Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:00 - 9:30
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 204

Nefndarmenn

    • Tryggvi Már Ingvarssonformaður
    • Helgi Snæbjarnarson
    • Ólína Freysteinsdóttir
    • Edward Hákon Huijbens
    • Sigurjón Jóhannesson

Starfsmenn

    • Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti ekki á fundinn og varamaður hans ekki heldur. Samþykkt var að taka út af dagskrá lið sem var nr. 9 í útsendri dagskrá.
  • Norður-Brekka, neðri hluti - deiliskipulag

    Málsnúmer 2014030299

    Tillaga að deiliskipulagi Norður-Brekku, neðri hluta, var auglýst frá 11. febrúar með athugasemdafresti til 25. mars 2015. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar. Tillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti dagsettum 27. maí 2015 og í greinargerð dagsettri 27. maí 2015.

    Einnig fylgir tillögunni húsakönnun, dagsett 16. apríl 2015.

    Kostnaðarútreikningur framkvæmdadeildar vegna framkvæmda innan skipulagssvæðisins liggur fyrir.

    Þrjár umsagnir og fimm athugasemdir bárust innan athugasemdartíma. Í framhaldi af kynningarfundi 5. nóvember 2014 bárust tvær athugasemdir.

    Umsagnir og athugasemdir má sjá í fylgiskjali merktu "Norður-Brekka, athugasemdir og svör 27.5.2015".

    Svör við umsögnum og athugasemdum eru í skjali merktu "Norður-Brekka, athugasemdir og svör 27.5.2015". Tekið er tillit til hluta athugasemda nr. 3 og nr. 7 og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum.



    Niðurstaða:

    Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

  • Menntaskólinn, Laugargata, Möðruvallastræti og Barðstún - deiliskipulag, lýsing

    Málsnúmer 2015030149

    Skipulagslýsing var auglýst 29. apríl 2015 í Dagskránni, á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhússins. Lýsingin, dagsett 15. apríl 2015, var unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

    Tvær umsagnir bárust:

    1) Norðurorka, dagsett 13. maí 2015.

    Óskað er eftir að dreifistöð Norðurorku verði úthlutuð lóð með kvöðum vegna veitulagna og aðkomu frá Hrafnagilsstræti.

    2) Skipulagsstofnun, dagsett 15. maí 2015.

    Engin athugasemd er gerð.

    Ein ábending barst:

    1) Ólafur Stefánsson, dagsett 12. maí 2015.

    Óskað er eftir að á lóð Möðruvallastrætis 8 verði gert ráð fyrir byggingarreit fyrir bílskúr, viðbyggingu við íbúðarhús og sambærilegu nýtingahlutfalli og á aðliggjandi lóðum.

    Ábendingunum er vísað til vinnslu deiliskipulagsins.

  • Naustahverfi reitur 28, Krókeyrarnöf 21 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2015050039

    Erindi dagsett 7. maí 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Bókhalds og ráðgjafar Auditor ehf., kt. 440302-3270, sækir um stækkun byggingarreits á lóð nr. 21 við Krókeyrarnöf.

    Innkominn breytingaruppdráttur dagsettur 27. maí 2015 eftir Ágúst Hafsteinsson frá Formi ehf.

    Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Naustahverfi reitur 28, Krókeyrarnöf 25 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2015010183

    Erindi dagsett 19. janúar 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu f.h. Gunnars Kristjáns Jónassonar sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við Krókeyrarnöf 25.

    Innkominn breytingaruppdráttur dagsettur 27. maí 2015 eftir Loga Má Einarsson.

    Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Sjávargata, Hrísey - umsókn um lóð undir skólpdælustöð

    Málsnúmer 2015040032

    Erindi dagsett 8. apríl 2015 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um 613,5 m² lóð undir skólpdælustöð við Sjávargötu 2a. Einnig er sótt um byggingarreit að stærð 10x10 m fyrir skólpdælustöðina.

    Meðfylgjandi er teikning eftir Berg Steingrímsson.

    Erindið var grenndarkynnt frá 17. apríl til 15. maí 2015. Engin athugasemd barst.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur lóðarskrárritara að gefa út lóðarsamning með afmörkun lóðarinnar.

