Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 17:40
  • Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
  • Fundur nr. 7

Nefndarmenn

    • Guðrún Karitas Garðarsdóttirformaður
    • Þórhallur Harðarson
    • Halla Birgisdóttir Ottesen
    • Sif Sigurðardóttirfulltrúi Þroskahjálpar NE
    • Lilja Björg Jónsdóttirfulltrúi Grófarinnar
    • Elmar Logi Heiðarssonfulltrúi Sjálfsbjargar

Starfsmenn

    • Karólína Gunnarsdóttirfundarritari
  • Allir með, farsælt samfélag fyrir alla - samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF

    Málsnúmer 2023030395

    Lagt fram til kynningar samstarfsverkefni íþróttahreyfingarinnar ÍSÍ, UMFÍ og ÍF sem er í vinnslu og felur m.a. í sér að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar.

    Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessumn lið og kynnti verkefnið.

    Samráðshópurinn fagnar þessu verkefni og þakkar kynninguna.

  • Hönnun á innilaug í Akureyrarsundlaug

    Málsnúmer 2023120425

    Hönnun innilaugar hefur tekið töluverðum breytingum frá þeirri tillögu að hönnun sem var kynnt fyrir samráðshópnum.

    Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið og kynnti nýjar tillögur.

    Samráðshópurinn lýsir yfir mikilli ánægju með nýja útfærslu á teikningum af innilauginni sem munu nýtast mjög vel.

  • Erindi frá Amtsbókasafninu varðandi málefni fatlaðra

    Málsnúmer 2024030801

    Tekið fyrir erindi frá Amtsbókasafninu á Akureyri dagsett 19. febrúar 2024 er varðar opið bókasafn.

    Samráðshópurinn getur ekki stutt þessa útfærslu þar sem aðgengi er ekki fyrir alla íbúa, sérstaklega í ljósi þess að um starfsemi á vegum Akureyrarbæjar er að ræða. Starfsmanni frá Amtsbókasasafninu er boðið að koma á fund hópsins til að ræða þessa útfærslu frekar.