Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds mætti á fundinn og sagði frá stöðunni á verkefninu.
Þakkað fyrir góða kynningu og áhugaverða yfirferð á verkefninu römpum upp Ísland. Áhugi er fyrir því að fá Steindór á fundi reglulega til að fara yfir aðgengismál.
Innleiðing á nýrri þjónustu við foreldra sem eiga í erfiðleikum með uppeldi barna sinna.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður á velferðarsviði kynnti þjónustuna.
Þakkað fyrir góða og áhugaverða kynningu.
Lagt fram minnisblað dagsett 11. janúar 2023 um stöðu verkefna tengt greiningu á rekstri og stjórnsýslu í málaflokki fatlaðs fólks 2021.
Guðrún Guðmundsdóttir starfandi þjónustustjóri greindi frá stöðu mála.
Guðrún Guðmundsdóttir starfandi þjónustustjóri kynnti stöðu á biðlista eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk.
Sif Sigurðardóttir kom með eftirfarandi bókun frá Þroskahjálp:
Þroskahjálp á Norðurlandi eystra krefst svara frá Akureyrarbæ um stöðu biðlista, hvernig og hvenær verður unnt að koma þeim einstaklingum að sem bíða á biðlista eftir sértæku húsnæði. Einnig höfum við þungar áhyggjur af því að þjónusta við þessa einstakling verði skert þegar í búsetu verður komið, sérstaklega ef stefna bæjarins er að auka framboð á íbúðum í gegnum leigufélög á kostnað þess að byggja sérhæfða þjónustukjarna.