  • Ystabæjarvegur, Hrísey - umsókn um lóð vegna dælustöðvar

    Málsnúmer 2015030214

    Erindi dagsett 23. mars 2015 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um 16.169 m² lóð við Ystabæjarveg í Hrísey undir nýja dælustöð. Einnig er sótt um byggingarreit að stærð 10x10 m fyrir dælustöðina. Á lóðinni er einnig að finna eldra vatnsból Hríseyinga.

    Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Berg Steingrímsson.

    Erindið var grenndarkynnt frá 17. apríl til 15. maí 2015. Engin athugasemd barst.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur lóðarskrárritara að gefa út lóðarsamning með afmörkun lóðarinnar.

  • Hagahverfi - framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og veitustofnum

    Málsnúmer 2015050156

    Erindi dagsett 21. maí 2015 þar sem verkfræðistofan Efla f.h. Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, Norðurorku hf., kt. 550978-0169, Mílu ehf., kt. 460207-1690 og Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir nýbyggingu gatna og lagningu lagna veitustofna í Hagahverfi, A og B áfanga. Heildarlengd gatna er um 2000 m og vinnusvæðið um 10 ha. Áætlað er að fjarlægja um 70000 m3 af efni úr götustæðum og magn aðflutts fyllingarefnis er áætlað um 60000 m3. Efnið er sótt úr skilgreindum efnisnámum á Eyjafjarðarsvæðinu.

    Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist í byrjun júní 2015 og að hluti lóða verði byggingarhæfar í október 2015. Heildarframkvæmdum við þennan hluta hverfisins lýkur haustið 2016.

    Meðfylgjandi eru uppdrættir dagsettir 5. apríl 2015 frá Eflu.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við nýbyggingu gatna og lagningu lagna veitustofna í Hagahverfi, A og B áfanga, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

    Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

    Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

    Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

  • Breiðholt, hesthúsahverfi - umsókn um framkvæmdaleyfi

    Málsnúmer 2014090293

    Meðfylgjandi er endurnýjuð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar hitaveitu og skólpveitu í hesthúsahverfið í Breiðholti á Akureyri. Skipulagsnefnd veitti þann 15. október 2014 framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitu ásamt endurbótum á öðrum lögnum Norðurorku.

    Nú hefur verið ákveðið að leggja nýtt fráveitukerfi fyrir skólp í hverfið og gera endurbætur á vatnslögnum, ofanvatnskerfi og rafkerfi.

    Því er sótt um framkvæmdaleyfi að nýju vegna aukinna framkvæmda á svæðinu.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu hitaveitu, fráveitukerfis fyrir skólp ásamt endurbótum á vatnslögnum, ofanvatnskerfi og rafkerfi auk annarra lagna Norðurorku í Breiðholti.

    Framkvæmdirnar eru í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag.

    Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

    Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

    Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

  • Miðbær suðurhluti - auglýsing lóða við Austurbrú

    Málsnúmer 2014090084

    Umsækjandi lóðanna nr. 2-4, 6-8 og 10-12 við Austurbrú, Varmárbyggð ehf. kt. 551106-0390, hefur fallið frá áformum um að byggja á svæðinu.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að auglýsa lóðirnar að nýju.

  • Miðbær Akureyrar - framtíðarsýn, tilnefning fulltrúa

    Málsnúmer 2015030068

    Á fundi bæjarstjórnar þann 12. mars 2015 var eftirfarandi tillögu vísað til bæjarráðs:

    Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að móta tillögu að skýrri stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.

    Bæjarráð bókaði á fundi sínum 19. mars 2015 eftirfarandi:

    Bæjarráð felur fjármálastjóra og skipulagsstjóra ásamt fulltrúa frá skipulagsnefnd að móta tillögu að stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.

    Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson L-lista sem fulltrúa skipulagsnefndar til að móta tillögu um stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

    Málsnúmer 2015010005

    Fundargerð dagsett 15. maí 2015. Lögð var fram fundargerð 540. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.

    Lagt fram til kynningar.