Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:00 - 11:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 190

Nefndarmenn

    • Tryggvi Már Ingvarssonformaður
    • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
    • Jón Ingi Cæsarsson
    • Edward Hákon Huijbens
    • Sigurjón Jóhannesson
    • Jón Þorvaldur Heiðarssonáheyrnarfulltrúi
    • Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
Jón Ingi Cæsarsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur. Formaður bar upp ósk um að taka fyrir lið 14, "Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra", sem ekki var í útsendri dagskrá og var það samþykkt.
  • Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 - endurskoðunarþörf á kjörtímabilinu

    Málsnúmer 2014100281

    Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal bæjarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag Akureyrar 2005-2018. Í gildi eru þrjár aðalskipulagsáætlanir fyrir Akureyrarkaupstað eftir sameiningu við Hrísey og Grímsey.

    Samkvæmt samstarfssamningi meirihlutaflokka bæjarstjórnar Akureyrar er gert ráð fyrir að farið verði í heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 og á öðrum aðalskipulagsáætlunum sem í gildi eru. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við undirbúning þeirrar vinnu 2015 en að aðalvinnsla þess muni þó fara fram á árunum 2016-2017.

  • Glerárvirkjun II - matsskylda framkvæmda, beiðni um umsögn

    Málsnúmer 2014100145

    Erindi dagsett 7. október 2014 frá Jakobi Gunnarssyni f.h. Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdir við Glerárvirkjun II skuli háðar mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.

    Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag svæðisins sem hlotið hefur lögformlega staðfestingu.
    Meirihluti skipulagsnefndar tekur undir niðurstöður skýrslu EFLU f.h. Fallorku um að framkvæmdin muni hafa óveruleg umhverfisáhrif.
    Því telur meirihluti skipulagsnefndar að ekki sé ástæða til að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
    Jón Ingi Cæsarsson S-lista og Edward H. Huijbens V-lista óska bókað:
    Að okkar mati er full ástæða til að framkvæma umhverfismat vegna Glerárvirkjunar II.
    Ástæður þess eru að okkar mati að:
    1) Engar fullnægjandi rannsóknir hafa verið gerðar á rennsli Glerár á virkjunarsvæðinu.
    2) Jarðfræði virkjunarsvæðisins er að mestu ókönnuð.
    3) Áhrif þess á umhverfi og náttúru að taka bróðurhluta vatnsrennslis úr Glerárgili efra, sem er á náttúruminjaskrá, hafa ekki verið metin.
    4) Áhrif framkvæmda á útivist og ferðamennsku hafa ekki verið metin á fullnægjandi hátt.
    5) Að safna vatni í þessu magni ofan byggðar á Akureyri, þar sem Glerá rennur neðar um íbúðahverfi, vekur spurningar sem ekki verður svarað án ofangreindra rannsókna.

  • Miðbær suðurhluti - breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits - Hafnarstræti 90

    Málsnúmer 2014100290

    Erindi dagsett 29. september 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Hlyns Hallssonar sækir um leyfi til breytinga á útliti hússins Hafnarstrætis 90 vegna byggingar svala á suðurhlið hússins. \nSkipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt og dagsett 23. október 2014.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Krossaneshagi A-áfangi - breyting á deiliskipulagi við Njarðarnes og Baldursnes

    Málsnúmer 2014090083

    Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Krossaneshaga, A-áfanga" í samræmi við bókun nefndarinnar frá 25. september 2014. Í breytingunni felst m.a. að kvöð um göngustíg á lóðum við Baldursnes og Njarðarnes fellur niður. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá Formum dagsett 29. október 2014.

    Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Staða stígamála á Akureyri

    Málsnúmer 2014100298

    Helgi Már Pálsson, Tómas Björn Hauksson og Jónas Valdimarsson, starfsmenn framkvæmdadeildar, kynntu stöðu og áætlanir um gerð stíga á Akureyri.

    Skipulagsnefnd þakkar starfsmönnum framkvæmdadeildar fyrir kynninguna.

