Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:00 - 11:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 174

Nefndarmenn

    • Helgi Snæbjarnarsonformaður
    • Árni Páll Jóhannsson
    • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
    • Edward Hákon Huijbens
    • Sigurður Guðmundsson
    • Ragnar Sverrissonáheyrnarfulltrúi
    • Stefán Friðrik Stefánssonáheyrnarfulltrúi
    • Tryggvi Már Ingvarssonáheyrnarfulltrúi
    • Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
  • Hálönd - frístundabyggð, deiliskipulag 2. áfangi

    Málsnúmer 2013080065

    Skipulagsstjóri lagði fram endurbætta tillögu að deiliskipulagi 2. áfanga frístundabyggðar í Hálöndum, unna af Teiknum á lofti ehf. og dagsetta 12. mars 2014.

    Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Sigurður Guðmundsson A-lista óskar bókað:
    Deiliskipulagstillagan gengur verulega gegn upphaflegum hugmyndum. Stækkun 10 húsa um 60% tel ég ekki ásættanlega. Enn eru óleyst mál varðandi gatnagerðargjöld af byggingum í fyrri áfanga og engin lausn í sjónmáli. Það getur ekki verið eðlilegt að ekki séu greidd gatnagerðargjöld af framkvæmdunum. Því segir skynsemin að staldra skuli við. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessari tillögu.

  • Hringteigur 2, VMA - skipulagslýsing

    Málsnúmer 2012121230

    Skipulagslýsing vegna deiliskipulags VMA var auglýst frá 13. mars til 2. apríl 2013. Ein umsögn barst frá Skipulagsstofnun dagsett 27. mars 2013 en ekki var gerð athugasemd við lýsinguna.\nSkipulagsstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags lóðar Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem umfang og þörf skólahúsnæðis á lóðinni er meira en fyrri lýsing gerði ráð fyrir.\nSkipulagslýsingin er dagsett 20. febrúar 2014 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. og kom hann á fundinn og kynnti hana.

    Skipulagsnefnd þakkar Ómari fyrir kynninguna og leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

  • Miðbær Akureyrar, deiliskipulag norðurhluta - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Glerárgötu 3, 5 og 7

    Málsnúmer 2013090038

    Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar sem auglýst var frá 8. janúar til 19. febrúar 2014.\nDeiliskipulagstillagan ásamt húsakönnun var unnin af Landslagi ehf. og dagsett 6. desember 2013.\nEin athugasemd barst frá Hagsmíði ehf. dagsett 10. febrúar 2014.\nHagsmíði bendir á að samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að sá hluti lóðar Glerárgötu 3, sem tilheyri fyrirtækinu, verði notaður undir fyrirhugaðar framkvæmdir á "Sjallareit". Umræddur lóðarskiki er hluti af lóð Glerárgötu 3b sem tilheyrir Hagsmíði ehf. samkvæmt þinglýstu afsali dagsettu 1. febrúar 1988. Einnig er bent á að fyrirtækið hefur samkvæmt sama afsali umferðarrétt á hluta lóðarinnar.

    Svar við athugasemd:
    Samkvæmt minnisblaði bæjarlögmanns dagsettu 26. febrúar 2014 aflaði lóðarhafi Glerárgötu 3b ekki samþykkis allra eigenda lóðarinnar Glerárgötu 3 þegar lóðarhlutanum var afsalað. Lóðarhafi Glerárgötu 3b hefur ekki haldið réttindum sínum frá 1988 til haga gagnvart skipulagsyfirvöldum, hvorki við þinglýsingu afsalsins né við gerð deiliskipulags 1996 og verður því að telja að umrædd breyting á lóðarmörkum, sem getið er í afsalinu, geti ekki leitt til þess að hann eigi tilkall til hluta lóðarinnar að Glerárgötu 3.
    Skipulagsnefnd getur því ekki fallist á að hluti lóðarinnar Glerárgötu 3 sé hluti lóðar Glerárgötu 3b.
    Tekið skal fram að á deiliskipulagsuppdrætti er skilgreindur umferðarréttur um lóð Glerárgötu 3 að lóð Glerárgötu 3b.

    Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

  • Hafnarsvæði sunnan Glerár - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Grímseyjargötu 3

    Málsnúmer 2014030057

    Erindi dagsett 7. mars 2014 frá Þresti Sigurðssyni þar sem hann f.h. Ásverks ehf., kt. 590994-2009, óskar heimildar til að láta vinna deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Grímseyjargötu 3 vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar og stækkunar lóðar til austurs.

    Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Hafnasamlags Norðurlands um tillöguna.

  • Lögmannshlíð og Hálönd - umsókn um framkvæmdaleyfi

    Málsnúmer 2014030074

    Erindi dagsett 11. mars 2014 þar sem Bragi Sigurðsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitu- og fráveitulagnar við Lögmannshlíð og að Hálöndum ofan Hlíðarenda. Einnig er sótt um að leggja háspennustreng og ídráttarrör fyrir fjarskipti á milli spennistöðvar á Hlíðarenda og Hálanda. Lagnaleið er samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Meðfylgjandi er samningur um heimild til að leggja veitulagnir um land jarðarinnar Hlíðarenda.

    Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.
    Meirihluti skipulagsnefndar gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista, sem vísar til bókunar sinnar í 1. lið fundargerðarinnar, hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu veitulagnanna og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".
    Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
    Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Vanda skal til við endanlegan yfirborðsfrágang vegna lagningar veitulagnanna.

  • Olíudreifing ehf - deiliskipulag vegna olíubirgðastöðvar í Grímsey

    Málsnúmer 2014020094

    Olíudreifing ehf., kt. 660695-2069, óskar eftir að svæði þeirra undir olíubirgðastöð í Grímsey verði deiliskipulagt en slíkt skipulag er forsenda þess að fá endurnýjað starfsleyfi fyrir olíubirgðastöðinni sem rennur út 31. janúar 2018.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að leggja fram tillögu um vinnslu málsins á næsta fundi.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

    Málsnúmer 2014010005

    Fundargerð dagsett 27. febrúar 2014. Lögð var fram fundargerð 482. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.

    Lagt fram til kynningar.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

    Málsnúmer 2014010005

    Fundargerð dagsett 6. mars 2014. Lögð var fram fundargerð 483. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.

    <DIV><DIV>Lagt fram til kynningar.</DIV></DIV>