisvarða um gistiheimilið og hesthúsið Caroline Rest þar sem það stóð í Grófargili. Um er að ræða 1,5 metra háan stuðlabergsstein með skildi þar sem segir frá sögu hússins. \nSamþykki framkvæmdastjóra KEA Hotels fyrir staðsetningu minnismerkisins innan lóðar KEA Hotels liggur fyrir í tölvupósti dagsettum 15. október 2013.
Ragnar Jón Ragnarsson og Jens K. Gíslason fulltrúar í hverfisnefnd Brekku og Innbæjar mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa 10. október 2013.\nErindi þeirra lýtur að ákvörðun skipulagsnefndar um að setja biðskyldu við göturnar sem eru aðliggjandi Hamarstíg. Þeir benda á vöntun á samráði við hverfisnefnd um ákvörðunina. Telja þeir að ekki sé ráðlegt að gatan verði gerð að einstefnu. Þeir skora á bæjaryfirvöld að ákvörðunin verði endurskoðuð og fundin verði lausn á málinu í samráði við hverfisnefnd.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Fulltrúar hverfisnefndar Brekku og Innbæjar hafa óskað eftir fundi með fulltrúum skipulagsnefndar. </DIV><DIV>Skipulagsstjóra er falið að finna hentuga tímasetningu fyrir fund aðila til þess að fara yfir stöðu málsins með lausn í huga.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Brynhildur Þórarinsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 10. október 2013. \nBrynhildur býr í Hamarstíg 6 og kemur f.h. hóps sem hefur farið af stað með undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að gerð verði gangstétt við norðanverðan Hamarstíg milli Oddeyrargötu og Þórunnarstrætis. Hún bendir á að mikil endurnýjun hafi verið í hverfinu og barnafjöldinn aukist mikið. Umferðin hefur einnig aukist heilmikið. Hópurinn skorar á skipulagsyfirvöld að setja minni gerð af gangstétt sem myndi þá um leið þrengja götuna og draga úr hraða.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd vísar erindinu til skoðunar og umsagnar framkvæmdaráðs og framkvæmdadeildar.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Lögð var fram í bæjarráði fundargerð 40. fundar hverfisnefndar Brekku og Innbæjar dagsett 4. september 2013. Bæjarráð vísaði 3. lið fundargerðarinnar til skipulagsnefndar en þar er gerð athugasemd við að auglýsing lýsingar vegna miðbæjarskipulags hafi ekki verið tilkynnt hverfisnefndinni.
Gerður Jónsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 10. október 2013.\nHún keypti Aðalstræti 6 fyrir tveimur árum en ekkert bílastæði er við götuna. Gert er ráð fyrir bílastæðum fyrir nokkur hús skammt frá sem ekki hefur verið gengið frá. Hún kallar eftir áformum bæjarins varðandi frágang á bílastæðunum.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir almennum bílastæðum austan við "Gamla Apótekið" sem til stendur að ganga endanlega frá á næstunni. Einnig skal bent á að almenn bílastæði eru norðan verslunarinnar Brynju til afnota fyrir íbúa hverfisins.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Eiður Guðni Matthíasson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 10. október 2013.\nb) Hvetur bæjaryfirvöld til þess að opna Brálund aftur.\nd) Hann spyr hvort ekki eigi að breyta Kjarnagötunni. Hann kvartar sérstaklega yfir syðstu beygjunni og hvetur til þess að hún verði löguð.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>b) Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhald þessa máls s.s. hugsanlega tengingu Brálundar við Miðhúsabraut en slíkt kallar á aðalskipulagsbreytingu.</DIV><DIV>d) Í nýlega samþykktu deiliskipulagi sem tekur til vestari hluta Kjarnagötu er gert ráð fyrir að gatan verði rétt af að hluta. Aðrar breytingar á götunni eru ekki fyrirhugaðar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Fundargerð dagsett 9. október 2013. Lögð var fram fundargerð 464. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerð dagsett 16. október 2013. Lögð var fram fundargerð 465. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerð dagsett 23. október 2013. Lögð var fram fundargerð 466. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum.
<DIV><DIV><DIV>Lagt fram til kynningar.</DIV></DIV></DIV>