Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 17:45
  • Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
  • Fundur nr. 7

Nefndarmenn

    • Valdís Anna Jónsdóttirformaður
    • Sigrún María Óskarsdóttir
    • Sif Sigurðardóttirfulltrúi Þroskahjálpar NE
    • Friðrik Sighvatur Einarssonfulltrúi Grófarinnar
    • Herdís Ingvadóttirfulltrúi Sjálfsbjargar
    • Elmar Logi Heiðarssonvarafulltrúi Sjálfsbjargar

Starfsmenn

    • Karólína Gunnarsdóttirfundarritari
Hvorki Róbert Freyr Jónsson né varamaður hans mættu til fundar.
  • Akstursþjónusta Akureyrarbæjar - reglur

    Málsnúmer 2019040309

    Umræða um framkvæmd ferliþjónustu hjá Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar. Rætt um þörf á fjórhjóladrifnum bíl þegar erfið færð er í bænum. Helgarþjónusta er hjá Sæmundi Pálssyni fyrir einstaklinga í hjólastólum.

    Afsláttarmiðar upp á kr. 800 fyrir þá sem eru gangandi og kr. 1000 fyrir hjólastólanotendur eru afhentir í Umhverfismiðstöð. Verðmæti miðanna hefur ekki hækkað mjög lengi.

    Hrafn Svavarsson rekstarstjóri SVA og akstursþjónustu og Anna Gunnlaugsdóttir mættu á fundinn.

    Samráðshópurinn óskar eftir því við bæjarráð að það endurskoði verðmæti miðanna út frá hækkun gjaldskrár leigubíla.



  • Glerárskóli - bygging leikskóla, lóðar, tengibygginga og samkomusals

    Málsnúmer 2018050021

    Óskað er eftir umsögn samráðshóps um málefni fatlaðs fólks um teikningar af nýjum leikskóla, Klappir við Höfðahlíð, aðallega hvað varðar staðsetningu bílastæða fyrir fatlaða, aðkomur að húsinu og aðgengi að leikskóladeildum á efri hæð hússins með tilliti til aðgengis fatlaðs fólks sem gæti starfað við leikskólann eða nýtt sér þjónustu hans, hvort sem um er að ræða foreldri eða barn.

    Jón Heiðar Jónsson sat fundinn undir þessum lið að beiðni samráðshópsins.

    Andrea Sif Hilmarsdóttir verkefnastjóri á umhverfis- og mannvirkjasviði og Ingólfur Freyr Guðmundsson frá Kollgátu sátu fundinn undir þessum lið.

    Samráðshópurinn telur að um sé að ræða góða og aðgengilega hönnun sem mætir þörfum hreyfihamlaðs fólks. Einn inngangur sérstaklega fyrir hreyfihamlaða er að mati hópsins nægjanlegt og að auki bætir sá inngangur aðkomu og aðgengi að íþróttahúsi og sundlaug Glerarskóla sem er til mikilla bóta.

    Athugasemdir hópsins snúa að salernum. Nauðsynlegt er að koma fyrir salernum á 2. hæð fyrir hreyfihamlaða þannig að ekki þurfi að fara milli hæða. Einnig væri æskilegt að til staðar væri hönnun fyrir deildarklósett þannig að ef þurfa þyki þá sé lítið mál að aðlaga þau að hreyfihömluðum börnum.