Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:00 - 11:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 175

Nefndarmenn

    • Helgi Snæbjarnarsonformaður
    • Árni Páll Jóhannsson
    • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
    • Ragnar Sverrissonáheyrnarfulltrúi
    • Stefán Friðrik Stefánssonáheyrnarfulltrúi
    • Viðar Valdimarssonáheyrnarfulltrúi
    • Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
Viðar Valdimarsson áheyrnarfulltrúi B-lista mætti í forföllum Tryggva Más Ingvarssonar.
  • Sandgerðisbót - breyting á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2013110167

    Erindi dagsett 20. nóvember 2013 þar sem Bjarni Hallgrímsson sækir um leyfi fyrir breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 19 við Óseyri. \nSkipulagsnefnd óskaði eftir umsögn Minjastofnunar Íslands um fyrirhugaða viðbyggingu við Óseyri 19 þar sem húsið er friðað samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.\nInnkomið bréf frá Minjastofnun dagsett 15. janúar 2014 þar sem stofnunin telur að húsið við Óseyri 19 muni njóta sín betur án svo umfangsmikillar viðbyggingar. \nTekið fyrir að nýju þar sem skipulagsstjóri lagði fram tillögu um lausn sem tæki mið af athugasemdum Minjastofnunar.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsstjóra er falið að vinna breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem tæki mið af leið 1 í meðfylgjandi tillögu.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Strandgata Oddeyrarbryggja - umsókn um framkvæmdaleyfi

    Málsnúmer 2014030213

    Erindi dagsett 20. mars 2014 þar sem Hörður Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lengingu stálþils til vesturs við Oddeyrarbryggju. Meðfylgjandi eru teikningar.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lengingu hafnarkantsins til vesturs, sem eru í samræmi við samþykkt aðalskipulag. Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".
    Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
    Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

  • Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að Bíldsársskarði

    Málsnúmer 2014030271

    Skipulagsnefnd leggur til að stofnaður verði starfshópur í samráði við Eyjafjarðarsveit um útfærslur á flutningsleiðum raforku frá Kífsá að Bíldsársskarði vegna lagningar Kröflulínu, Akureyri-Krafla.\nVerkefni hópsins væri að leggja fram fullmótaða tillögu að flutningsleiðum raforku gegnum land bæjarins og áfram að Bíldsársskarði, sem hægt væri að kostnaðargreina.

    Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson, Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Sigurð Guðmundsson í starfshópinn og leggur til að Víðir Gíslason verði fenginn til ráðgjafar.
    Skipulagsstjóra er falið að hafa samband við sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar um tilnefningar í starfshópinn.

  • Hrísey, Sandshorn - hugmyndir að skipulagi

    Málsnúmer 2014030108

    Á fundi hverfisráðs Hríeyjar 20. febrúar sl. var tekið fyrir erindi frá stjórn Ferðamálafélags Hríseyjar sem hefur látið vinna hugmyndir að uppbyggingu á Sandshorni í Hrísey. Hverfisráð Hríseyjar óskar eftir við skipulagsnefnd að nýtt deiliskipulag verði gert af svæðinu sem tæki mið af meðfylgjandi hugmyndum.

    Skipulagsvinnu við aðalskipulag Hríseyjar er að mestu lokið. Í framhaldinu er því rétt að láta vinna deiliskipulag af þéttbýlinu í Hrísey þar sem horft væri til alls svæðisins og heildarhagsmunir skoðaðir í stærra samhengi.
    Erindinu er því frestað en skipulagsstjóra falið að hefja undirbúning að deiliskipulagsvinnu.

  • Árstígur 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

    Málsnúmer 2014010109

    Erindi dagsett 10. janúar 2014 þar sem Steinar Magnússon f.h. Ferro Zink hf., kt. 460289-1309, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 6 við Árstíg. Skipulagsnefnd óskaði eftir nánari teikningum, sbr. bókun frá 15. janúar sl., sem bárust 10. febrúar 2014. Erindið var grenndarkynnt frá 13. febrúar til 13. mars 2014. \nNorðurorka bendir á að fyrirtækið á og rekur dreifistöð í og við húsnæði Árstígs 6 en um fyrirhugað byggingarsvæði liggur háspennulögn að umræddri dreifistöð sem þyrfti þá að færa á kostnað Ferro Zink ehf.

    Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

  • Strandgata 35 - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu

    Málsnúmer 2014030131

    Erindi dagsett 18. mars 2014 þar sem Guðmundur Karl Björnsson óskar eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 35 við Strandgötu.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem nú þegar er búið að úthluta svæðinu norðan lóðar Strandgötu 35. </DIV><DIV>Bent er á að hægt er að komast að skúrbyggingu innan lóðar Strandgötu 35.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Aðalstræti 5 - umsókn um nýtt þak

    Málsnúmer 2014030087

    Erindi dagsett 11. mars 2014 þar sem Haraldur Árnason f.h. Sigfríðar Ingólfsdóttur og Ólafs Stefánssonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýju þaki á húsi nr. 5 við Aðalstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. \nÓskað var eftir afstöðu Minjastofnunar Íslands til framkvæmdarinnar þann 17. mars 2014 í samræmi við ákvæði deiliskipulags svæðisins. Svar barst 24. mars sl. þar sem stofnunin gerir ekki athugasemd við erindið.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Berghóll - fyrirspurn um lóð undir húsið Berghól

    Málsnúmer 2014030086

    Erindi dagsett 11. mars 2014 þar sem Torfi Þórarinsson sendir inn fyrirspurn um hvort flutningur á húsinu Berghóli komi til greina á lóð innan bæjarmarkanna. Meðfylgjandi eru teikningar.

    <DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda.</DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

    Málsnúmer 2014010005

    Fundargerð dagsett 13. mars 2014. Lögð var fram fundargerð 484. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.

    Lagt fram til kynningar.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

    Málsnúmer 2014010005

    Fundargerð dagsett 20. mars 2014. Lögð var fram fundargerð 485. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.

    Lagt fram til kynningar.