Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Kynning á Réttindagæslu fatlaðs fólks.
Eiríkur Smith og Guðrún Pálmadóttur réttindagæslumenn sátu fundinn undir þessum lið.
Nú er verið að endurvekja og fullhanna innilaugina í Sundlaug Akureyrar. Það eru tvær hugmyndir í gangi. Samráðshópurinn var sáttur við tillögu 1 þegar hún var kynnt á sínum tíma.
Ágúst arkitekt hafði samband við þá sem sjá um uppbyggingu Grensáslaugar. Þau höfðu hætt við að hafa ramp ofan í laug, þess í stað sett lyftu.
Það er viss hætta á að einhverjum skriki fótur í rampi sökum halla á honum, erum alveg í efri mörkum á halla.
Ef þið viljið halda ykkur við tillögu 1 þá er það samt enn inn í myndinni.
Samráðshópurinn heldur sig við tillögu 1, bæði ramp og lyftu.
Lögð fram til umsagnar drög að endurskoðuðum reglum um akstursþjónustu Akureyrarbæjar.
Samráðshópurinn gerir ekki athugasemdir við endurskoðaðar reglur um akstursþjónustu. Samráðshópurinn leggur áherslu á að akstursþjónustan geti veitt þá þjónustu sem henni er ætlað að veita og til að svo geti orðið verði fleiri bílum bætt við í þjónustuna. Einnig mikilvægt að skoða þá útfærslu að hægt sé að nota ferðakort allan sólarhringinn sem myndi þá minnka álag á ferlibílana.
Beiðni barst frá Notendaráði ÖBÍ um að varafulltrúar fái fundarboð og fái að sitja alla fundi ráðsins.
Samráðshópurinn samþykkir setu varamanna á fundum samráðshópsins. Þeir munu fá sent fundarboð og er frjálst að mæta án þess að fá greiðslu.