Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Sumarvinna með stuðningi -kynning á starfsemi nýliðins sumars. Orri Stefánsson verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Sumarvinna með stuðningi var í boði í 5 vikur, 175 klst í heildina. 18 umsóknir sem er minna en var sl. ár. Allir umsækjendur fengu vinnu. 10 starfstöðvar sem þau fóru á. Störfin bæði innan og utan Akureyrarbæjar. Gekk almennt vel.
Vinnurós var starfrækt, 14 börn sem nýttu það úrræði, 14 og 15 ára unglingar. Betur mannað en árin á undan. Verkefnaval flókið, hópurinn með mismunandi þarfir.
Lagt var fram minnisblað dags. 23. október 2024 í velferðarráði þar sem lagðar eru til ákveðnar breytingar á starfsemi Plastiðjunnar Bjargs-Iðjulundar.
Velferðarráð bókaði eftirfarandi:
Velferðarráð vísar umræðu um málið til samráðshóps um málefni fatlaðs fólks.
Svanborg Bobba Guðgeirsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Samráðshópurinn styður þau áform PBI að auka hlut fagfólks í starfsmannahópnum til að geta mætt þörfum þess hóps sem nú er á Plastiðjunni. Ákveðið að fara í heimsókn á PBI og að fá Vinnumálastofnun í heimsókn á næsta fund til að ræða atvinnumál fatlaðs fólks.
Verið er að vinna lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar. Hún á m.a. að koma í stað velferðarstefnu og velferðartæknistefnu.
Til að fá fram sjónarhorn hagsmunahópa er óskað eftir því að samráðshópurinn svari eftirfarandi spurningum:
1. Í hverju felst lýðheilsa? Hvað er lýðheilsa í ykkar huga?
2. Hvað getum við sem sveitarfélag gert til þess að bæta lýðheilsu??
Lýðheilsa felst í heilbrigði og velferð. Bætt vellíðan og aukin lífsgæði íbúa ? að allir upplifi sig sem virkann þjóðfélagsþegn. Góð lýðheilsa samfélags er mæld með góðri andlegri og líkamlegri heilsu, þátttöku íbúa og virkni. Aðgengi er þarna lykilþáttur, að allir íbúar hafi aðgengi til þátttöku í hreyfingu, geðrækt, almennu forvarnastarfi.
Akureyrarbær á að vera með og beita sér fyrir því að öflug fræðsla og leiðbeiningar um það sem skiptir máli til að auka vellíðan sé í boði.
Frístundastyrkur fyrir fatlað fólk til að auka þátttöku og aðgengi.
Kynning á frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar á þjónustu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks.