Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi er tekur til 3. áfanga Naustahverfis, Hagahverfis, var auglýst í Dagskránni þann 29. janúar 2014. \nEngar athugasemdir bárust.\nBeiðni um umsagnir voru sendar til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands og Hverfisnefndar Naustahverfis.\nEin umsögn barst frá Skipulagsstofnun dagsett 7. febrúar 2014.\na) Stofnunin telur að birta þurfi samantekt forsendna í tillögunni.\nb) Meta þurfi áhrif nýs verslunar- og þjónustusvæðis á líklega framfylgd þegar skipulagðra svæða við Kjarnagötu og annarstaðar á Akureyri.\nc) Gera þarf grein fyrir aðkomu að verslunar- og þjónustusvæðinu en samkvæmt lýsingu verður svæðið tengt við helstu samgönguæðar bæjarins.\nd) Bent er á að kynna þarf tillöguna á almennum fundi eða á annan hátt.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 12. febrúar 2014 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna 3. áfanga Naustahverfis, Hagahverfis.\nTekið hefur verið tillit til athugasemda sem fram komu í umsögn Skipulagsstofnunar dagsettar 7. febrúar 2014 um samantekt forsendna í tillögunni og þeim texta komið fyrir á uppdrætti.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 3. áf. Naustahverfis, Hagahverfis, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.\nDeiliskipulagstillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu dagsettri 12. febrúar 2014. Með tillögunni fylgir hljóðskýrsla frá verkfræðistofunni EFLU dagsett 12. febrúar 2014.\nEinnig er lagður fram breytingaruppdráttur af Naustahverfi, reit 28, dagsettur 12. febrúar 2014 vegna skörunar á afmörkun skipulaga.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins, unna af Loga Má Einarssyni arkitekt frá Kollgátu ehf. og Ómari Ívarssyni og Ingvari Ívarssyni frá Landslagi ehf.\nBreytingartillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti, lóðarmarkauppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu, dagsettri 12. febrúar 2014. Húsakönnun af núverandi byggð er í vinnslu en mun liggja frammi á auglýsingartíma.\nMeð tillögunni fylgir minnisblað um hljóðvist við Glerárgötu frá verkfræðistofunni EFLU dagsett 8. desember 2008 og minnisblað um umferðartalningu, umferðarspár og þversnið dagsett 15. september 2009.\nSvar Skipulagsstofnunar vegna samráðs um umfang og nákvæmni upplýsinga er fram koma í umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags miðbæjar Akureyrar, sem sent var 3. febrúar 2014 hefur ekki borist en óskað var eftir svari fyrir 10. febrúar 2014.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar virkjunar Glerár og byggingar stöðvarhúss í Réttarhvammi, unna af Ómari Ívarssyni og Ingvari Ívarssyni frá Landslagi ehf.\nDeiliskipulagstillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdráttum, skýringaruppdráttum, í greinargerð og í umhverfisskýrslu dagsettri 12. febrúar 2014.
Erindi dagsett 28. janúar 2014 frá Hirti Narfasyni þar sem hann f.h. HGH Verks ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóða HGH Verks ehf. við Súluveg, landnr. 149595 og 149596. Um er að ræða tvær lóðir sem verða sameinaðar í eina. Óskað er eftir að götuheiti lóðarinnar verði breytt í Súluveg 2. Einnig er óskað eftir stækkun byggingarreits til vesturs.
Erindi dagsett 6. febrúar 2014 þar sem Guðbjarni Eggertsson og Einar Valdimarsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækja um framkvæmdafrest fyrir lóð nr. 80 við Hafnarstræti.
Erindi dagsett 10. janúar 2014 þar sem Steinar Magnússon f.h. Ferro Zink hf., kt. 460289-1309, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 6 við Árstíg. Skipulagsnefnd óskaði eftir nánari teikningum sbr. bókun frá 15. janúar sl. sem bárust 10. febrúar 2014.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerð dagsett 30. janúar 2014. Lögð var fram fundargerð 478. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.
Fundargerð dagsett 6. febrúar 2014. Lögð var fram fundargerð 479. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.
<DIV><DIV>Lagt fram til kynningar.</DIV></DIV>