Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 18:00
  • Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
  • Fundur nr. 8

Nefndarmenn

    • Valdís Anna Jónsdóttirformaður
    • Róbert Freyr Jónsson
    • Sigrún María Óskarsdóttir
    • Sif Sigurðardóttirfulltrúi Þroskahjálpar NE
    • Friðrik Sighvatur Einarssonfulltrúi Grófarinnar
    • Elmar Logi Heiðarssonvarafulltrúi Sjálfsbjargar

Starfsmenn

    • Karólína Gunnarsdóttirsviðsstjóri búsetusviðs ritaði fundargerð
Elmar Logi Heiðarsson mætti í forföllum Herdísar Ingvadóttur.
  • Punkturinn, færsla á starfsemi upp í Víðilund

    Málsnúmer 2020010598

    Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs kynnti hugmyndir um breytingar á starfsemi Punktsins.

    Samráðshópurinn þakkar Kristni J. Reimarssyni fyrir kynningu á stöðunni er varðar færslu á Punktinum upp í Víðilund.

    Samstarfshópurinn tilnefnir Friðrik Einarsson fulltrúa frá Grófinni geðverndarmiðstöð, í vinnuhóp sem hefur verið stofnaður og á að koma með tillögur varðandi starfsemina í Víðilundi.

  • Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

    Málsnúmer 2012080060

    Lögð fram drög að nýjum reglum Akureyrarbæjar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) til umsagnar.

    Samráðshópurinn lýsir yfir ánægju sinni yfir því að reglur um notendastýrða persónulega aðstoð séu að verða að veruleika. Tekið er undir athugasemd í 2. grein um að rétt sé að skilgreina hugtakið vinnustund. Í 9. grein þarf að orða betur síðustu málsgreinina er varðar akstursþjónustu. Í síðustu málsgrein 14. greinar þar sem verið er að fjalla um undantekningu á ráðningu fjölskyldumeðlima, telur hópurinn að um sé að ræða ákvæði sem er óljóst og þarfnist frekari skýringa. Samstarfshópurinn telur að það þurfi alls ekki að vera þannig að notandi geti ekki verið umsýsluaðili þó starfsmaður sé ættingi. Hvað varðar 18. grein þá telur hópurinn að nákvæmari útlistun á því hverju á að skila og í hvaða formi sé nauðsynleg.

  • Búsetusvið - kynning á þjónustu

    Málsnúmer 2019030223

    Síðastliðið haust var haldinn opinn fundur um búsetumál fatlaðs fólks þar sem kynnt var búsetuþjónusta í sögulegu samhengi og staðan í dag.

    Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs kynnir það sem lagt var fram á fundinum.