  • Oddeyri suðurhluti - breyting á deiliskipulagi vegna Strandgötu 43

    Málsnúmer 2011050116

    Erindi dagsett 17. október 2014 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Hugrúnar Ívarsdóttur og Halldórs Magna Sverrissonar óskar eftir að rífa gamla bílskúrsbyggingu á lóð nr. 43 við Strandgötu og reisa nýja. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 1. júní 2011 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.\nTillagan er dagsett 17. október 2014 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Naustahverfi 1. áfangi - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna Ásatúns 28-32

    Málsnúmer 2014100086

    Erindi dagsett 8. október 2014 þar sem Haraldur Árnason f.h. Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um breytingu á deiliskipulagi við Ásatún 28-32.\nÓskað er eftir að íbúðum verði fjölgað úr 14 í 17 og að bílastæðum norðan Ásatúns verði fjölgað um tvö. Meðfylgjandi er uppdráttur.

    Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Hvannavellir 12 - grenndarkynning

    Málsnúmer 2014100167

    Erindi dagsett 17. október 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Ísam ehf., kt. 660169-1729, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum byggingaráformum við Hvannavelli 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

    Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Hafnasvæði - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna viðhaldsdýpkana

    Málsnúmer 2014100165

    Erindi dagsett 8. október 2014 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi vegna viðhaldsdýpkana við Oddeyrar-, Tanga- og ÚA bryggju og að losa efnið í Hofsbót vegna stækkunar svæðis þar skv. miðbæjarskipulagi. Einnig er sótt um færslu á grjótgarði úr Sandgerðisbót í Hofsbót.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn í tengslum við fyrirhugaðar viðhaldsdýpkanir og losunar efnis á hafnarsvæði Hafnasamlags Norðurlands á Akureyri sem er í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
    Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
    Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

  • Landsnet hf. - umhverfisskýrsla kerfisáætlunar 2014-2023

    Málsnúmer 2014050056

    Landsnet þakkar þeim sem sendu inn umsagnir um drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar sem auglýst var til umsagnar þann 6. maí sl. og lauk umsagnarfresti þann 18. júní. Alls bárust umsagnir frá 23 aðilum og má nú finna viðbrögð Landsnets við þeim á heimasíðu fyrirtækisins. Einnig má þar finna lokaútgáfur kerfisáætlunar og umhverfisskýrslu ásamt afgreiðslu stjórnar fyrirtækisins á umhverfismati áætlunarinnar skv. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

    Lagt fram til kynningar.

  • Oddeyri - stefnumörkun og skipulag

    Málsnúmer 2014100041

    Stefnumótun skipulagsnefndar varðandi nýtingu og skipulag Oddeyrar neðan Glerárgötu sunnan Glerár.\nLagt er til að skipulagsnefnd skipi þriggja manna nefnd sem vinni að því að leggja grunn að frekari skipulagsvinnu, hvernig samráði við helstu hagsmunaaðila og íbúa verði háttað ásamt mótun framtíðarsýnar. Tillaga að aðferðafræði verði tilbúin í janúar 2015. Starfsmaður nefndarinnar verður skipulagsstjóri.

    Skipulagsnefnd tilnefnir eftirtalda aðila í nefndina: Tryggva Má Ingvarsson B-lista, Sigurjón Jóhannesson D-lista og Ólínu Freysteinsdóttur S-lista.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

    Málsnúmer 2014010005

    Fundargerð dagsett 16. október 2014. Lögð var fram fundargerð 513. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.

    Lagt fram til kynningar.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

    Málsnúmer 2014010005

    Fundargerð dagsett 23. október 2014. Lögð var fram fundargerð 514. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.

    Lagt fram til kynningar.

  • Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - tilnefning fulltrúa kjörtímabilið 2014 - 2018

    Málsnúmer 2014090020

    Breyting á tilnefningu fulltrúa skipulagsnefndar í samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra.

    <DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd tilnefnir Tryggvi Már Ingvarsson B-lista sem fulltrúa sinn í nefndinni og Sigurjón Jóhannesson D-lista sem varamann.</DIV></DIV></DIV></DIV>