Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:00 - 11:02
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 199

Nefndarmenn

    • Tryggvi Már Ingvarssonformaður
    • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
    • Ólína Freysteinsdóttir
    • Edward Hákon Huijbens
    • Sigurjón Jóhannesson
    • Jón Þorvaldur Heiðarssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
Formaður bar upp ósk um að fá að taka fyrir lið nr. 22, Glerárdalur - fólkvangur, sem ekki var í útsendri dagskrá og var það samþykkt.
  • Naustahverfi, reitur 28 - Krókeyrarnöf 1-15 - deiliskipulagsbreyting vegna stækkana lóða

    Málsnúmer 2014080086

    Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis, reits 28 og Naustagötu í samræmi við bókun nefndarinnar 27. ágúst 2014. Um er að ræða stækkanir á lóðum númer 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13 og 15 við Krókeyrarnöf. Tillagan er unnin af Ingólfi Guðmundssyni frá Kollgátu, dagsett 29. október 2014.

    Tillagan var grenndarkynnt frá 9. febrúar til 9. mars 2015.

    Engar athugasemdir bárust.

    Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

  • Miðbær suðurhluti - breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits

    Málsnúmer 2015020122

    Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 18. febrúar 2015 þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna Hafnarstrætis 80.

    Sótt er um breytingu á kvöð um bílakjallara og bílastæði, hæð húss og leyfilegu byggingarmagni.

    Hönnuður deiliskipulagsins Árni Ólafsson frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., mætti á fundinn undir þessum lið.

    Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við afgreiðslu málsins.

    Skipulagsnefnd þakkar hönnuði skipulagsins fyrir kynninguna og felur formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna Hafnarstrætis 80, á grundvelli umræðna á fundinum.

  • Undirhlíð 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2014020154

    Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 frá Ingólfi Frey Guðmundssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíð 1-3 þannig að hægt verði að byggja allt að 41 íbúð undir 80 m² í húsinu nr. 1 við Undirhlíð. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi lóðarinnar er heimilt að byggja 25 íbúðir og er því um að ræða fjölgun um 16 íbúðir. Einnig er óskað eftir að ekki verði skilyrt að íbúðirnar verði fyrir 55 ára og eldri.

    Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra og fulltrúum skipulagsnefndar að gera tillögu að breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar við Undirhlíð 1-3 sem nú eru til umfjöllunar.

    Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að óska eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar í samræmi við umræður á fundinum.

  • Golfklúbbur Akureyrar, Jaðar - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

    Málsnúmer 2015030006

    Erindi dagsett 2. mars 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við vélageymslu og æfingasvæðis á Jaðri. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingunni dagsett 11. mars 2015 eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.

    Samþykki Fasteigna Akureyrarbæjar liggur fyrir.

    Einungis er um að ræða minniháttar tilfærslu á byggingarreitum fyrir vélageymslu og yfirbyggt æfingasvæði til höggæfinga og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Stefnumörkun skipulagsnefndar

    Málsnúmer 2014090150

    Í samræmi við fund skipulagsnefndar dagsettan 18. febrúar 2015 lagði formaður fram áætlun um næstu verkefni nefndarinnar í deiliskipulagsgerð.

    Skipulagsnefnd leggur til að svæðið umhverfis Melgerðisás og næsta umhverfi verði deiliskipulagt.

  • Verkferill skipulagsmála

    Málsnúmer 2015020057

    Að beiðni skipulagsstjóra var aðstoðarmanni bæjarstjóra falið að vinna að gerð yfirlits yfir vinnuferil vegna samskipta og afgreiðslu skipulagsdeildar, framkvæmdadeildar og Fasteigna Akureyrarbæjar vegna skipulagsverkefna með það að markmiði að gera vinnuna skilvirkari og tryggja samræmingu, samráð og upplýsingagjöf í skipulagsferlinu sem og framkvæmdaferlinu.

    Vinnuferilstillagan er hér með lögð fram til kynningar ásamt myndrænni útgáfu af verkferlinu.

    Lagt fram til kynningar.

  • Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2015

    Málsnúmer 2015030040

    Í samræmi við stefnu skipulagsnefndar um verkefni á kjörtímabilinu er m.a. lagt til að nefndin skoði þörfina á endurskoðun gatnagerðargjaldskrár.

    Afgreiðslu málsins er frestað.

  • Reglur um lóðaveitingar - endurskoðun 2015

    Málsnúmer 2015030039

    Í samræmi við stefnu skipulagsnefndar um verkefni á kjörtímabilinu er m.a. lagt til að nefndin skoði þörfina á endurskoðun reglna um lóðaveitingar.

    Afgreiðslu málsins er frestað.

  • Fróðasund 4 - stækkun lóðar

    Málsnúmer 2015020094

    Ólína Freysteinsdóttir fór af fundi kl. 9:55. Varamaður kom ekki í hennar stað.

    Harald Chr. Jespersen, Fróðasundi 4 mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 12. febrúar 2015.

    Á milli lóða Fróðasunds 4 og Lundargötu 13 er 40 fm skúrbygging sem Harald á ¾ hluta af. Vill eignast ¼ hluta svo hægt sé að breyta honum í einstaklingsíbúð. Eigandi Lundargötu 13 er tilbúinn að selja skúrinn en Akureyrarbær á lóðina. Harald leitar eftir að lóðarmörkum verði breytt þannig að skúrinn verði innan lóðar Fróðasunds 4.

    Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerðir 2015

    Málsnúmer 2015010103

    Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 5. febrúar 2015 8. lið í fundargerð 57. fundar hverfisnefndar Oddeyrar, dagsettri 27. janúar 2015, til skipulagsdeildar.

    Eftirfarandi var m.a. bókað:

    Rædd nauðsyn þess að breytt fyrirkomulag iðnaðarlóða hljóti að þurfa einskonar grenndarkynningu eða kynningu til íbúa nærliggjandi svæða; nefnt sem dæmi gámastæður miklar sem reistar hafa verið við Fiskihöfn.

    Skipulagsnefnd óskar eftir upplýsingum frá stjórn Hafnasamlags Norðurlands um nýtingu svæða innan hafnarsvæðisins sem skilgreindar eru sem lóðir til úthlutunar.

    Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um hluta svæðis Fiskihafnar við Skipatanga 2-4 og á hvaða forsendum núverandi nýting lóðarinnar er byggð.

  • Númerslausir bílar

    Málsnúmer 2014110250

    Tekið fyrir að nýju 3. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsettri 1. desember 2014 þar sem Jón Einar Jóhannsson bendir á mikinn fjölda númerslausa bíla m.a. á Oddeyri á einkalóðum og bílastæðum.

    Hann leggur til að endurskoðaðar verði reglur varðandi númerslausa bíla inni á lóðum og stæðum við íbúðarhús.

    Á fundinn mætti Alfreð Schiöth heilbrigðisfulltrúi Norðurlands eystra.

    Skipulagsnefnd óskar eftir áliti bæjarlögmanns á beitingu úrræða til að sporna við umfangi númerslausra bifreiða og tækja í sveitarfélaginu. Einnig óskar skipulagsnefnd eftir afstöðu framkvæmdaráðs varðandi aðkomu að verkefninu og hugsanlegan fjárstuðning.

  • Strandgata 11B og Glerárgata 3B - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2014110070

    Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir breytingu á formi og útliti hússins.

    Erindi dagsett 25. febrúar 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Hagsmíði ehf., kt. 581295-2399, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir gistirýmum. Meðfylgjandi er teikning eftir Ágúst Hafsteinsson.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

    Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

  • Gata sólarinnar 2 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2014070003

    Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir breytingu á formi og útliti hússins.

    Erindi dagsett 27. júní 2014 þar sem Brynjar Einarsson f.h. Úrbótamanna ehf, kt. 410683-0599 sækir um byggingarleyfi við lóð nr. 2 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Brynjar Einarsson.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

    Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

  • Þórunnarstræti 89 - umsókn um breytingar utanhúss

    Málsnúmer 2015020109

    Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir breytingu á formi og útliti hússins.

    Erindi dagsett 16. febrúar 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Kristveigar Óladóttur sækir um breytingar utanhúss á húsi nr. 89 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

    Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

  • Fiskitangi 4 - umsókn um nýbyggingu

    Málsnúmer 2015020040

    Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir breytingu á formi og útliti hússins.

    Erindi dagsett 5. febrúar 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Útgerðarfélags Akureyringa, kt. 500209-0620, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 4 við Fiskitanga. Meðfylgjandi eru teikningar og greinargerðir eftir Fanneyju Hauksdóttur.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

    Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

  • Oddeyrartangi landnr. 149135 - umsókn um byggingarleyfi vegna starfsmannaaðstaðu

    Málsnúmer 2012121231

    Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir breytingu á formi og útliti hússins.

    Erindi dagsett 17. febrúar 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Miðpunkts ehf., kt. 570293-2819, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Grímseyjargötu nr. 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

    Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

  • Jaðarstún 2 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2014110080

    Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir breytingu á formi og útliti hússins.

    Erindi dagsett 11. nóvember 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni ehf., kt. 520809-0580, sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu á lóð nr. 2. við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar teikningar 18. desember 2014 og 19. febrúar 2015.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

    Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

  • Jaðarstún 4 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2014120152

    Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir breytingu á formi og útliti hússins.

    Erindi dagsett 11. nóvember 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni ehf., kt. 520809-0580, sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu á lóð nr. 4. við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar teikningar 19. febrúar 2015.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

    Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

  • Kaupvangsstræti 1 - umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu og kvistum

    Málsnúmer 2015020074

    Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir breytingu á formi og útliti hússins.

    Erindi dagsett 11. febrúar 2015 þar sem Gísli Gestsson f.h. Ljósmyndavara ehf., kt. 540174-0409 og Víðsjár-kvikmyndagerðar ehf., kt. 490703-3060, sækir um byggingarleyfi fyrir kvistum og viðbyggingu við Kaupvangsstræti 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnlaug Jónsson.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi útlitsuppdrætti og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið er varðar form og útlit hússins.

    Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

    Málsnúmer 2015010005

    Fundargerð dagsett 26. febrúar 2015. Lögð var fram fundargerð 529. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.

    Lagt fram til kynningar.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

    Málsnúmer 2015010005

    Fundargerð dagsett 5. mars 2015. Lögð var fram fundargerð 530. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.

    Lagt fram til kynningar.

  • Glerárdalur - fólkvangur

    Málsnúmer 2012080081

    Tekið fyrir að nýju þar sem Umhverfisstofnun óskaði í tölvupósti dagsettum 6. mars 2015, eftir minniháttar breytingum á orðalagi á 5. gr. og 7. gr.

    Fyrir liggur samþykki umhverfisnefndar dagsett 10. mars 2015 fyrir breytingartillögunni.

    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.

    Afgreiðslu breytingartillögunnar er vísað til bæjarstjórnar.